Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.2016, Side 14

Læknablaðið - 01.10.2016, Side 14
430 LÆKNAblaðið 2016/102 Rúmlega helmingur sjúklinga lýsti að minnsta kosti einni gerð óþæginda. Meðferðarheldni Langflestir sjúklinganna (77,6%) tóku vítamín daglega og fylgdu ráðleggingum meðferðarteymisins á Landspítala (tafla VI). Aðeins 11,4% tóku vítamín sjaldan eða aldrei. 81,5% sjúklinga kváðust fara reglulega í blóðprufueftirlit en 18,5% sjaldan eða aldrei. 63% stunduðu líkamsrækt sjaldan eða aldrei, en 37% oft eða daglega. Tafla VI sýnir að 33,8% reyktu fyrir aðgerð. Helmingur þeirra hætti reykingum eftir aðgerð. Fimmtán sjúklingar (3%) sem reyktu ekki fyrir hófu reykingar eftir aðgerð. Lifun Alls eru 16 af 772 (2%) látnir eftir aðgerð. Í töflu VII er greint frá dánarorsökum og tímalengd frá aðgerð. Umræður Mörgum mismunandi skurðaðgerðum hefur verið beitt frá árinu 1960 til hjálpar sjúklingum með sjúklega offitu. Fæstar hafa staðist tímans tönn. Árið 1967 hófust hjáveituaðgerðir á maga og eru þær enn taldar álitlegasti kosturinn með tilliti til ávinnings og áhættu aðgerðar.26,27 Aðgerðirnar voru áður gerðar með kviðarholsskurði en þeim opnu aðgerðum fylgdi töluverð hætta á fylgikvillum, svo sem kviðsliti, lungnabólgu, blóðtappa og fleiru. Tilkoma nýrrar að- gerðartækni hefur auðveldað aðgerðirnar og gert þær viðaminni og öruggari.28-30 Fyrstu hjáveituaðgerðir með kviðsjá voru gerðar 1994 en þær urðu ekki vinsæll kostur fyrr en eftir aldamótin.31 R A N N S Ó K N Þegar hjáveituaðgerðir með kviðsjártækni hófust á Landspítala í byrjun árs 2001 var það með fyrstu sjúkrahúsum Evrópu til að framkvæma slíkar aðgerðir. Síðan þá hefur aðgerðartæknin verið í stöðugri framþróun og bæði legutími og tíðni fylgikvilla minnkað verulega. Sjúklingaþýðið og árangur Sjúklega of feitir eru í áhættuhópi til skurðaðgerðar. Annars vegar vegna áhrifa offitu á aðkomu í kvið og að öndunarvegi og hins vegar vegna alvarlegra fylgisjúkdóma offitu. Einnig er aukin hætta á blóðtöppum hjá of feitum. Sérstakan gaum ber að gefa efnaskipta- heilkenni (metabolic syndrome) sem felur í sér verulegan heilsubrest, aukna áhættu hjarta- og æðasjúkdóma og skerta ævilengd.32-36 Til að meta, undirbúa og fræða sjúklinga um eðli og áhættu aðgerð- ar fóru flestir sjúklingar í formeðferð á meðferðarstofnunum sem offituteymi Landspítala er í samvinnu við. Þar léttust sjúklingar að meðaltali um 9 kg og við það verður aðkoman í kviðarholinu auðveldari vegna minni lifrarfitu og aðgerðin verður öruggari fyr- ir vikið. Tap á yfirþyngd einu og hálfu ári eftir aðgerð var að meðal- tali 80%. Eftir það þyngdist meirihluti sjúklinga nokkuð aftur og 10-14 árum eftir aðgerð var yfirþyngd að meðaltali 65% minni en fyrir aðgerð (mynd 3a). Ferill þyngdartapsins er sambærilegur því sem þekktar meðferðarstofnanir í fremstu röð erlendis hafa sýnt.37 84,8% sjúklinga náðu fullnægjandi þyngdartapi með meðaleftir- fylgnitíma 7,4 ár eftir aðgerð. Tíðni offitutengdra fylgisjúkdóma er verulega aukin hjá sjúk- lingum með sjúklega offitu.38 Í þessari rannsókn er tíðni offitu- tengdra fylgisjúkdóma svipuð og stórar erlendar samantektarrann- sóknir hafa sýnt.17 Rannsóknin sýnir að stór hluti fylgisjúkdóma offitu batnar eða fer í sjúkdómshlé. Sérstaklega varð mikil bót á sykursýki af tegund tvö, háþrýstingi og blóðfituröskunum líkt og erlendar rannsóknir hafa sýnt.32-36 Mjög erfitt er að meðhöndla sykursýki af tegund tvö fullnægjandi hjá sjúklingum með sjúklega offitu sem leiðir til auk- ins sjúkleika og minnkaðra lífslíkna.39,40 Þrátt fyrir að hluti sjúk- linga fái sjúkdóminn aftur með tímanum má líta svo á að ár eða áratugir án sykursýki sé verulegur ávinningur. Eliasson og með- höfundar20 birtu nýverið grein í Lancet sem sýnir lækkaða dánar- tíðni hjá sjúklingum með sykursýki af tegund tvö sem farið höfðu í offituaðgerð. Einnig sýndu þeir lækkaða dánartíðni af völdum hjarta- og æðasjúkdóma í þessum sjúklingahópi. Tafla V. Óþægindi eftir aðgerð (n=702). Óþægindi Fjöldi, n (%) Kviðverkir 115 (16,4) Þreyta 110 (15,7) Niðurgangur (linar hægðir) 69 (9,8) Erfiðleikar við að borða 62 (8,8) Garnagaul 56 (8,0) Hægðatregða 38 (5,4) Engin óþægindi 303 (43,2) Tafla VI. Meðferðarheldni. Lífsstíll Aldrei Sjaldan Oft Daglega Inntaka bætiefna (n=695) 32 (4,6) 47 (6,8) 71 (10,2) 545 (78,4) Líkamsrækt (n=701) 206 (29,4) 233 (33,2) 206 (29,4) 56 (8,0) Blóðprufueftirlit (n=692) Aldrei/sjaldan Reglulega 128 (18,5) 564 (81,5) Reykingar (698) Nei Já Fyrir aðgerð 463 (66,3) 235 (33,7) Eftir aðgerð 582 (83,4) 116 (16,6) Tafla VII. Andlát eftir aðgerð (n=16). Dánarorsök Fjöldi, n (%) Tími frá aðgerð Krabbamein 6 (37,5) 4, 6, 6, 9, 9, 9 ár Sjálfsvíg 3 (18,8) 4 mánuðir, 2, 5 ár Hjartasjúkdómur 2 (12,5) 2, 9 ár Sýkingar 2 (12,5) 6, 9 ár Slysfarir 1 (6,3) 8 ár Morð 1 (6,3) 7 ár Óþekkt orsök 1 (6,3) 9 ár

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.