Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 36

Fréttatíminn - 08.01.2016, Side 36
Dóttir mín, átta ára, borðar lítið sem ekkert á matmálstímum en biður svo um eitthvað að borða hálftíma síðar. Hvað á ég að gera? Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal GLÆSIKJÓLAR Vetrakjólar með ermum Skoðið laxdal.is/kjolar GLÆSIKJÓLAR FRÁ STÓRÚTSALA 30%-50% VETRARYFIRHAFNIR Í ÚRVALI K æra foreldri. Margar ástæður geta verið að baki matarhegðun dóttur þinnar og lausnir geta líka verið margvís- legar. Hér koma nokkur áhöld sem þú getur valið úr út frá þekkingu þinni á barninu þínu og þeim mun fleiri áhöld sem þú notar, þeim mun betri getur árangurinn orðið. Mikilvægt er að barnið setjist svangt að borði. Því þarf að hafa reglu á matartímunum og enga aukabita milli mála með þeirri undantekningu að börn þurfa að borða oftar en fullorðnir eða með um þriggja tíma millibili. Skólabarn þarf að fá góða hress- ingu þegar það kemur heim eftir skólann um miðjan dag og kvöld- verður er þá lokamáltíð dagsins. Ef kvöldverður er klukkan sjö, þarf skipulagðan aukabita um fimm- leytið en matarlyst margra barna er betri fyrr á daginn, eins og um sexleytið. Öll börn kjósa að hafa grunn- efni máltíðarinnar aðskilin; kjöt og fiskmetið sér, kartöflur og pasta sér, sósurnar sér og grænmetið að- skilið fremur en saman í kássum, pottréttum og salati. Matars- mekkurinn og bragðlaukarnir eru í mikilli þróun og það ber að virða. Það virkar aldrei að pína börn til að borða allan mat en þau geta fengið sér æfingabita af því sem er í boði. Síðan geta þau einbeitt sér að því sem þeim líkar best. Heimilið barni að leifa af disk- inum en bjóðið þeim upp á valkosti og samninga ef þau hafa ekki borð- að nægilega. „Viltu fjóra eða tíu bita áður en þú ferð frá borðinu?“ Foreldrar þurfa mögulega að taka sér tak og neita barninu glað- lega um hressingu eftir matinn og ef það er gert af ákveðni 3-4 kvöld í röð mun barnið samþykkja regluna – sér í lagi ef foreldrar hafa almennt staðið við orð sín og ekki sýnt ítrekaða undanlátssemi á öðrum sviðum. Ef barnið er með í ráðum í mat- arstússinu öllu, mun áhugi á mál- tíðinni snaraukast. Gerð matseðils fyrir vikuna er bráðskemmtilegt fjölskylduverkefni þar sem börnin koma með sínar tillögur. Þátttaka barna í undirbúningi og frágangi máltíðar hefur jákvæð áhrif á matarmenninguna. Þau geta fljótt byrjað að skera græn- meti með matnum, leggja á borð eða raða ögn í uppþvottavélina. Ef þau vinna þessi verk með foreldri, skapast líka frábær samskiptatími og samvera. Sverrir Norland Þegar hún vaknaði um morguninn var hún ekki lengur stödd í svefn- herberginu sínu. Didda SteinbaðSStúlkan. Ófeigur Sigurðsson eftir fyrSta viðtalStímann hjá dr. Lombardini eða Langbárði – þeim er varð kunnur í sinni kreðsu eft- ir útgáfu á bæklingi árið 1975 um áhugasvið sitt: Um upptök fæð- unnar í smáþörmum & áhrif þess á drekasvæði heilans & geðheilbrigði almennt, og hlaut bágt fyrir, en til hans sótti hún vegna stigvaxandi masókískra tilhneiginga og óvæntra spasmahreyfinga sem enduðu alltaf með miklu sleni, og hún vildi rekja til húsasvepps í leiguhúsnæðinu við Il Duce breiðgötuna – þá leið Dóró- teu vel. Salka Guðmundsdóttir Okkar beStu tímar, okkar verstu tímar, þegar brotin hættu að raðast saman, þegar við vöknuðum á grúfu með klepra í munnvikunum, þegar við grétum yfir sjónvarpsfréttunum, þegar okkur var sama um allt nema saumspretturnar í veruleikanum, þegar við vorum Kristur á kross- inum, þegar við vorum Job í eyði- mörkinni, Robert Johnson á kross- götunum, þegar við breiddum úr okkur og biðum, biðum eftir dauða eða frelsun eða mávi með fimmtíu metra vænghaf og blóðugar klær. Þórunn Jarla Valdimarsdóttir nenni ekki að strandspóka mig und- ir blístri ítalskra dóna svo ég stein- ligg hér innan um sóðagraffíti og grjótbréf að njóta slakra sólásta á meðan húðfrumuherdeildir ljós-til- lífa kraftinn sem ég þarf til að halda áfram þeim dansi sem lífið er. Þórarinn Eldjárn Jónína á klöppinni hafði ævinlega reynt að ganga vel frá sandölunum sínum og svo var einnig nú, samt virtist ekki allt með felldu. Eiríkur Örn Ég var aldrei hrædd við að deyja og kippti mér ekki upp við neitt; ég var nýlögst á handklæðið og gladd- ist jafnvel að þessari viku væri þá loksins lokið, allt væri yfirstaðið, a.m.k. fyrir mína parta, og lái mér hver sem vill að trúa því sem fyrir manni var haft alla ævi. Steinunn Sigurðardóttir tara JOneS bar það ekki með sér að hún var veik fyrir aulabröndurum. Ólíkt upphaf Tása er fædd rétt fyrir aldamót og alin upp í glæsilegu einbýlis- húsi í Breiðholtinu. Eigendur hennar lýsa Tásu sem ákveðinni en ljúfri læðu, sem kippir sér ekki upp við mótlæti. Á upp- vaxtarárum var hún útiköttur og hafði allan Elliðaárdalinn til að veiða og kanna. Það gekk ýmis- legt á í ævintýralegu lífi Tásu í Hólahverfinu og varð Tása kett- lingafull eftir högna í hverfinu. Seinna hefur þó komið í ljós að högninn var líklega faðir hennar. Tása gaut þó tveimur heilbrigð- um kettlingum, tvíburunum Möllu og Valentínu. Malla lifir þó ein eftir í dag, en Valentína lenti ung í bílslysi. Áföllin hafa ekki verið langt undan í lífi Tásu, en á árunum eftir hrun flutti fjölskylda Tásu og Möllu í litla íbúð í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir útiköttinn Tásu sem nú varð inniköttur og hefur heilsu hennar hrakað eftir því. Fyrir hálfu ári varð hún í ofaná- lag flogaveik, en hefur tekist á við þann sjúkdóm af mikilli reisn. Tása þykir ólík öðrum köttum að því leyti að hún sleikir þá sem henni er vel við, eins og hundur, en þrátt fyrir að hafa ekki siglt lygnan sjó á 17 ára ævi kippir hún sér hvorki upp við stóráföll né tannburstun. -sgþ Líf mitt SEm kÖttur Ástir og örlög Tásu Þegar við byrjum á nýrri sögu skiptir upphafið sköpum um hvort hún veki athygli okkar eða ekki. Fréttatíminn bað nokkra rithöfunda um að skoða ljósmynd og skrifa upphaf að ímyndaðri skáld- sögu við hana. Niðurstaðan var átta upphöf að átta ólíkum metsölubókum. Hver veit nema konan í gyllta bikiníinu láti sjá sig í næsta jólabókaflóði? uppeldisáhöldin Magga Pála gefur foreldrum ráð um uppeldi stúlkna og drengja milli 0 og 10 ára. 36 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.