Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.01.2016, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 13 eftir FSH. Af þeim 11 sjúklingum á norðursvæði sem höfðu frá- bendingu fyrir segaleysandi meðferð höfðu þrír haft einkenni í of langan tíma, þrír höfðu nýlega (<1 viku) gengið í gegnum skurð- aðgerð, þrír höfðu fyrri sögu um heilablóðfall, einn talinn vera með illkynja sjúkdóm í lungum og aukna blæðingarhættu tengda því og að lokum var einn sjúklingur talinn of gamall fyrir með- ferð (áttræður). Engin frábending fannst í sjúkraskrá hjá einum sjúklingi sem ekki fékk segaleysandi meðferð. Enginn sjúklingur á suðursvæði fékk segaleysandi meðferð. Heildarflutningstíminn frá FSH að Hjartagátt Landspítala á Hringbraut fyrir sjúklinga greinda með STEMI í héraði var skemmstur á Reykjanesi, eða að miðgildi ein klukkustund og 39 mínútur, en lengstur á Vestfjörðum og Austurlandi, um og yfir fjórar klukkustundir. Á norðursvæði var heildarflutningstíminn að miðgildi þrjár klukkustundir og 13 mínútur en á suðursvæði var hann að miðgildi ein klukkustund og 44 mínútur (mynd 4). Fjörutíu sjúklingar (95%) frá suðursvæði og 9 frá norðursvæði gengust undir bráða kransæðaþræðingu. Víkkun á kransæð tókst í 43 tilfella, þar af 9 innan 120 mínútna (sjá töflu III). Í tveimur tilfellum tókst ekki að víkka kransæð, í tveimur var um útbreiddan sjúkdóm að ræða og ekki þótti fýsilegt að framkvæma víkkun og í tveimur tilfellum dó sjúklingur á þræðingarborðinu áður en hægt var að víkka kransæðina. Að jafnaði liðu 42 mínútur (dreifing: 15- 119 mínútur) frá komu sjúklings á Hringbraut þar til belgur var víkkaður. Nítján sjúklingar voru fyrst fluttir í Fossvog, í öllum tilfellum nema einu utan opnunartíma þræðingarstofu á Hringbraut. Þeir gengust undir bráða kransæðaþræðingu að miðgildi 44 mínútum (dreifing: 10-104 mínútur) síðar og tafðist víkkun kransæðar að miðgildi um 25 mínútur borið saman við sjúklinga sem voru fluttir beint á Hringbraut. Að minnsta kosti fjórir sjúklingar til viðbótar hefðu náð í hjartaþræðingu innan 120 mínútna ef þeir hefðu verið fluttir beint á Hringbraut. R A N N S Ó K N Mynd 2. Hvað sýndi hjartalínurit sem var tekið í héraði? Tafla II. Lyfjameðferð við STEMI eftir landshlutum. Fjöldi einstaklinga (%). Lyf Heild Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar Acetýlsalicýlsýra 85 (98,8) 14 (100) 7 (100) 2 (100) 6 (100) 23 (100) 10 (100) 20 (95,2) 3 (100) Klópídógrel 47 (54,7) 6 (42,9) 4 (57,1) 2 (100) 5 (83,3) 18 (78,3) 7 (70) 2 (9,5) 3 (100) Enoxaparín 42 (48,8) 1 (7,1) 5 (71,4) 2 (100) 5 (83,3) 14 (60,9) 9 (90) 4 (19) 2 (66,6) Heparín 10 (11,6) 0 (0) 1 (14,3) 0 (0) 1 (16,7) 7 (30,4) 0 (0) 0 (0) 1 (33,3) Segaleysandi 32 (37,2) 0 (0) 0 (0) 2 (100) 4 (66,7) 14 (60,9) 9 (90) 0 (0) 3 (100) Beta-hemlar 22 (25,6) 1 (7,1) 1 (14,3) 1 (50) 1 (16,7) 10 (43,3) 4 (40) 3 (14,3) 1 (33,3) Súrefni 56 (65,1) 8 (57,1) 2 (28,6) 1 (50) 3 (50) 19 (82,6) 7 (70) 14 (66,7) 2 (66,6) Morfín 62 (72,1) 6 (42,9) 5 (71,4) 1 (50) 4 (66,7) 17 (73,9) 8 (80) 19 (90,5) 2 (66,6) Nitróglycerín 55 (64) 9 (64,3) 3 (42,9) 1 (50) 3 (50) 12 (52,2) 7 (70) 17 (81) 3 (100) Mynd 3. Marktækur munur var á meðferð með enoxaparín/heparín og klópídógrels milli landsvæða (p<0,001). Mynd 4. Kassaritið sýnir dreifingu heildarflutningstíma (FSH að Landspítala Hring- braut) frá mismunandi landshlutum. Efri mörk kassans tákna efri fjórðungamörk en neðri mörk kassans tákna neðri fjórðungamörk og lárétta línan inni í kössunum táknar miðgildi. Skeggin afmarka gildi sem teljast ekki útlagar (outliers) og deplarnir tákna útlaga en stjörnurnar tákna mikla útlaga (extreme outliers).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.