Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.01.2016, Page 60

Fréttatíminn - 08.01.2016, Page 60
HELGARBLAÐ Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið ... ...fær græna tunnan. Reykja- víkurborg býður nú borgarbúum upp á græna tunnu undir plast heimilsins. Heyrst hefur að fólk sofi betur eftir að hafa hjólað í vinnuna og flokkað í tunnuna. Kíktu þá á www.verdmat.is Ert þú í söluhug- leiðingum? Viltu fá frítt verðmat frá Löggiltum fasteignasala? Fólk í kvikmyndabransanum hér á landi býr sig nú undir annasamt ár og tíðar komur erlendra koll- ega. Hvíslað er innan bransans að minnst ein stórmynd verði tekin hér á landi í sumar. Þannig munu forsvarsmenn True North nú vera að leita að skrifstofuhúsnæði fyrir aðstandendur einnar stórmyndar en það hefur ekki gerst síðan þrjár stórmyndir voru teknar hér sumarið 2012. Ekkert hefur lekið út um hvaða stór- mynd kunni vera að ræða en einhverjir hafa þó giskað á að þetta sé önn- ur myndin í nýjum Star Wars-þrí- leik... Þá er stefnt að því að áttunda myndin í Fast and the Furious flokknum verði að hluta til tekin hér öðru hvoru megin við páska. Myndin kall- ast Fast 8 og verður frumsýnd á næsta ári. Landsmenn mega því eiga von á því að Vin Diesel, Michelle Ro- driguez og fleiri verði hér á vappi á næstunni... Tilkynnt var um úthlutun lista- mannalauna á fimmtudag. Rithöf- undar af yngri kynslóðinni telja sig hlunnfarna í ár og spyrja sig hvernig þeir eigi að taka næsta skref á sínum ferli ef þeir komast ekki að. Meðal þeirra sem ungu höfunda sem ekkert fengu eru Dagur Hjartarson, Björk Þor- grímsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir... Íslenska flugrekstrarfélagið Air Atlanta mun hafa lagt þungarokk- shljómsveitinni Iron Maiden til tvær þotur fyrir tilvonandi tón- leikaferðalag sveitarinnar um heiminn. Vélarnar voru sendar til Dubai í yfirhalningu og málun en þær verða vitaskuld skreyttar að hætti sveitarinnar. Söngvarinn Bruce Dickinson er sem kunn- ugt er flugmaður en ekki er vitað hvort íslenskir flugmenn verði honum til aðstoðar á ferðalaginu...

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.