Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.2016, Síða 37

Læknablaðið - 01.01.2016, Síða 37
LÆKNAblaðið 2016/102 37 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R erindi sem erfiði. Því miður hafa lyf sem hingað til hafa verið prófuð ýmist haft of miklar aukaverkanir í för með sér eða hreinlega ekki náð máli að sýna fram á árangur. Það eru nokkur atriði sem skýra það. Í flestum tilvikum hafa rannsóknir beinst að fólki þar sem sjúkdómsferlið var of langt gengið til að hægt væri að snúa því við og einnig er líklegt að lengri tíma þurfi til að sýna fram á árangur en gefinn hefur verið í rannsóknunum. Til að flækja málið hefur komið í ljós við notkun á jáeindaskanna að hluti af því fólki sem við segjum að sé með Alzheimer er alls ekki með þetta tiltekna ferli í gangi. Það virðist vera að það sem við köllum Alzheimer sé ekki einn sjúkdómur heldur eru fleiri ferli á bakvið og kannski of langt mál að rekja það allt í smáatriðum. En amyloid-tilgátan stendur þó alveg fyrir sínu og margt sem styður við hana enda er það svo hjá mikl- um meirihluta greindra sjúklinga. Nefna má að allir einstaklingar sem eru með aukalitning, Downs-heilkenni, framleiða helmingi meira af þessum próteinútfell- ingum og munu því fá Alzheimer. Erfða- rannsóknir hafa einnig rennt styrkum stoðum undir þessa tilgátu.“ Jón segir nýtt lyf vera í pípunum sem vænta megi niðurstaðna af úr rann- sóknum á síðari hluta næsta árs. „Ef það gengur eftir gæti lyfið verið komið á markað í Bandaríkjunum árið 2017. Það er varasamt að fullyrða of mikið á þessu stigi en dýratilraunir hafa sýnt að efnið snýr ferlinu við og þess vegna eru miklar væntingar bundnar við að hægt að sé að hafa veruleg áhrif á sjúkdómsferlið. Í dag getum við boðið upp á einkennameðferð þar sem dregið er úr þeim einkennum sem sjúkdómurinn hefur í för með sér en í sjálfu sér hafa lyfin engin áhrif á sjúkdómsferlið sjálft. Við getum hægt á framgangi sjúkdómsins tímabundið og dregið úr einkennunum, þannig að einstaklingurinn lifir ekki lengur, en við lengjum tímann sem hann er á þokkalega góðum stað í sjúkdómnum. Nýju lyfin gefa vonir um að hægt að sé að grípa inn í það snemma að stöðva megi sjúkdóminn og jafnvel snúa ferlinu við og með því koma í veg fyrir að fólk lendi í því sem við köllum heilabilun. Ef það gengur eftir þá er æðimikið unnið. Við erum þó hóflega bjartsýn í ljósi reynslunnar.“ Tíðni Alzheimer lægri nú en áður Jón segir margar rannsóknir á undanförn- um árum hafa sýnt að færri einstaklingar af nýrri kynslóð fái Alzheimer og jafn- framt að þeir fái hann síðar á ævinni en forfeðurnir. „Túlkun þessara niðurstaðna er á sama veg þó rannsóknirnar séu óháð- ar hver annarri. Tvennt er á bakvið þetta. Annars vegar að menntunarstig er hærra en áður og heilinn hefur þroskast meira og er betur undir það búinn að taka á móti áföllum. Þá hefur einnig komið til góða mjög bættur árangur í meðferð hjarta- og æðasjúkdóma en æðakölkunarferlið, sem best er þekkt í kransæðum hjartans annars vegar og heilaæðum hins vegar með hættunni á heilablóðfalli, ýtir undir Alzheimer-ferlið. Þetta hafa menn bent á sem skýringu á þeirri staðreynd að tíðni Alzheimer-sjúkdómsins hjá þeirri kynslóð sem nú er að komast á efri ár er heldur lægri en áður hefur þekkst. Hins vegar eru árgangarnir miklu stærri nú en áður svo fjöldi einstaklinganna verður meiri og vegur lækkaða tíðni upp og gott betur.“ Jón segir björninn þó ekki unninn með nýjum lyfjum. „Það er ljóst að þessi nýju lyf verða ekki ódýr og samfélagið kemur ekki til með að hafa efni á því að meðhöndla alla með þeim. Þá munu koma upp siðferðilegar spurningar sem getur orðið erfitt að svara, eins og hverjir eigi að fá lyfið og hverjir ekki og við hvað eigi að miða.“ „Má segja að meiri bjartsýni sé ríkjandi nú en oft áður þegar boðaðar hafa verið nýjungar við meðferð þessa sjúkdóms,“ segir Jón Snædal öldrunar- læknir um ný lyf við Alzheimer.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.