Læknablaðið - 01.01.2016, Síða 50
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R
Einar
Guðmundsson
geðlæknir
eingud@me.com
Nýlega var undirritaður að gramsa í
gömlum pappírum og rakst þá á hand-
skrifaða ræðu aftan á gulnuðum reikn-
ingsblöðum. Ræðan var flutt við vígslu
heilsugæslu á Fáskrúðsfirði í febrúar 1983.
Mér kom í hug að ef til vill ætti ræðan
erindi í Læknablaðið, vitandi um almennan
áhuga kollega á að varðveita söguna.
Auk þess var nýlega ágæt umfjöllun um
Franska spítalann í Læknablaðinu, en saga
lækninga í Fáskrúðsfjarðarhéraði er um
margt óvenjuleg og þar hafa skipst á skin
og skúrir.
Fyrst nokkur orð um aðdragandann: Ég
var læknir á Fáskrúðsfirði árin 1982-1983.
Heilsugæslustarfið heillaði og taldi ég mig
sæmilega undir starfið búinn, nýkominn
með lækningaleyfi og hafði starfað við
heilsugæslu á Suðurnesjum, Patreksfirði,
Hafnarfirði og Skövde í Svíþjóð. Margt
eftirminnilegt átti sér stað í starfinu en
það er stjórnunarlegi þátturinn og þau
átök sem framundan voru sem hér eru
í brennidepli. Á þessum árum var ekki
búið að stofna Heilbrigðisstofun Austur-
lands og réði læknir staðarins því málum
heilsugæslunnar að flestu leyti.
Fyrir utan útibúið á Stöðvarfirði var
ástandið í héraðinu vægast sagt slæmt,
læknisbústaður og heilsugæsla í niður-
níðslu. Heilsugæslan var enn í gamla
læknisbústaðnum sem er frá 1905. Mér
líkaði ástandið illa og byrjaði strax að
reyna að bæta úr. Var mér misjafnlega
tekið með þá málaleitan. Fáskrúðs-
fjörður var talsvert pólitískur bær og mikil
óánægja sumra sveitarstjórnarmanna í
garð læknastéttarinnar, ástand læknisbú-
staðarins var sagt lélegri umgengni lækna
að kenna og var hann almennt talinn í
alveg nógu góðu ástandi fyrir þá. Auk
þess var töluverð reiði út af viðskiptum
tengdum apótekinu, sem heyrði þá enn
undir lækninn. Fáskrúðsfjörður hafði
búið við þá sérstöðu að hafa einungis haft
tvo lækna frá upphafi, í rúmlega 70 ár,
fyrst Georg Georgsson og síðar Harald
Sigurðsson, frá 1940 fram yfir 1970. Hann
mun hafa komið frá námi sem flóttamaður
með Petsamó-skipinu fræga í upphafi
seinni heimsstyrjaldarinnar og orðið eftir
á Fáskrúðsfirði og starfað þar alla sína
læknistíð. Þessi blómatími lifði í hugum
bæjarbúa og var mikil óánægja með hvað
læknar höfðu stoppað stutt árin áður en
ég kom. Ástandið var svo slæmt að þegar
ég hóf störf 1. apríl 1982 var ég fjórði
læknirinn það árið auk þess sem héraðið
var í raun læknislaust allan mars, en var
sinnt frá Djúpavogi. Einn góður kollegi
hafði nýlega misst það út úr sér að hann
væri bara þarna á vertíð, sem var eins og
að kasta olíu á eldinn.
Varðandi ástand heilsugæslunnar
sjálfrar var svarið að ný stöð væri í bygg-
ingu og að þá myndu öll vandamál leys-
ast. Ég komst hins vegar ekkert áfram með
bæjarstjórn varðandi læknisbústaðinn.
Lagði hún aftur á móti töluverða vinnu í
að leita leiða til að lækka laun læknisins,
sem hún virtist sjá ofsjónum yfir.
Fyrir bæjarstjórnarkosningar vorið 1982
brá ég á það ráð að ljósmynda ástandið
innandyra með Polaroid-vél sem fram-
kallaði myndir jafnóðum. Gekk ég síðan
Minningar og minjar frá Fáskrúðsfjarðarlæknishéraði
Mynd af Georg
Georgssyni
héraðslækni í
sínu vopnabúri
á Fáskrúðsfirði
í byrjun síðustu
aldar. Ljós-
myndari óþekktur.
Myndir úr eigu
Alberts Eiríks-
sonar.
50 LÆKNAblaðið 2016/102