Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 15.01.2016, Síða 38

Fréttatíminn - 15.01.2016, Síða 38
Gísli Gíslason, lögfræðingur og rafbílainnflytjandi, er staddur í lyftunni hans Spessa ljósmyndara í gömlu Kassagerðinni á Laugarnesi. Á ferðalaginu upp fjórar hæðir hússins segir Gísli frá sínum 100 kílómetra hæðum og gjaldþrota lægðum í lífinu. „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá var tíminn sem mér leið hvað verst í lífinu þegar ég var útskurðaður gjaldþrota árið 2002. Það voru áætlaðir háir skattar á mig sem mér tókst ekki að leiðrétta fyrr en seinna. Það var erfitt á meðan á því stóð en eftir á að hyggja lærði ég mikið af því og þetta var alls ekki svo slæmt, enda fékk ég búið mitt fljótlega aftur,“ segir Gísli og lýsir í kjölfarið sínum hæstu hæðum. „Ég er búinn að vera með sömu konunni í 35 ár og við eigum saman fimm börn, það er minn stöðugi hápunktur. Annað sem stendur upp úr er þegar ég fékk miða út í geiminn frá Richard Bran- son. Ég er númer 258 í röðinni að fara upp í geim með Virgin Galactic. Ég vonast til þess að komast að seinnipartinn á næsta ári. Við ferðumst 100 kíló- metra á 70 sekúndum upp í þyngdarleysi og fáum að sjá jörðina að ofan. Það verður bókstaflega minn hápunktur.“ | sgk w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 „ Í fyrstu er um hreinræktaða barna bók að ræða, þar sem Auður blandar saman eigin minningum og þeirri æsku sem Halldór lýsti sjálfur í verkum sínum ... bókin [er] ekki bara inngangur að bók- menntasögu landsins, heldur einnig að sögu 20. aldar, og geri aðrar barnabækur betur.“ V a l u r G u n n a r s s o n / D V Frá gjaldþroti til tunglsins Gísli í geimgallanum sínum Lyftan #2 Spessi Það mátti lesa af forsíðum allra dagblaða í okkar heimshluta hverslags fyrirbrigði David Bowie var. Hann var ekki aðeins poppstjarna heldur poppguð. Og áhrif hans voru ekki aðeins bundin við tónlist heldur hafði hann áhrif á aðrar listir og á hugmyndir okkar um einstak- linginn í samfélaginu. Bowie reyndi á mörk í list sinni og pers- ónulegu lífi og víkkaði út ramm- ana fyrir okkur hin. Þegar hann dó lögðu öll stórblöð í okkar heimshluta góðan part af for- síðu sinni undir virðingavott við þennan meistara og áhrifavald — öll nema Fréttablaðið. Stærri en flest 38 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.