Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.01.2016, Síða 29

Fréttatíminn - 08.01.2016, Síða 29
orðið 39 ára gamalt, og sagðist hafa búið í sömu götu sem barn. Hann kannaðist við ættarnafnið Squalli og hélt hann hefði jafnvel leikið sér við þennan pilt, Mohammed Squalli Houssaini. Saman fundu þeir húsið og bönkuðu upp á. Lítill drengur kom til dyra og hleypti þeim inn. „Þarna bjuggu tvær fjölskyldur sem tóku mér svo vel. Ég var drifinn inn í húsið þegar leiðsögumaðurinn sagði þeim að ég væri frá Íslandi í leit að marokkóskum föður mínum. Fólkið var svo almennilegt, það leiddi mig um húsið og svo var sest niður og mér boðið að borða. En þau þekktu ekki Squalli þennan sem hafði líklega búið í húsinu fyrir löngu síðan.“ „Ég tók myndir út um gluggann af útsýninu á húsinu sem pabbi hafði búið í. Þetta var svo magnað, ég vissi auðvitað ekki á þessum tímapunkti hvort ég myndi nokk- urntíma hitta hann. Ég hafði þá allavega séð húsið sem hann hafði búið í, útsýnið sem hann hafði horft á og á þessari stundu nægði það mér. Þegar ég kvaddi leið- sögumanninn, eftir þennan eftir- minnilega dag, sagðist hann ætla að reyna að hafa upp á símanúmerinu hjá pabba mínum. Hann gæti ekki lofað neinu en hann vissi um það bil hvar hann hefði unnið. Daginn eftir fékk ég símtal frá leiðsögumannin- um sem sagðist hafa fundið mann- inn og borið upp erindið. Squalli kannaðist við hluta sögunnar en samt ekki allt. En hann vildi hitta mig. Leiðsögumaðurinn spurði hvar ég vildi hafa fundinn. Ég man að það kom upp í huga mér að mér fannst þetta allt í einu þetta ekki standast. Það hlyti að vera eitthvert plott í gangi og að það væru litlar líkur að á því að ég væri búinn að finna hann í þessari milljóna manna borg. Það gat ekki verið svona auðvelt. Niðurstaðan varð að þeir kæmu á hótelið til mín.“ Sagðist eiga íslenskan dreng „Þegar hann birtist fannst mér ég þekkja manninn. Ég hafði einu sinni átt passamynd af honum sem mamma gaf mér en glatað henni. Myndin af honum sat alltaf í mér. Ég var rosalega stressaður og hann líka. Við settumst niður. Hann tal- aði ekki góða ensku og ég tala enga frönsku þannig að leiðsögumaður- inn túlkaði samtalið. Fyrst vildi hann vita hvar ég hafði fengið upp- lýsingar um hann. Þegar ég sagði leiðsögumanninum að foreldrar mínir hefðu kynnst í Brussel mis- skildi hann mig og heimfærði ástar- fundi þeirra á Brasilíu. Þetta kann- aðist pabbi ekkert við en játti því að eiga strákling á Íslandi. Hann var því mjög varkár og alls ekki viss um að ég væri íslenski strákurinn hans. Báðir vorum við vantrúaðir og óöruggir og hann lét mig strax segja sér frá mínu lífi. Hann vildi að ég skrifaði nafnið á móður minni og þegar ég gerði það bar hann nafnið fram eins og hann væri Íslendingur. Það er ekki auðvelt fyrir útlendinga að segja það. Ég spurði hann hve- nær hann væri fæddur, en dagurinn sem hann nefndi stemmdi ekki við það sem ég hélt. Ég fékk ónota- tilfinningu, eins og verið væri að leika á mig. Hann bar við að hann væri mjög stressaður og leiðrétti dagsetninguna. Þá áttaði ég mig á því að þetta væri réttur maður og við stóðum upp og féllumst í faðma, grétum og héldum áfram að spjalla með hjálp leiðsögumanns- ins. Þannig var okkar fyrsti fundur. Mjög draumkenndur.“ Þökk sé Allah „Leiðsögumaðurinn vildi meina að þetta væri verk Allah. Og ég sem er kallaður Alli. Alli er kominn þökk sé Allah. Í miðju samtali pabba og leiðsögumannsins skelltu þeir sér á hnén og lögðust á bæn.“ Elín fylgd- ist með atburðarásinni í gegnum netið. Hún beið átekta í stofunni í Breiðholti og fékk svo óvænt senda mynd af þeim Alexander og pabb- anum. „Þá grétum við bara hérna við borðið,“ segir hún. „Við vorum ótrúlega hátt uppi og ég get rétt ímyndað mér hvernig honum leið.“ Alexander segist hafa verið andvaka af vellíðan nóttina eftir fundinn við föður sinn. „Við höfðum ákveðið að hittast aftur daginn eft- ir. Hann sótti mig og við fórum út að borða. Ég fann að hann var for- vitinn um hversvegna ég væri kom- inn til að finna hann. Af hverju á þessum tímapunkti? Hvort ég væri að sækjast eftir einhverju, biðja um eitthvað? Ég sagði honum strax að ég hefði alls ekki gert mér neinar væntingar um að hitta hann. Það sem ég hefði fengið að upplifa væri meira en ég hefði nokkurn tíma þorað að vona. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að þetta væri óvænt, að ég birtist svona án fyrirvara. Ég gaf honum færi á því að melta þetta. Ég vissi auðvitað ekki hvort hann hefði sagt fólkinu sínu að ég væri til, og ég ætlaðist ekki til að hann gerði það. Þó mig hafi sannarlega langað að hitta fjölskylduna.“ Þeir Alexander og faðir hans sátu að spjalli í nokkrar klukku- stundir. „Hann spurði um mömmu og fjölskylduna mína og við reyndum að tala saman á mjög takmarkaðri ensku. Því næst Alexander og fjölskylda hans í Seljahverfinu eiga samtal við marokk- ósku fjöskylduna í Fez í gegnum netið. Myndir/ Alda Lóa Leifsdóttir og úr einkasafni Alexanders | 29fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.