Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 20

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 20
Utanríkismálanefnd var upplýst um það í haust að viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum yrðu framlengdar og meirihluti nefndarinnar studdi það. Þetta segir Silja Dögg Gunn- arsdóttir, varaformaður utanríkis- málanefndar Alþingis og flokks- systir Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra, sem er sagður einangraður innan stjórnarmeiri- hlutans vegna einarðrar afstöðu sinnar í málinu. Silja Dögg segir að það sé sjálf- sagt að ræða utanríkisstefnuna hve- nær sem er. Það myndi þó þýða al- gera umbyltingu í utanríkisstefnu landsins, ef Íslendingar ætluðu að fara aðra leið í svona málum en vestrænar vinaþjóðir. Hún trúi því ekki að meirihluti Alþingis myndi vilja það. Útgerðarmenn halda því fram að sjávarútvegurinn tapi tólf til þrettán milljörðum á ársgrund- velli vegna viðskiptabanns Rússa en utanríkisráðherra heldur fast við af- stöðu sína. Von er á skýrslu frá samráðshópi stjórnarinnar og útgerðarmanna um áhrif bannsins. Silja Dögg segir að hörð gagnrýni á utanríkisráðherra sé skiljanleg í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem séu undir í málinu. Hávær og valda- mikill minnihluti leiði umræðuna í fjölmiðlum og uppnámið núna sé spuni fárra og lýsi ekki afstöðu heildarinnar. -tká Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatíminn.is S jö karlar sem starfa á einni elstu bensínstöð borgarinn-ar telja að Olís hafi tekið sér óþarflega langan tíma í að rann- saka myglu sem er grunuð um að valda endurteknum veikindum starfsmanna. Örn Einarsson, vak- stjóri á Klöpp, segir að starfsmenn séu með sársaukafulla verki í höfði og maga, þeir séu orkulausir og syfjaðir, þá klæi um allan líkamann og svíði í augun. „Starfsmenn hafa hætt hér út af loftinu á stöðinni og viðskiptavinir hafa hætt að koma sökum þess að þeir fengu alltaf hnerrakast þegar þeir komu hingað inn,” segir hann. Hann segir að fyrst hafi komið upp grunur um myglusvepp fyrir fimm árum án þess að neitt væri að gert. Fyrir rúmu ári hafi verið rifið almenningsklósett við bensín- stöðina og þá hafi komið í ljós svartir myglublettir. Í kjölfar þess hafi starfsmenn þrýst enn frekar á um að málið yrði rannsakað. Það var í kjölfar þess að allir starfs- menn veiktust samtímis í annað sinn á sama árinu. Fyrir nokkrum mánuðum komu menn til að skoða húsnæðið og kanna hvort þar væru skert loft- gæði vegna myglusvepps. Gunnar Kristinsson, hinn vaktstjórinn á Klöpp, segir að engin formleg niðurstaða liggi fyrir um það bil þremur mánuðum seinna og eng- inn frá fyrirtækinu hafi rætt við starfsmennina. „Það er óhætt að segja að við séum orðnir mjög pirraðir,“ segir Örn og bætir við að dæmi séu um starfsmenn sem séu búnir með alla veikindadaga sem þeir eigi rétt á. „Kláðinn, sviði í augum, óþægindi í hálsi, hnerra- og hósta- köst voru fyrstu einkennin sem ég tók eftir og þyngsli fyrir augum. Þá varð hálft andlitið dofið og sjón- in á hægra auga fór að flökta. Ég er nú alveg hættur að sjá í fókus með því auga og það sama hefur einnig komið fyrir Gunnar,“ segir Örn. „Það er búið að taka þá rúmlega ár að athuga málið og okkur finnst það fremur langur tími miðað við það sem er í húfi fyrir okkur sem vinnum hér á hverjum degi,“ segir Gunnar Kristinsson. Sjá ekki í fókus vegna svepps Starfsmenn hafa hætt út af loftinu á bensínstöðinni. Mynd/Rut Matthías reyndist sannspár um Moggann Árni Bergmann, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, vísar til spádóms Matthíasar Johannessen, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, í nýrri ævisögu sinni sem nefnist, Eitt á ég samt. Hann segir Matthías hafa sagt sér á bókamessunni í Gautaborg árið 1998 að hann færi senn að hætta á Morgunblaðinu og bætti við, „en kannski koma svo þessir kvóta- greifar og sölsa blaðið mitt undir sig og sinn málflutning.“ Matthías segir í samtali við Frétta- tímann að þetta kunni vel að vera rétt: „Árni er nú varla að búa þetta til. Það hlýtur að standa þarna vegna þess að ég sagði þetta,“ segir hann. „Við höfðum okkar stefnu í sjávarútvegsmálum og töluðum fyrir veiðigjöldum á Morgunblaðinu. Við töldum að kvótakerfið væri ekki nógu réttlátt. Mörgum útgerðarmönnum og líka mörgum innan Sjálfstæðisflokksins var uppsigað við það.“ Matthías virðist hafa verið sannspár miðað við eignarhald Morgunblaðsins en stórútgerðarmenn eru þar í miklum meirihluta. Hann segist þó ekki vilja tjá sig um blaðið eins og það er í dag. „Ég er löngu hættur að lesa það, nema helstu fréttir. Ég er aðallega að einbeita mér að því að skrifa bækur í dag,“ segir hann. -tka Háværir stjórna umræðunni Silja Dögg Gunnars- dóttir, varaformaður utanríkis- málanefndar Alþingis 20 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016 Prófaðu þetta heyrnartæki í 7 daga Bókaðu tíma í fría heyrnar mælingu Sími 568 6880 www.heyrnartaekni.is Heyrnarskerðing er þreytandi! Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Ofurnett - ósýnileg í eyra eða falin á bak við eyra Alta2 heyrnartækin frá Oticon búa yfir einstakri tækni sem kallast BrainHearing™. Þessi tækni hjálpar heilanum að vinna betur úr hljóði þannig að þú upplifir það eins eðlilega og hægt er. Með Alta2 heyrnartækjunum verður auðveldara fyrir þig að heyra og skilja, hvort heldur sem um lágvært samtal er að ræða eða samræður í krefjandi aðstæðum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.