Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.01.2016, Qupperneq 13

Læknablaðið - 01.01.2016, Qupperneq 13
LÆKNAblaðið 2016/102 13 eftir FSH. Af þeim 11 sjúklingum á norðursvæði sem höfðu frá- bendingu fyrir segaleysandi meðferð höfðu þrír haft einkenni í of langan tíma, þrír höfðu nýlega (<1 viku) gengið í gegnum skurð- aðgerð, þrír höfðu fyrri sögu um heilablóðfall, einn talinn vera með illkynja sjúkdóm í lungum og aukna blæðingarhættu tengda því og að lokum var einn sjúklingur talinn of gamall fyrir með- ferð (áttræður). Engin frábending fannst í sjúkraskrá hjá einum sjúklingi sem ekki fékk segaleysandi meðferð. Enginn sjúklingur á suðursvæði fékk segaleysandi meðferð. Heildarflutningstíminn frá FSH að Hjartagátt Landspítala á Hringbraut fyrir sjúklinga greinda með STEMI í héraði var skemmstur á Reykjanesi, eða að miðgildi ein klukkustund og 39 mínútur, en lengstur á Vestfjörðum og Austurlandi, um og yfir fjórar klukkustundir. Á norðursvæði var heildarflutningstíminn að miðgildi þrjár klukkustundir og 13 mínútur en á suðursvæði var hann að miðgildi ein klukkustund og 44 mínútur (mynd 4). Fjörutíu sjúklingar (95%) frá suðursvæði og 9 frá norðursvæði gengust undir bráða kransæðaþræðingu. Víkkun á kransæð tókst í 43 tilfella, þar af 9 innan 120 mínútna (sjá töflu III). Í tveimur tilfellum tókst ekki að víkka kransæð, í tveimur var um útbreiddan sjúkdóm að ræða og ekki þótti fýsilegt að framkvæma víkkun og í tveimur tilfellum dó sjúklingur á þræðingarborðinu áður en hægt var að víkka kransæðina. Að jafnaði liðu 42 mínútur (dreifing: 15- 119 mínútur) frá komu sjúklings á Hringbraut þar til belgur var víkkaður. Nítján sjúklingar voru fyrst fluttir í Fossvog, í öllum tilfellum nema einu utan opnunartíma þræðingarstofu á Hringbraut. Þeir gengust undir bráða kransæðaþræðingu að miðgildi 44 mínútum (dreifing: 10-104 mínútur) síðar og tafðist víkkun kransæðar að miðgildi um 25 mínútur borið saman við sjúklinga sem voru fluttir beint á Hringbraut. Að minnsta kosti fjórir sjúklingar til viðbótar hefðu náð í hjartaþræðingu innan 120 mínútna ef þeir hefðu verið fluttir beint á Hringbraut. R A N N S Ó K N Mynd 2. Hvað sýndi hjartalínurit sem var tekið í héraði? Tafla II. Lyfjameðferð við STEMI eftir landshlutum. Fjöldi einstaklinga (%). Lyf Heild Reykjanes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Vestmannaeyjar Acetýlsalicýlsýra 85 (98,8) 14 (100) 7 (100) 2 (100) 6 (100) 23 (100) 10 (100) 20 (95,2) 3 (100) Klópídógrel 47 (54,7) 6 (42,9) 4 (57,1) 2 (100) 5 (83,3) 18 (78,3) 7 (70) 2 (9,5) 3 (100) Enoxaparín 42 (48,8) 1 (7,1) 5 (71,4) 2 (100) 5 (83,3) 14 (60,9) 9 (90) 4 (19) 2 (66,6) Heparín 10 (11,6) 0 (0) 1 (14,3) 0 (0) 1 (16,7) 7 (30,4) 0 (0) 0 (0) 1 (33,3) Segaleysandi 32 (37,2) 0 (0) 0 (0) 2 (100) 4 (66,7) 14 (60,9) 9 (90) 0 (0) 3 (100) Beta-hemlar 22 (25,6) 1 (7,1) 1 (14,3) 1 (50) 1 (16,7) 10 (43,3) 4 (40) 3 (14,3) 1 (33,3) Súrefni 56 (65,1) 8 (57,1) 2 (28,6) 1 (50) 3 (50) 19 (82,6) 7 (70) 14 (66,7) 2 (66,6) Morfín 62 (72,1) 6 (42,9) 5 (71,4) 1 (50) 4 (66,7) 17 (73,9) 8 (80) 19 (90,5) 2 (66,6) Nitróglycerín 55 (64) 9 (64,3) 3 (42,9) 1 (50) 3 (50) 12 (52,2) 7 (70) 17 (81) 3 (100) Mynd 3. Marktækur munur var á meðferð með enoxaparín/heparín og klópídógrels milli landsvæða (p<0,001). Mynd 4. Kassaritið sýnir dreifingu heildarflutningstíma (FSH að Landspítala Hring- braut) frá mismunandi landshlutum. Efri mörk kassans tákna efri fjórðungamörk en neðri mörk kassans tákna neðri fjórðungamörk og lárétta línan inni í kössunum táknar miðgildi. Skeggin afmarka gildi sem teljast ekki útlagar (outliers) og deplarnir tákna útlaga en stjörnurnar tákna mikla útlaga (extreme outliers).

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.