Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 08.01.2016, Blaðsíða 43
Hildur Elín Vignir, fram- kvæmdastjóri IÐUNNAR, segir fræðslusetrið bjóða upp á 300 - 350 námskeið á ári. Á síðasta starfsári nýttu um 3.300 manns sér þjónustuna. Ljósmynd/Rut „Var mjög ánægð með námskeiðið í heild sinni. Góðir fyrirlestrar og umræður voru um fjármál og það sem helst breytist við starfslok og taka lífeyris hefst. Fjármálin voru skoðuð vel og þar kom ýmis- legt á óvart sem ég vissi ekki áður, t.d. hvað tekjur minnka mikið við töku lífeyris og hvaða tekjur hafa áhrif á greiðslur lífeyris frá Tryggingastofnun. Einn- ig voru á námskeiðinu góðir fyrirlestrar og umræð- ur um heilsu, mataræði og hreyfingu. Mæli hiklaust með þessu námskeiði og ættu sem flestir að sækja það og helst strax um sextugs aldurinn.“ Anna Helgadóttir „Mér fannst þetta námskeið mjög gagnlegt og fræð- andi. Vel upp sett og skipulagt . Það er mjög gott að fá svona fræðslu og upplýsing- ar um það hvernig maður á að fara að og hvert á að leita þegar að því kemur að fá greiddan út lífeyrinn og séreignasparnaðinn. Ég mæli eindregið með því að fara á svona nám- skeið fyrir alla sem eru komnir á eftirlaunaaldurinn. Það er gott að kynna sér þetta vel og tímanlega. Það er svo margt sem þarf að athuga.“ Ari Jónsson Umsagnir um námskeiðið Nýtt líf eftir starfslok símenntun á mjög breiðu sviði, hefur umsjón með raunfærnimati í ýmsum löggiltum iðngreinum, umsjón með sveinsprófum og nemaleyfum og býður upp á náms- og starfsráðgjöf. IÐAN sinnir einn- ig námssamningum og ýmislegri verkefnavinnu á innlendum sem og erlendum vettvangi. Fyrir stuttu hlaut IÐAN fræðslusetur gæða- viðurkenningu menntaáætlunar Evrópusambandsins fyrir verkefnið Íslenskir iðnnemar í vinnustaðanámi í Evrópu. 10 ára afmæli IÐUNNAR IÐAN heldur upp á 10 ára starfsaf- mæli í ár og verður tímamótanna minnst með margvíslegum hætti. Boðið verður upp á spennandi námskeið fyrir almenning þar sem sérþekking kennara IÐUNNAR kemur að góðum notum. Nám- skeiðin verða haldin mánaðarlega og fer það fyrsta af stað í febrúar undir yfirskriftinni Hvað er Twitter og Snapchat. Af öðrum nám- skeiðum má nefna: Hvernig nýta á Ipad, Gotterí í garðinum sem er í umsjá Guðríðar Helgadóttur, Léttar reiðhjólaviðgerðir og Ert þú að huga að fasteignakaupum. Ljóst er að af mörgu er að taka og spennandi tímar fram undan. Hildur Elín Vignir, framkvæmda- stjóri IÐUNNAR, segir fræðslu- setrið bjóða upp á 300 - 350 nám- skeið á ári. Á síðasta starfsári nýttu um 3300 manns sér þjónustuna. „Aldrei hefur verið meira framboð af námskeiðum en á vorönn 2016 sem nú er að hefjast. Lögð hefur verið sérstök áhersla á að ná til sem flestra um land allt, m.a. með því að efla fjarnám. Einnig er nú í fyrsta skipti boðið upp á örnám- skeið í upplýsingatækni sem verða í formi stuttra, hnitmiðaðra kennslu- myndskeiða.“ IÐAN fræðslusetur mun standa fyrir sérstakri fræðsluviku í iðnaði á Akureyri 22.-26. febrúar næst- komandi. Þar verður í boði fjöl- breytt úrval af námskeiðum auk þess sem fyrirtæki á svæðinu verða sótt heim. Mikið er um að vera hjá IÐUNNI þessa dagana að sögn Hildar og í nógu að snúast. „Við munum halda upp á Dag íslensks prent- iðnaðar þann 5. febrúar og bjóða upp á fjölda fyrirlestra og hin ýmsu örnámskeið. Er það í annað skiptið sem við stöndum fyrir þeim við- burði. Þann 4. maí munum við svo halda veglega afmælisráðstefnu, þar sem það er hinn eiginlega afmælis- dagur IÐUNNAR,“ segir Hildur. Námskeiðið Nýtt líf eftir starfslok í umsjón Sigþrúðar Guðmunds- dóttur, markþjálfa og ráðgjafa, er ágætt dæmi um þann fjölbreytileika sem einkennir námskeiðsframboð IÐUNNAR. Námskeiðið hefur verið vel sótt og mun IÐAN því endur- taka leikinn í vor. Á námskeiðinu er fjallað um helstu breytingar sem fólk þarf að búa sig undir til að njóta tímabilsins eftir að það lýkur störfum. Fjallað verður um lífeyris- mál, réttindi hjá TR, eignastýringu og sparnað, endurskipulagningu fjármála, áhrif hreyfingar og nær- ingar á heilsufar, tómstundir áhuga- mál og félagslíf. Skráningar á námskeið fara fram á vef IÐUNNAR www.idan.is | 43fréttatíminn | HELGIN 8. JANúAR-10. JANúAR 2016 Fræðsla og þjónusta fyrir námsmenn Það þarf ekkert að sannfæra námsmenn um mikilvægi þekkingar. Kíktu á vefinn okkar og búðu þig undir spennandi framtíð. arionbanki.is/namsmenn H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -2 3 5 0 Vertu skre fi á undan auglýsingardeild fréttatímans S. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Námskeið ára ára ára á a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.