Fréttatíminn - 08.01.2016, Page 40
Í Brautarholti 4a er til húsa skóli
ólíkur mörgum öðrum, Dáleiðslu-
skóli Íslands. Þar fer fram kennsla
í meðferðardáleiðslu. ingibergur
Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðslu-
skólans, segir þá dáleiðslumeð-
ferð sem kennd sé þar alls ólíka
hinni svokölluðu sviðsdáleiðslu.
Segir hann dáleiðslumeðferð hafa
slæmt orð á sér vegna hennar og
ýmissa bíómynda sem komi inn
ranghugmyndum. „Mér finnst að
meðferðardáleiðsla ætti að heita
eitthvað annað, eins og t.d. huglæg
endurforritun. Það myndi ekki vekja
upp þessi hörðu viðbrögð og er rétt
lýsing á nýjustu og öflugustu aðferð-
unum,“ segir ingibergur.
Undirvitundin veit hver orsökin er
„Maðurinn er öðruvísi en flest
önnur dýr að því leyti að þau
fæðast nokkurn veginn full forrituð.
Þannig stendur folald fljótlega á
fætur og er farið að hlaupa stuttu
síðar. Börn fæðast í raun óforrituð
að mestu leyti sem þýðir að þau
geti lært hvað sem er og aðlagast
kringumstæðum þar sem þau koma
í heiminn. Vísindamaðurinn David
Eagleman hefur skrifað fróðlegar
bækur um heilann og hugann, nú
síðast „Brain“.
heilinn er þannig að börn fæðast
með tvöfalt fleiri tengingar á milli
heilafrumna en fullorðnir hafa. Ef
valið er að nota tengingarnar þá er
verið að virkja þær, annars fölna
þær og deyja. Svipað og með stíginn
í skóginum sem hverfur og vex yfir
ef enginn notar hann,“ segir ingi-
bergur.
Segir hann forritunina fara þann-
ig fram að þegar maðurinn lærir
eitthvað þá verður til eitthvað nýtt
í huganum, nýr þáttur. „Þegar þú
lærir að binda skóreimar, þá ertu
búinn að búa til þátt í huganum
sem verður þar og þú þarft ekki
að hugsa um hvernig eigi að binda
skóreimar framar. Þetta er svo sjálf-
virk athöfn að erfitt getur verið
að útskýra fyrir öðrum hvernig þú
reimar. Svona erum við samansafn
af fjölmörgum þáttum – þúsundum
þátta – sem allir sjá um eitthvað
ákveðið.“
ingibergur segir þetta vera
ágætis kerfi en það geta komið upp
vandamál. „Þegar við þroskumst
og breytumst hentar ekki lengur
hvernig sumir þættir eru forritaðir.
Þá kemur dáleiðslumeðferð til skjal-
anna og hún getur leyst þessi vanda-
mál. Það er, undirvitundin getur
leyst vandamálið með því að finna
og leysa orsökina.“ Í námskeiðinu
sem Dáleiðsluskólinn býður upp á
er farið í þróaðar aðferðir sem ingi-
bergur segir að séu að sumu leyti
nýlegar og ofboðslega kröftugar. Þar
er unnið með innri vitund, en Dr.
Edwin Yager hefur þróað þá með-
ferð hana í um 30 ár. „hún byggir á
því að endurforrita þætti hugans,“
segir ingibergur.
hann segir að hægt sé að ímynda
sér að heilinn sé tölva og hugurinn
sé forritin sem vinna á tölvunni.
Þetta sé þó einföldun vegna þess
að auðvitað starfi heilinn með alls
kyns boðefnum og tengingum í allar
Hafnarfjörður
Sjúkraþjálfarinn | Strandgötu 75
Sími 693 9770 | afgreidsla@sjukrathjalfarinn.is
Reykjavík
Sjúkraþjálfun Reykjavíkur | Seljavegi 2
Sími 898 9638 | thorgeir@srg.is
Akureyri
Efling sjúkraþjálfun | Hafnarstræti 97
Sími 861 3252 | efling@eflingehf.is
Öflug námskeið með áherslu á fræðslu og sértækar æfingar,
haldið af reyndum sjúkraþjálfurum á þremur stöðum á landinu.
Námskeiðin hafa fengið frábærar viðtökur og hefjast
næstu námskeið 25./26. janúar.
Hámark 12 í hverjum hópi. Kennt er tvisvar sinnum í viku.
Tveggja vikna námskeið :
Fræðsla og kennsla æfinga
kr. 20.000
Átta vikna námskeið:
Að auki; mælingar, sex vikna
sértæk þjálfun og eftirfylgni
kr. 45.000
www.slitgigt.is Slitgigtarskólinn
Huglæg endurforritun
Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðslu-
skóla Íslands, býður upp á námskeið í með-
ferðardáleiðslu þar sem einn kennara verður
Roy Hunter, höfundur bókarinnar Listin að
dáleiða.
Unnið í samstarfi við
Dáleiðsluskóla Íslands
Ingibergur Þorkelsson, skólastjóri Dáleiðsluskóla
Íslands, verður með námskeið í meðferðardá-
leiðslu sem byrjar í febrúar. Ljósmynd/Hari
áttir en að þetta sé þægileg nálgun
til að gera sér grein fyrir hvað verið
er að gera. hann segir frá hvernig
dáleiðandinn vinnur með skjólstæð-
inginn. „Dáleiðandinn sest þá niður
með skjólstæðingi og ræðir vanda-
málið. oftast er þetta eitthvað sem
skjólstæðinginn langar að gera,
t.d. að tala opinberlega, en getur
ekki, hann finnur fyrir fyrirstöðu.
Dáleiðarinn getur náð sambandi við
undirvitundina og fengið hana til að
breyta því sem er að trufla einstak-
linginn.“
hann segir því meðferðardáleiðslu
geta unnið bug á ýmsum meinum
sem trufla okkur í daglegu lífi, eytt
vanda og aukið hæfileika í íþróttum
og á ýmsum sviðum.
Námskeið í meðferðardáleiðslu
Þann 5. febrúar byrjar 22 daga nám-
skeið í meðferðardáleiðslu. Það er
í 2 hlutum, fyrst er það grunnnám-
skeið í 10 daga og síðan framhalds-
námskeið í 12 daga í apríl og maí.
Strax á fyrsta degi skiptast nem-
endur á að hlusta á kynningar og
fyrirlestra svo og að gera æfingar.
„Nemendur byrja strax á að æfa
sig að dáleiða hvert annað og gera
það oft á dag út námskeiðið,“ segir
ingibergur. Níu kennarar skipta
námskeiðinu á milli sín, þar á meðal
er hjúkrunarfræðingur og læknir,
svo og roy hunter sem er höfundur
bókarinnar listin að dáleiða.
Enn er opið fyrir skráningar og fara
þær fram á www.daleidsla.is
40 | fréttatíminn | hElgiN 8. jaNúar-10. jaNúar 2016
auglýsingardeild fréttatímans
S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Námskeið