Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 3
Málverk Guðnýjar Kristmannsdóttur (f. 1965) sem er á forsíðu blaðsins er í raun flennistórt, eða yfir þrír metrar á breidd og tveir á hæð. Andspænis því stendur maður frammi fyrir óreiðu ýktrar pensilskriftar, blæbrigðaríkrar áferðar og glannalegrar litagleði. Séð úr mikilli fjarlægð eða samþjappað á ljósmynd kemur einhvers konar vera í ljós. Heiti verksins vísar til þeirrar veru: Peacock, Self-Portrait with Strap on Dildo. Málverkið sem er frá 2014 samanstendur af olíulit og blandaðri tækni og uppistaðan er viðarflekar. Guðný hleður verk sín gjarnan kyn- ferðislegri skírskotun þar sem leik- ur, húmor og sköpunargleði ráða för. Hún hrífst af hugmyndum súr- realistanna sem höfnuðu ásköpuð- um gildum hins borgaralega sam- félags og leituðu óheftrar tengingar við undirmeðvitundina þar sem draumar, vonir og þrár fengju útrás í frjálsum leik. Hún hefur sagt að margar hugmyndir kvikni í draumi, hún taki þeim iðulega fagnandi og reyni að miðla í verkum sínum. Myndefnið sprettur úr náttúrunni í bland við kunnuglegar vísanir sem tengjast munúð og erótík. Páfuglinn er kunnur af fjaðraskrauti sínu sem hefur hlutverki að gegna í æxl- unarferli tegundarinnar, en karlfuglinn skartar því og reyn- ir að hrífa með því kvenfugla. Guðný karlgerir sjálfsmynd sína ekki aðeins með þeirri vísun heldur ennfremur með því að bæta áföstum gervilim við heildarmyndina. Þannig snýr hún upp á staðlaðar ímyndir kynjanna með óvenju- legum og nokkuð gamansömum hætti. Í öðrum verkum sínum vísar hún einnig til dýra, til dæmis kanína og fiðrilda, sem oft eru notuð sem kynferðislegar tákn- myndir. Guðný sýnir þessi klisjukenndu viðfangsefni á persónulegan hátt í verkum sínum. Hún ummyndar þau og afmyndar með fjöl- breyttu handbragði sem fer á milli óreiðu og nákvæmni. Hið munúðarfulla og náttúrulega er jafnframt framandgert með vísun í hið óhugnanlega og mann- gerða án þess þó að í þeirri framsetningu felist dómur um rétt eða rangt, gott eða slæmt. Guðný fagnar nautninni sam falin er í frjóvgunarferlinu, hvort heldur það á við í erótískum leikjum og kynlífi mannfólksins eða sköpunar- gleði listamanna. Markús Þór Andrésson LÆKNAblaðið 2016/102 419 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson í leyfi Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S NÝTT Ný meðferð við langvinnri lungnateppu —byggt á sterkum rótum SPIRIVA1–5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 • SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6 • Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9 • Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10 SPIRIVA® (tíótrópíum) STRIVERDI® (olodaterol) SPIOLTO® RESPIMAT ® (tíótrópíum/olodaterol) TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL SPIOLTO RESPIMAT— nýr möguleiki Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT). Heimildir: 1. Keating GM. Drugs 2014;74(15):1801–1816. 2. Bateman ED, et al. Respir Med 2010;104:1460–1472. 3. Bateman E, et al. Int J Chron Obstruct Pulmon Dis 2010;5:197–208. 4. Wise RA, et al. N Engl J Med 2013;369(16):1491–1501. 5. Tashkin DP, et al. N Engl J Med 2008;359(15):1543–1554. 6. Buhl R, et al. Eur Respir J 2015;45(4):969–979. 7. SPIOLTO RESPIMAT - Samantekt á eigilenkum lyfs. 8. Ciciliani AM, et al. Respiratory Drug Delivery 2014;2:453–456. 9. Pitcairn G, et al. J Aerosol Med 2005;18(3):264–272. 10. Lyseng-Williamson KA, Keating GM. Drugs Ther Perspect 2015;31(2):39–44. Heiðurs- málþing Málþing var haldið í Hringsal Landspítala um miðjan sept- ember. Samstarfsmenn og læri- sveinar Guðmundar Þorgeirs- sonar prófessors í lyflæknisfræði komu þá saman til að heiðra hann við starfslok, votta honum aðdáun og samfagna. Kári Stefánsson, Mark Anderson, Magnús Karl Magnússon og Einar S. Björnsson leiddu dagskrána með ávörpum og fóru í gegnum feril Guðmundar. Davíð O. Arnar og Karl Andersen stýrðu samkomunni. Guðmundur hefur alið upp öfluga sveit lyflækna á spítalanum og stýrt fjölmörgum rannsóknum stórum og smáum. Læknablaðið á honum margt gott upp að inna og sendir kveðju á þessum tímamótum. -VS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.