Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 30
skutlaði hann mér á hótelið og
sagðist þurfa að fara í ferðalag,
eitthvað tengt vinnunni. Það var
síðasti dagurinn minn í borginni
og svo við kvöddumst eins og við
myndum aldrei hittast aftur. Ég
sneri aftur á hótelið og fann að ég
var drullu svekktur. Hann hafði
sagt mér að ég ætti fimm systkini,
þrjá bræður og eina systur og eina
ættleidda systur og mig langaði
einlæglega að hitta þau öll.“
Döðlur og mjólkurglas
Næsta dag fór ég með leiðsögu-
manninum í ferð í kringum borgina
og þegar ég kom aftur á hótelið
lágu skilaboð frá hr. Squalli að
hann væri væntanlegur klukkan
18 að sækja mig. Hann kom og til-
kynnti mér að hann ætlaði að koma
mér á óvart. Við fórum upp í bíl
og keyrðum um borgina þar til við
enduðum á að keyra í hverfi í nýja
borgarhlutanum og inn um hlið.
Þá sagði hann loksins, „Jæja núna
erum við komnir heim og fjölskyld-
an er inni að bíða eftir þér.“ Á móti
mér kom eiginkona hans, hún faðm-
aði mig og bauð mig velkominn á
heimili sitt.“
Alexander segir atburðarásina
hafa verið óraunverulega og spenn-
andi.
„Já, og það var dálítið sérkenni-
legt að við settumst niður og þau
buðu mér upp á döðlur og mjólk.
Það þykir mjög fínt að bjóða upp á
döðlur og mjólk í Marokkó. Þegar
ég kom inn á heimilið þá blasti við
mér mynd af sjálfum mér. Myndin
sem mamma hafði sent honum
þegar ég var tveggja ára hékk
þarna upp á vegg. Það var aug-
ljóst að þau höfðu öll vitað af mér.
Eftir stuttan tíma leið mér eins og
ég hefði alltaf þekkt þau. Ég fann
ekki fyrir því að ég væri eitthvað
feiminn, ég settist við hlið bróður
míns og það var eins og við hefðum
alltaf verið bræður.“
Konurnar í Sqalli fjölskyldunni
„Elín hafði sjálf ímyndað sér að kon-
urnar væru faldar bak við slæður
og að þær væru undirgefnar körlun-
um. Ég bjóst við að þær væru allar í
búrku og óttaðist ef ég ætti eftir að
koma inn á heimilið þeirra þá væri
ætlast til þess að ég væri svona eða
hinsegin.“
Fjölskyldan kom Alexander því
verulega á óvart. Hann upplifði
mikið kvennaríki á heimili föður
síns og sagði fjölskylduna tala
mikið og hátt. Oft hélt hann að
þau vera að rífast þegar skipst var
á skoðunum. Alexander á sjö ára
gamla systur sem eiginkona föður
hans ættleiddi, sem var þvert á vilja
fjölskyldunnar í byrjun. Og ef fjöl-
skyldan þurfti að taka sameigin-
lega ákvörðun þá var það reyndar
alltaf móðirin á heimilinu sem átti
síðasta orðið. Elínu leist vel á fyrir-
komulagið og létti þegar hún sá á
myndum að systirin er með svip-
aðan fatasmekk og hún sjálf.
„Það er auðvitað menningar-
munur og margt ólíkt með okkur.
Ég fletti í gegnum fjölskyldualbúm
þeirra og sá meðal annars ljós-
myndir úr skírnarveislu bróðurson-
ar míns. Á myndunum úr veislunni
staldra ég við mynd af kind sem
hafði verið skorin á háls. Bara dauð
kind þarna mitt í öllu saman. Það er
þá siður þeirra að fórna kind í tilefni
af skírnarveislu. Pabbi og konan
hans biðja fimm sinnum á dag en
ég sá aldrei systkini mín biðja. Þau
halda ekki upp á jól og páska, en í
staðinn halda þau Ramadan.“
Svona verð ég eftir 20 ár
„Við pabbi eru rosalega líkir en ég
er ekki viss um að ég líkist systk-
inum mínum. Ég settist hjá pabba
við matarborðið og skyndilega
sprungu þau öll úr hlátri. Ég skildi
ekkert hvað væri í gangi en þá
tóku þau öll eftir því að við borðum
við alveg eins. Við hökkuðum í
okkur vínber sem er uppáhalds
ávöxturinn okkar beggja. Í raun
er ég líkastur honum af systkinum
mínum, við erum í raun ótrúlega
líkir. Þeim þótti það líka merki-
legt. Bæði pabbi og bræður minnir
lærðu rafmagnsverkfræði en ég
byrjaði í rafmagninu og ætlaði mér
að leggja það fyrir mig án þess að
af því yrði. Konan hans bað mig
um að lýsa sjálfum mér og henni
fannst sem ég væri að lýsa pabba.
Við erum báðir þrjóskir og ákveðn-
ir, sanngjarnir og eitthvað svona.
Mér fannst fyndið að horfa á pabba
minn og ímynda mér hvernig ég
ætti eftir að líta út eftir tuttugu
ár. Elsti bróðir minn, sem býr í
Brussel, var með okkur á þessum
fjölskyldufundi á Skype.“
Óvænt viðkoma í Brussel
„Eftir heimsóknina var ákveðið
að ég framlengdi dvöl mína um
fimm daga og ég flutti af Rihadinu
og heim til pabba. Ekki nóg með
það heldur fékk ég flugmiðanum
mínum breytt og flaug í gegnum
Brussel til að hitta bróður minn.
Hann býr með konu frá Marakesh.
Þau starfa bæði sem forritarar og
gera út frá Brussel en stefna á að
flytja aftur til Marokkó.
Bróðir minn tók á móti mér á
flugvellinum en þá var ég orðin svo
kvalinn í maganum og hélt kannski
að það væri eftir allar átveislurnar,
en það var alltaf tilefni til þess að
setjast niður og borða. Ég hringdi
í Elínu og lýsti verkjunum fyrir
henni. Hún kveikti strax á því að
þetta væri botnlanginn og bróðir
minn tók mig á spítala í Brussel
þar sem ég var keyrður rakleitt
inn á skurðarborð. Botnlanginn
var tekinn sem lengdi dvöl mína
um nokkra daga aftur. Ég fékk
Havarti er einn þekktasti ostur Dana en hér á landi hófst
framleiðsla á honum árið 1987. Ostinum var upphaflega
gefið nafnið Jöklaostur en því var breytt. Havarti varð til
um miðja 19. öld hjá hinni frægu dönsku ostagerðarkonu,
Hanne Nielsen. Havarti er mildur, ljúfur og eilítið
smjörkenndur ostur sem verður skarpari með aldrinum
og er með vott af heslihnetubragði. Frábær ostur með
fordrykknum eða á desertbakka með mjúkum döðlum og
eplum.
HAVARTI
FJÖLHÆFUR
www.odalsostar.is
tækifæri til þess að kynnast bróður
mínum og konunni hans við svona
skrýtnar aðstæður þar sem ég var
veikur og upp á þau kominn, það
var bónus á sinn hátt.“
Fjórði hver múslimi
Einn fjórði hluti íbúa Brussel er
múslimar og 210 þúsund þeirra
koma frá Marokkó. Miklir fólks-
flutningar hafa verið til Belgíu frá
löndunum í kringum Miðjarðarhaf-
ið síðan 1960 þegar Evrópa sóttist
eftir vinnuafli og aðlagaði vinnulög-
gjöfina að betra aðstreymi verka-
fólks. Námsfólk frá frönskumæl-
andi löndum og fyrrum nýlendum
Belga og Frakka hafa alla tíð sótt
menntun sína til Frakklands og
Belgíu. Sumt af þessu fólki, náms-
menn og farandverkamenn, búa
enn í Brussel og afkomendur þeirra
í annan eða þriðja lið eru orðnir
Belgar, hvernig sem það er túlkað.
Gagnrýni hefur verið í kjölfar
árásanna í París í nóvember, að hið
franska og belgíska samfélag sé
reyndar bara blandað að orðinu til
og þegnar af arabískum uppruna
eigi ekki auðveldan aðgang að sam-
félaginu og búi meira og minna í
afmörkuðum hverfum borgarinnar.
Eftir stutt kynni kvaddi Alex-
ander bróður sinn á flugvellinum í
Brussel. „Við vorum báðir að fljúga
í ólíkar áttir, hann til Sádi Arabíu
að forrita og ég heim til fjölskyldu
minnar á Íslandi, með Djellaba og
marokkóskt sælgæti í koffortinu.
Sælgætið var ekkert sérstaklega
vinsælt hjá fjölskyldunni í Selja-
hverfinu en Djellaba-kuflinn vakti
hinsvegar mikla lukku. Næsta ferð
til Marokkó verður farin í páskafrí-
inu en þá hyggst öll fjölskyldan
skella sér saman. Og þessa dagana
er mikið rabbað á Skype milli Selja-
hverfis og Fez.
1. Fjölskyldan saman komin. Frá vinstri: Nadine, eiginkona Houssaini, Houssaini, faðir Alexanders, Alexander og Soukaina,
systir Alexanders. Á gólfinu sitja Hicham og Omar, bræður Alexanders og lítill bróðursonur.
2. Alexander tveggja ára. Myndina sendi móðir Alexanders til föður hans, Houssaini Squalli ásamt litlum hárlokki úr drengnum.
Þegar Alexander kom að hitta föður sinn var myndin innrömmuð uppi á vegg á heimili föður hans.
3. Alexander í borginni Fez í Marokkó þar sem hann hitti föður sinn í fyrsta sinn.
4. Feðgarnir á sínum fyrsta fundi í Fez. Stundin var tilfinningaþrungin fyrir þá báða.
1
2
3 4
30 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016