Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 41

Læknablaðið - 01.01.2016, Side 41
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R LÆKNAblaðið 2016/102 41 Landspítalans, sérstaklega Gísla H. Sig- urðsson prófessor.“ Tómas leggur áherslu á að sérnámið hér heima í skurðlækningunum sé fyrst og fremst hugsað sem inngangur að frekara sérnámi erlendis. „Við krefjumst þess beinlínis af námslæknum okkar að þeir haldi til útlanda í frekara framhalds- nám eftir þessi tvö ár. Þetta teljum við mikilvægt til að tryggja gæði sérnámsins, sérstaklega þegar kemur að sérhæfðum aðgerðum og að kynna sér nýjustu tækni. Við höfum hingað til ekki talið okkur geta boðið lengra nám svo vel sé á þessu stigi, hugsanlega mætti þó ræða að lengja námið eitthvað og skipuleggja þannig heildstæðari fyrrihluta náms í skurðlækn- ingum. Það er þó ekki komið lengra en á umræðustig og ég er frekar efins um að slík breyting væri til góðs.“ Námslæknastöður á Landspítalanum í skurðlækningum eru 16 og að sögn Tómasar hefur aðsókn verið mjög góð um margra ára skeið. „Það hefur verið sam- keppni um þessar stöður og fólk hefur stundum þurft að bíða eftir að komast að, en sem betur fer höfum við getað komið til móts við flesta sem sækja til okkar. Síðan er misjafnt hvenær hver og einn byrjar og hann gengur síðan inn í ákveðna rútínu þar sem ákveðinn tími er skipulagður fyrirfram á hverri deild. Námslæknirinn getur hins vegar komið með óskir um að vera lengur á einni deild en annarri, sumir eru til dæmis þegar ákveðnir í því hvaða sérgrein skurðlækninga þeir ætla að leggja fyrir sig; aðrir vilja kynnast sem flestum undirsérgreinum og deildum áður en þeir taka ákvörðun. Guðjón Birgisson hefur í samráði við umsjónardeildarlækni haft umsjón með skipulagningunni og tíma- skráningu námslæknanna á hverri deild.“ Fá tímann heima oftast metinn að fullu Tómas segir alveg ljóst að framundan sé endurskipulagning skurðlæknanámsins á Íslandi. „Með nýrri reglugerð um sérnám í hinum ýmsu greinum læknisfræði sem tók gildi í vor eru gerðar meiri kröfur en áður um marklýsingar sérnámsins og innihald þess. Hingað til má segja að það tveggja ára prógramm sem við höfum boðið upp á hér á Landspítala hafi ekki verið í „of föst- um“ skorðum, en það hefur þó að mínu mati gefist vel og námslæknar okkar hafa undantekningarlaust komist í mjög góðar námsstöður við bestu háskólasjúkrahús bæði austan hafs og vestan. Í Svíþjóð og Noregi hafa okkar námslæknar sem betur fer fengið tímann hér heima metinn til sérnáms, oftast að fullu, en í Bandaríkj- unum þurfa allir að byrja á núlli, óháð því hvort eða hversu lengi þeir voru í vinnu sem námslæknar hér heima. Kosturinn við sérnámið hér er ótvírætt sá að náms- læknarnir okkar fá meiri klíníska reynslu á þessum tveimur árum en býðst erlendis. Þeir fá snemma að taka þátt í ýmiss konar aðgerðum og framkvæma sumar þeirra sjálfir undir handleiðslu sérfræðings, en það leyfi ég mér að fullyrða að erfiðara er að næla sér í slíka reynslu á stærri sjúkra- húsum erlendis svo snemma í sérnáminu. Þau standa því vel að vígi hvað klíníska reynslu varðar þegar komið er út í hinn stóra heim þar sem samkeppnin er miklu meiri og ýmsir aðrir þröskuldar sem þarf að takast á við eins og nýtt tungumál og mun formlegri samskipti milli námslæknis og sérfræðinga. Hér heima er kostur hvað boðleiðir eru stuttar og samskiptin á milli námslækna og sérfræðinga auðveld og óformleg. Nú eru Svíarnir að herða á kröfum sín- um svo við verðum að gyrða okkur í brók, sem er ágætt og fellur saman við kröfur „Hingað til má segja að það tveggja ára prógramm sem við höfum boðið upp á hér á Landspítala hafi ekki verið í of föstum skorðum, en það hefur þó að mínu mati gefist vel og námslæknar okkar hafa undantekningarlaust fengið góðar námsstöður við bestu háskólasjúkrahús bæði austan hafs og vestan,“ segir Tómas Guðbjartsson prófessor og yfirlæknir á skurðsviði Landspítala.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.