Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 32

Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 32
spurt er svanhildur Gréta Krist- jánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is K raftur og ákveðni einkennir stelpurnar tvær á móti mér, þær Unu Maríu Óðinsdóttur og Unu Torfadóttur. Fyrir utan það að eiga nafnið sameiginlegt og ald­ ur þá hafa þær báðar háð baráttu á vígvöllum jafnréttis síðastliðið ár. Una Torfadóttir er ein af höfundum atriðisins „Elsku stelpur“ sem sigr­ aði fyrir hönd Hagaskóla í Skrekk á síðasta ári. Atriðið vakti mikla eftirtekt þar sem ungar stelpur komu saman og túlkuðu raunheim sinn í gegnum ljóð og dans. Heimur þar sem kon­ ur fá ekki jafn mikið pláss og þurfa að sæta drusluskömm (e. slutsham­ ing). Una María lét til sín taka í bar­ áttu flóttamanna á Íslandi þegar hún boðaði til samstöðufundar á Aust­ urvelli fyrir langveiku albönsku drengina Kevi og Arjan. Mótmæla átti ákvörðun Útlendingastofnunar að vísa á brott albönsku fjölskyld­ unni. Degi fyrir mótmælin kom fram að vilji væri innan allsherjar­ nefndar alþingis að veita fjölskyld­ unni ríkisborgararétt. Unurnar tvær segja sína kynslóð vera óhrædda við að láta í sér heyra, taka meira pláss og eru orðnar þreyttar á hlusta á fullorðna fólkið kenna stjórnvöldum um allt sem fer úrskeiðis. Þær segja baráttuna byrja hjá okkur sjálfum og það þýði ekki að sitja heima á bak við tölvuskjáinn og bíða eftir breytingum. Ég sat og hlustaði á þær fara um víðan völl í hápólitískum málefnum flóttamanna, um úrelta skólakerfið og baráttuna um jafnrétti allra hópa samfélagsins þar sem aldrei er unnt sér hvíldar. Þær heilsast, Una og Una, hlæja aðeins yfir sameigin­ lega nafninu og Una María spyr Unu Torfa hvort hún sé ekki með Jónatan Baldvins í árgangi. Una Torfa: Jú, einmitt það passar. Hef búið hérna í Vesturbænum allt mitt líf. Una María: Ég þekki hann aðeins. Ég er nýflutt í borgina úr Borgar­ nesi. Una Torfa: Ég vil endilega heyra meira um þennan samstöðufund sem þú skipulagðir, mér þótti þetta mjög áhugavert. Hvernig gekk? Una María: Ég var svo reið yfir þessu ástandi og ákvörðun stjórn­ valda að senda veik börn flótta­ manna og fjölskyldur þeirra úr landi. Útlendingastofnun var með hræðileg rök en mamma sagði það væri lítið hægt að gera í þessu. Ég fór að hugsa hvort það væri virki­ lega ekkert sem ég gæti gert. Þá ákvað ég að boða til mótmæla og það gjörsamlega sprakk út. Una Torfa: Vá, geðveikt. Una María: Ég held að stjórnvöld hafi verið stressuð því búið var að boða 22 þúsund manns á Austur­ völl. Þau vildu, held ég, róa niður al­ múgann svo daginn fyrir mótmælin var gefin út tilkynning um að verið væri að skoða umsókn þeirra um ríkisborgararétt. Þá hægðist aðeins á þessu en við héldum samt sam­ stöðufund til að þrýsta á að eitthvað yrði örugglega gert. Una Torfa: Þetta er svo magnað, fólk segir oft að það sé ekkert hægt að gera. En það eru svo margar mismunandi leiðir eins og sam­ stöðufundurinn þinn, „Beauty tips“ byltingin og atriðið okkar í Skrekk. Þetta eru allt leiðir sem ungt fólk er að nota til að þess að láta í sér heyra. Una María: Það eru ekki bara sam­ félagsmiðlar sem hafa breytt öllu heldur einnig vilji fólks til að taka á móti þessu öllu saman. Una Torfa: Það er einhver byltinga­ stemning í samfélaginu og fólk hef­ ur áhuga á því að taka þátt í breyt­ ingum og einhverju stóru. Una María: Við erum kynslóð sem ólst upp í þessari kreppu. Við þurft­ um að hlusta á foreldra okkar kvarta endalaust undan stjórnvöldum. Núna er það flóttamannaástandið og hvort við eigum að taka á móti þeim. Ég held að unga fólkið sé svolítið að taka málin í sínar hendur. Það er auðveldara fyrir okkur að nálgast fréttir úti í heimi milliliðalaust og þetta stendur okkur nærri vegna al­ þjóðavæðingar. Þess vegna held ég að við séum róttæk kynslóð. Una Torfa: Ég held samt að stjórn­ völd þurfi að setja peninga í að hjálpa þessu fólki. Af því að það er ekki hægt að reiða sig á góðgerða­ samtök til langframa og að fólk sé tilbúið til að gefa peningana sína. Það verður að vera eitthvert kerfis­ bundið öryggisnet. Þetta er ástand sem verður að takast á við sem raun­ verulegt krísuástand. Það gengur ekki að sitja hjá. Una María: Nei ég meina, Íslend­ ingar ætla að taka á móti 50 flótta­ mönnum. Það er jafn mikið og ár­ gangurinn minn í skólanum og hann er pínulítill! 50 manns, þetta er bara hlægilegt. Það er hægt að gera svo miklu betur. Íslendingar eru alltaf tilbúnir að taka frá öðrum þjóðum en þegar kemur að því að gefa til baka þá er lok, lok og læs. Una Torfa: Algjörlega, ég þoli ekki viðhorfið að „þetta sé okkar“ eins og við eigum Ísland. Una María: Já, algjörlega! „Þau eru ekki búin að vinna fyrir þessu landi“ viðhorfið. Okkur ber siðferðisleg skylda til þess að hjálpa þessu fólki. Ég er ekki að segja að Íslendingar geti tekið við fleiri hundruð þúsund flóttamönnum en við skulum taka á móti þeim sem við getum. Þetta er eins og að læra undir próf, þú lærir ekki bara pínulítinn part til þess að rétt ná prófinu. Þú lærir eins vel og þú getur, færð eins hátt og þú getur og lærir af mistökunum. Una Torfa: Ég trúi að stuðningur­ inn skiptist í tvennt. Annarsvegar þetta efnislega að skaffa húsnæði, vinnu, mat og öryggi. Þessi áþreif­ anlega hjálp sem þarf að koma frá stjórnvöldum. Á hinn bóginn er það hugarfar fólks sem skiptir ekki síð­ ur máli. Það eru svo miklir fordóm­ ar, fáránlegar hugmyndir um trúar­ brögð og ólíka menningarheima. Þessir litlu hlutir sem virka ekki merkilegir í stóru myndinni eins og að skipta um prófílmynd eða boða til mótmæla en það sýnir stuðning og vonandi breytir hugarfari fólks. Una María: Þetta er farið að minna á Gyðingana og tíma Hitlers. Síðan er skólakerfið svo úrelt með alla þessa áherslu á bóklegt nám en það er ekki verið að fræða um svona málefni. Mér finnst áhrifaríkast þegar hlutirnir eru settir í samhengi við okkar eigið líf. Una Torfa: Já, það þarf að tengja þetta við okkar raunveruleika. Um­ ræður um jafnréttismál, hinsegin­ fræðslu, trúarbrögð og ólíka menn­ ingarheima þurfa að geta lifað allsstaðar, ekki bara inni í lífsleikn­ itíma þar sem umræðuefnið er sam­ kynhneigð í 40 mínútur og svo búið. Að geta rætt hlutina í allskonar að­ stæðum og í mismunandi samhengi. Fólk sem tilheyrir minnihlutahópnum þarf nefnilega að upplifa þessa hluti í öllum aðstæðum. Ef þú ert lesbía þá finnur þú fyrir því í öllu sem þú gerir. Við þurfum að mega taka um­ ræðuna hvar sem er, ekki lokuð inni í skólastofu. Una María: Á þessum samstöðu­ fundi á Austurvelli áttaði ég mig á því að ég get haft áhrif. Tilgangur­ inn var að þrýsta á stjórnvöld og fá fólkið til baka og það tókst. Þú átt að gera það sem þú trúir á. Hafa trú á sjálfum þér og því sem þú gerir. Una Torfa: Ég held að stærsta bylt­ ingin í öllum þessum byltingum sé að fólki finnist í lagi að taka pláss og vera með smá læti. Hrista upp í þessu. Una María Óðinsdóttir og Una Torfadóttir, 15 ára. Mynd/Rut Una sér í baráttunni Þær eru 15 ára, Una María, skipuleggjandi samstöðufundarins fyrir albönsku fjölskylduna, og Una Torfadóttir, höfundur siguratriðis Skrekks, sem settust niður og ræddu málefni flóttamanna, úrelta skólakerfið og jafnrétti. Af hverju að gifta sig? snærós sindradóttir og Freyr rögnvaldsson, trúlofuð: Fyrst og fremst snýst þetta allt saman um að halda eitt rosalegt partí og fagna lífinu og ástinni með okkar bestu vinum og fjölskyldu. En hvatinn er líka absúrd lög um réttindi fólks sem eru minni ef fólk er bara skráð í sambúð. Giftingin er því að sumu leyti bak- trygging ef eitthvað skyldi koma fyrir. Varúðarráðstöfun. Við finnum ekki hjá okkur þörf til að staðfesta ást okkar frammi fyrir ríkisvaldinu. Trúlofunin er eiginlega staðfesting okkar á ástinni en giftingin partí og formsatriði. Magnús Magnússon og Hallveig Kristín rúnarsdóttir, í sambandi: Því maður elskar vini sína og vill halda geggjað partí fyrir þá. Guðný rós Vilhjálmsdóttir og Björk Björgúlfsdóttir, trúlofaðar: Af því okkur langar að fagna því með fjöl- skyldum okkar og vinum og láta heim- inn vita af því að við höfum lofað hvor annarri að verja restinni af lífinu okkar saman í blíðu og stríðu. Það er besta, stærsta og auðveldasta loforð sem við höfum nokkurn tímann gefið og því viljum við fagna. 32 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.