Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.01.2016, Síða 72

Fréttatíminn - 08.01.2016, Síða 72
12 | fréttatíminn | Helgin 8. janúar-10. janúar 2016 „Ég er bara hress, ég var uppi í Kringlu áðan,“ segir hin níræða anna Stígsdóttir. anna vann við skrifstofustörf fyrr á árum. „Ég fer tvo daga í viku á Múlabæ, á þriðjudögum og fimmtudögum. Þar spilum við til dæmis og förum í stólaleikfimi. Þá erum við bara að gera æfingar, eins og gert er með okkur gamla fólkið. Það eru voða góðar stelpur sem eru með okkur. Það koma oft til okkar skemmti- kraftar eftir hádegið. Mér finnst ofsalega gott að koma í Múlabæ. Ég er búin að fara svo lengi – í ellefu ár – að ég tími ekki að hætta því. Ég gæti ekki hugsað mér það.“ Ertu mikið á ferðinni? „já, ég geng alltaf. Ég fer alltaf út. ef það er hált þá set ég á mig brodda. Ég hef alltaf hreyft mig mikið, ég verð að gera það. Kannski er það ofvirkni. Það var nú bara sagt þegar ég var lítil að ég væri óþekk, þá þekktist ekki þetta orð.“ anna kveðst lesa mikið. „Ég les blöðin, ég les heilmikið. nú er ég að lesa hann Árna bergmann og finnst hann stórskemmtilegur. Þetta er yndisleg bók sem mér finnst að allir ættu að lesa.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Ég geri það ekki. Ég kann ekki að slaka á. en ég ligg stundum og les.“ Borðarðu hvað sem er eða hugs- arðu um það sem þú lætur ofan í þig? „Ég borða bara hvað sem er. Við fáum mat uppi á Múló. Það er ekki alltaf gott en við látum okkur hafa það. Það er allt í lagi. en ég drekk aldrei kaffi. Ég hef aldrei kunnað það.“ Hvað með áfengi og tóbak? „Ég reykti þegar ég var ung, eins og allir. Það eru nú orðin 24 eða 25 ár síðan ég drap í. Um leið og ég gerði það þoldi ég ekki aðra sem reyktu. Hvað áfengið varðar þá skálar maður kannski í sérríi við og við en ég hef aldrei getað drukkið bjór.“ Hvernig er hefðbundinn morgun- matur hjá þér? „Ég fæ mér stundum jógúrt og svo fæ mér alltaf hafragaraut hjá stelp- unum. Mér finnst hann svo góður.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Ég les bækur. Svo er ég með blöðin. Ég er nú ekki mikill sjón- varpsglápari. Ég horfi alltaf á fréttir en annað þarf að vera eitthvað alveg sérstakt.“ Hefurðu sett þér einhver markmið varðandi heilsuna á nýju ári? „nei, ég þarf ekki að gera það. Ég verð bara eins og ég hef alltaf verið. Ég vona bara að ég geti haldið áfram að hreyfa mig.“ Heilsa Hef aldrei kunnað að drekka kaffi Heilsuvenjur Önnu Stígsdóttur - 90 ára ára 90 Anna Stígsdóttir segist alltaf hafa hreyft sig mikið, hún verði að gera það. Það sé kannski ofvirkni, en þegar hún var lítil hafi bara verið sagt að hún væri óþekk. Ljós- Mynd/Rut Sigurðardóttir Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hrökk- brauðið á Íslandi. Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍRINN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Enginn viðbættur sykur, ekkert ger.VILTU HRÖKKVA Í GÍ INN? Þeir sem hugsa um hollustuna velja BURGER hrökkbrauð. Í því er enginn viðbættur sykur og ekkert ger. Það er líka einstaklega bragðgott! Það er engin tilviljun að BURGER er vinsælasta hökkbrauðið á Íslandi. HUGSAÐU UM HOLLUSTUNA! Frettatiminn 2x20.indd 1 6.1.2016 15:49:11 Daði Jónsson læknir hefur hafið störf með aðstöðu hjá Atlas endur­ hæfingu í ÍSÍ húsinu við hliðina á Laugardalshöllinni, Engjavegi 6. Daði er sérfræðingur í endurhæfinga­ lækningum og vinnur mikið með íþróttafólk. Tímapantanir í síma 552 6600 og afgredsla@atlasendurhaefing.is

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.