Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 15.01.2016, Page 56

Fréttatíminn - 15.01.2016, Page 56
Ég þarf ekki að eiga hús til að líða vel Hrútur Teitsson er einn fjölmagra fullorðinna sem enn búa í foreldrahúsum Með hækkandi leiguverði og minnkandi framboði á húsnæði sem hentar ungu fólki í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi enn í foreldrahúsum. Ísland er þar ekki undanskilið. Eru þetta ósjálf- stæðir eilífðarunglingar eða er þetta bara það sem koma skal ef leigumarkaðurinn breytist ekki? Hrútur Teitsson er 26 ára gamall og býr með föður sínum, Teiti, og konu hans, Rattana, í Garði á Suðurnesjum. Hann leigði áður sjálfur á Egilsstöðum en ákvað að flytja í foreldrahús á meðan hann klárar stúdentspróf í Keili á Ásbrú. „Ég var að spá í að flytja upp á Keili og sótti um stúdentaíbúð þar en svo heyrði pabbi bara í mér og krafðist þess eiginlega að ég byggi frekar hjá sér.“ Hrútur segir enga togstreitu milli feðganna í sambúðinni, en segir mikinn mun á því að búa í foreldra- húsum sem barn og nú. „Núna upp- lifi ég pabba frekar sem fullorðinn einstakling sem ég bý með. Við erum reyndar ósammála um flest sem viðkemur lífsgildum og pólitík, en sem sambýlingar reynist okkur auðvelt að búa í sátt og samlyndi.” Aðspurður hvort honum finnist pressa á sér að eignast húsnæði segir hann svo ekki vera. „Mér hef- ur aldrei fundist mikilvægt að eiga mitt eigið heimili. Ég þarf ekki að eiga hús sjálfur til að líða vel, það er bara gott að hafa stað að gista á. Fyrir mér er heimili fyrst og fremst bara náttstaður.“ | sgþ SAMSUNG WF70 7 KG. 1400 SN. KR. 79.900,- SAMSUNG WW80 8 KG. 1400 SN. KR. 99.900,- SAMSUNG WF80 8 KG. 1400 SN. KR. 89.900,- TM TM TM SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900lágmúla 8 · SÍmi 530 2800 · ormsson.is FYRIR HEIMILIN Í LANDINUVið seljum eingöngu með kolala usum móto r með 10 ára ábyrgð ecobubble þvottavélar HVaÐ ER ECO BUBBlE? leysir upp þvottaduft undir þrýstingi og myndar kvoðu, svo duftið leysist upp á um það bil 15 mín, í stað 30-40 ella. Myndir | Rut Sigurðardóttir 56 | fréttatíminn | Helgin 15. janúar–17. janúar 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.