Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 4

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 4
420 LÆKNAblaðið 2016/102 F R Æ Ð I G R E I N A R 10. tölublað, 102. árgangur, 2016 423 Sjúkleg streita. Ný og mikilvæg sjúkdómsgreining Nýjar rannsóknir á heilanum og áhrifum streitu á hann mun breyta sýn okkar á sam- spil sálar og líkama og auka þekkingu til að lækna streitu- tengda lífsstílssjúkdóma og efla aðgerðir til heilsueflingar og forvarna. 426 Rósamunda Þórarinsdóttir, Vilhjálmur Pálmason, Björn Geir Leifsson, Hjörtur Gíslason Árangur magahjáveituaðgerða á Íslandi 2001-2015 Árangur magahjáveituaðgerða á Íslandi 2001-2015 Magahjáveituaðgerð hjálpar meirihluta sjúklinga að ná tilsettu þyngdartapi. Samhliða því fékk meirihluti sjúklinga bót af fylgisjúkdómum offitu. Snemmkomnir fylgikvill- ar voru fátíðir en um fjórðungur sjúklinga fengu síðkomna fylgikvilla sem stundum kröfðust nýrrar aðgerðar. Sjúklingar sem fara í magahjáveituaðgerð þurfa á ævilöngu eftirliti á næringarástandi að halda. 433 Gunnar Guðmundsson, Guðrún Larsen Áhrif eldgosa á heilsu manna á Íslandi. Yfirlitsgrein Eldgos eru tíð og hafa valdið heilsutjóni allt frá landnámi. Eldfjallagös geta verið mjög eitruð fyrir menn ef þau eru af háum styrk en hafa í lægri styrk ertandi áhrif á slímhúðir í augum og efri öndunarvegum. Þau eru einnig ertandi fyrir húð. Öskufall er einnig ertandi fyrir slímhúðir augna og efri öndunarvegs. Mjög litlar öskuagnir geta borist í lungnablöðrur. Tekin eru dæmi um fjögur mismunandi eldgos sem orðið hafa á Íslandi og áhrif þeirra á heilsufar Íslendinga. Gosið í Lakagígum 1783-84 er það eldgos sem valdið hefur mestu manntjóni og haft mest áhrif á heilsufar Íslendinga. Rannsóknir á heilsufarsáhrifum Eyjafjallajökulsgosins 2010 sýndu bæði aukin andleg og líkamleg einkenni einkum hjá fólki með öndunarfærasjúkdóma. 443 Elín Björk Tryggvadóttir, Gunnar Már Zoëga, Óskar Jónsson Tilfelli mánaðarins – aðskotahlutur í auga 37 ára gamall karlmaður leitaði á augndeild Landspítalans eftir að hafa fengið högg á vinstra augað þegar hann var að meitla steypu. Hann taldi að steinvala hefði skollið á auganu. Var með væg óþægindi í auganu, fannst sjón móðukennd og sá grænleita slikju sem kom og fór. 425 María Heimisdóttir Landspítali og heilbrigðiskerfið – glöggt er gests augað Skýrsluhöfundar McKinsey leggja fram sjö tillögur að að- gerðum, svo sem að styrkja mönnun sérfræðilækna á Landspítala og nýta upp- lýsingatækni í meira mæli. Mikilvægasta tillagan er að stjórnvöld fjárfesti í nauðsyn- legri þróun heilbrigðiskerf- isins. Nú þarf að tryggja raunhæf framlög á næstu fjárlögum. L E I Ð A R A R Gos á þriðja degi í Eyjafjallajökli árið 2010, séð frá Þríhyrningi. Mynd: Sævar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.