Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 08.01.2016, Qupperneq 46
NTV í samstarf við leiðandi tæknifyrirtæki Mikil og vaxandi tækifæri tengd tæknináminu hjá NTV og skólinn kominn í samstarf við CCP. NTV skóliNN (Nýi tölvu- og við- skiptaskólinn) hóf starfsemi sína í október 1996 og er því að hefja sitt 20. starfsár. skólinn stendur nú á ákveðnum tímamótum þar sem stofnendur hafa falið sér yngri stjórnendum að leiða áframhaldandi uppbyggingu hans og bjóða upp á metnaðarfullt og starfsmiðað nám. stefna hans er að vera í takt við tæknilegar nýjungar og gang mála í atvinnulífinu hverju sinni, með stöð- ugri þróun námsframboðs, kennslu- efnis, kennslutilhögunar og nýjunga. Í samstarfi við CCP Nýir eigendur leggja ríka áherslu á beint samstarf við leiðandi fyrirtæki á markaðnum og sem dæmi um það hefur skólinn nú gert samstarfs- samning við CCP. skólinn er í örum vexti og á síðasta ári fóru á sjötta hundrað nemendur í gegnum skól- ann. Fjölmennustu námsbrautirnar, utan tækninámsins, eru bókara- og skrifstofubrautirnar, grafík og margmiðlun og almenn tölvufærni. Tækninámið er þó það nám sem vaxið hefur hvað mest. Finnbjörn Þorvaldsson, brautar- stjóri tæknibrauta NTV, segir mikil og vaxandi tækifæri tengd tækni- náminu þar sem vöntun á starfsfólki sé mikil. segir hann námið hagnýtt og með samstarfsaðilum sé unnið að því að laga námið að þörfum atvinnulífsins. „Tækninámið skiptist í forritunar- nám og kerfisstjórnunarnám og hafa þessar tvær brautir skilað hvað flest- um nemendum starfstækifærum eftir 1-2 anna nám,“ segir hann. Finnbjörn segir fólk á öllum aldri stunda nám við skólann, sumir séu að hefja sinn starfsferil meðan aðrir sækist eftir nýjum tækifærum og jafnvel að skipta algjörlega um starfsvettvang. Mikið hefur verið rætt um nauðsyn þess að efla og auka stöðu kvenna innan tækni- geirans og skólinn er stoltur af því að á haustönn voru í fyrsta skipti í sögu hans voru fleiri konur en karlar skráðar á byrjunarnámskeið í kerfis- stjóranámi. „Þetta er vonandi vísir að því að kynjahlutföll í tæknigeir- anum séu að jafnast betur út.“ Sérstaða NTV n Verkefnamiðað nám n litlir námshópar n Nemendur vinna náið með kenn- urum n Raunhæf verkefni n Einstaklingsmiðuð þjónusta Náms- og starfsráðgjafi starfar við skólann sem býður nemendum aðstoð í námi og við námsval. Til að auka líkur hjá þeim nemendum sem leita eftir nýju starfi að námi loknu fá nemendur einnig ráðgjöf varðandi umsóknarferli, ferilskrá og ráðningarviðtöl. skólinn er einnig viðurkenndur fræðsluaðili af mennta– og menn- ingarmálaráðuneytinu og er alþjóð- leg prófamiðstöð. Opið er fyrir skráningar í nám á heimasíðu skólans www.ntv.is Unnið í samstarfi við NTV Finnbjörn Þorvaldsson, brautarstjóri tæknibrauta NTV, segir mikil og vax- andi tækifæri tengd tæknináminu sem skólinn býður upp á. Ljósmynd/Hari Ummæli nemanda: Aðalheiður Ísold Hoffmann Nýráðin hjá CCP lauk kerfisstjórnunarnámi haust 2015 „Ég valdi NTV eftir að hafa kynnt mér aðra valkosti og skólinn hafði gott orðspor. Var virkilega ánægð með námið, kennararnir hvetjandi og frá- bærir og alltaf gaman að koma í skólann. Ég fékk einnig hvatn- ingu frá kennurum til að sækja um starfið og sé ekki eftir því.“ Of gaman til að fara í frímínútur Nám við Hússtjórnarskólann í Reykjavík að hefjast og enn eru nokkur laus pláss á þessari önn. VoRöNN HússTjóRNaRskólaNs í Reykjavík hefst í þessari viku og Margrét Dórothea sigfúsdóttir skólastýra er full tilhlökkunar. Nem- endur skólans munu á einni önn læra að elda, prjóna, sauma, þrífa og allt milli himins og jarðar. stærstur hluti nemenda er ungar konur en einstaka karlmaður slæðist þangað inn. „Nemendurnir eru fólk sem langar að læra að elda, prjóna, geta saumað á sig flíkur og geta rekið heimili,“ segir Margrét sem hefur stýrt skól- anum í 18 ár. Flestir nemendur koma beint eftir stúdentspróf og eru á aldrinum 18 til 26 ára. aðspurð segir hún að ungt fólk í dag virðist kunna minna til verka inn á heimilinu en áður og því sé full þörf á því námi sem skólinn bíður upp á. „sumir hafa varla séð straujárn,“ segir hún kímin á svip. Hvernig á að strauja og hugsa um föt er eitt af því sem kennt er við skólann, en námið er fjölbreytt og skemmtilegt. „Mér finnst skemmtilegast að kom- ast í eldhúsið að kenna og miðla. Það er líka svo gaman að vera með þessu unga fólki,“ segir Margrét. Hún kennir hvernig á að elda frá grunni og hvernig á að útbúa hefðbundinn íslenskan heimilismat, til dæmis hvernig á að steikja fisk, búa til fiski- bollur, steikja hrygg og annað í þeim dúr. auk þess sem ráðist er í slátur- gerð og sultugerð. Nemendahópnum er skipt í tvo Unnið í samstarfi við Hússtjórnarskólann í Reykjavík hluta og annar hópurinn er í eld- húsinu en hinn fer í handavinnu og er þar í útsaumi, fatasaumi og ræstingu. „Við kennum í einni lotu á daginn og oftast finnst öllum svo gaman að vinna að frímínútum er gjarnan sleppt.“ Á miðri önn skipta hóparnir aftur. Prjón og útsaumur er á dagskrá alla önnina fyrir báða hópana auk þess sem ýmislegt annað er kennt, til dæmis næringarfræði og vörufræði. „Við kennum ýmislegt smálegt sem auðveldar manni lífið, til dæmis hvernig hægt er að láta flíkur og húsgögn endast með réttri umhirðu, hvernig á að ná fitublettum úr fötum, hvernig á að umgangast þvottavélarnar svo það komi ekki fýla af fötunum og hvernig á að nota þurrkara svo dæmi séu nefnd. Þrif eru eitt af því sem við kennum mjög vel og það kemur mörgum til dæmis á óvart að gömlu vaskarnir í skólanum líta allir út eins og þeir séu nýir,“ segir Margrét. Hússtjórnarskólinn í Reykjavík tekur inn 24 nemendur á hverri önn, en í fyrra varð undantekning á þegar nemendurnir voru 26. „aðsóknin var svo mikil.“ Tæknilegir örðugleikar urðu hinsvegar til þess að aðeins 18 nemendur eru skráðir á þessa önn. „Mér barst ekki allur tölvupósturinn því einhverra hluta vegna varð hus- stjornarskolinn@husstjornarskolinn. is óvirkur og fjölmargar fyrirspurnir týndust. Ég vil því endilega hvetja þá sem hafa áhuga að hafa samband því enn eru laus nokkur pláss á þess- ari önn,“ segir Margrét. stór hluti nemenda kýs að dvelja á heimavist skólans á meðan önnin stendur yfir, en oftast eru það nemendur sem búa utan höfuð- borgarsvæðisins. „krakkar sem búa í úthverfunum velja líka að vera á heimavistinni, enda er það svo gaman. Þar myndast mikil vinátta og allir sitja saman í klessu á kvöldin og prjóna saman yfir sjónvarpinu. Þetta eru fullorðnar stelpur og aldrei neitt vesen á þeim. Þegar önninni lýkur þá eru oftast felld tár, faðmast og teknar myndir til að minnast góðra stunda.“ Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir, skólastýra Hússtjórnarskólans í Reykjavík, segir námið í skólanum fjölbreytt og skemmtilegt og mikil vinátta myndist meðal nemenda. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir 46 | fréttatíminn | HElgiN 8. jaNúaR-10. jaNúaR 2016 auglýsingardeild fréttatímans s. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.isKynningar | Námskeið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.