Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Síða 20

Læknablaðið - 01.10.2016, Síða 20
436 LÆKNAblaðið 2016/102 seinna. Mjög hár styrkur í lofti (700-1000 ppm) veldur fljótt með- vitundarleysi vegna hindrunar cytokróm-oxidasa í öndunarkeðju frumna.15 Saltsýra (vetnisklóríðgas) er gastegund með stingandi lykt sem minnir á mest á klórlykt, og er þyngri en andrúmsloft. Hún veldur fljótt ertingu og svo ætingu á slímhúð efri öndunarfæra, munns, augna og einnig húðar í hærri styrk. Við háan styrk koma fram hósti og andnauð.11 Vetnisflúoríðgas er litlaus loftegund sem er léttari en andrúms- loft. Innöndun á gufum getur valdið sviða í efri öndunarfærum. Einnig geta komið fram uppköst, hósti og andnauð. Lungnabjúg- ur getur komið fram nokkrum klukkustundum eftir mikla útsetn- ingu og er merki um bráðan lungnaskaða þar sem lungnablöðrur fyllast af prótínríkum vökva. Vetnisflúoríðgas myndar flúorsýru með raka í andrúmsloftinu og getur þannig komist í grunnvatn og drykkjarvatn. Flúorsýra getur verið eitruð. Hún er tekin fljótt upp í líkamann og er frásog frá meltingarvegi um 90%. Hún hefur mikla sækni í vefi líkamans sem innihalda kalk, eins og bein og tennur. Bráð áhrif flúorsýrueitrunar geta komið fram sem ógleði, uppköst og kviðverkir. Kalkgildi í blóði lækka vegna bindingar flúors við kalk og það getur valdið sársaukafullum vöðvasam- dráttum og öðrum víðtækum áhrifum í líkamanum. Ekki eru til dæmi um slíkar bráðar eitranir í mönnum í tengslum við eldgos á Íslandi. Áhrifum flúoreitrunar hefur verið vel lýst í búfé á Ís- landi, einkum í sauðkindum.16 Bæði getur verið um bráðaeitrun að ræða eins og lýst er hér að ofan með áhrifum á meltingarveg og önnur líffæri eða langvinna eitrun með áhrifum á bein og tennur, einkum þegar þær eru að vaxa, og hefur það verið kallað gaddur. Fóður sem inniheldur 250 ppm (það er milligrömm af flúor í kílói af ösku (mg/kg = ppm)) mun geta valdið bráðri eitrun eftir stuttan tíma. Til eru nákvæmar lýsingar á flúoreitrun af völdum eldgosa þar sem lýst er gaddi í sauðfé, hestum og nautpeningi, sú elsta vegna Heklugossins 1693.16 Koldíoxíð (koltvísýringur) er litlaus lofttegund með veikri stingandi lykt við háan styrk. Hann er 1,5x þyngri en andrúmsloft og getur borist með jörðu. Koldíoxíð í miklu magni lækkar súrefn- isinnihald andrúmslofts og veldur truflun á bindingu súrefnis við blóðrauða og þarmeð á öndun frumna, sem getur valdið meðvit- undarleysi og dauða.11,12 Kolmónoxíð (kolsýringur) er lit- og lyktarlaus lofttegund sem er álíka þung og andrúmsloft. Eitrun getur komið fram við lágan styrk. Innöndun getur valdið höfuðverk, svima, ógleði og ef magn- ið er mikið, uppköstum, andþyngslum, hjartsláttartruflunum og meðvitundarleysi og dauða vegna truflunar á bindingu súrefnis við blóðrauða og þarmeð öndun frumna. Lítið er vitað um langtímaáhrif lofttegunda sem komið hafa upp í eldgosum á Íslandi á heilsufar fólks. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að brennisteinsdíoxíð getur valdið versnun á langvinn- um lungnasjúkdómum eins og astma og langvinnri lungnateppu. Brennisteinsvetni getur einnig framkallað meiri einkenni hjá einstaklingum með langvinna öndunarfærasjúkdóma.6,11,12 Eldgos á Íslandi og áhrif þeirra á heilsufar manna Þekkt eldgos síðan land byggðist eru vel á þriðja hundrað en ekki er vitað hver heildarfjöldinn er. Mynd 3 sýnir fjölda eldgosa á hverjum 20 árum.17 Þeim er skipt í sprengigos, blandgos og flæði- gos. Í nokkrum tilfellum eru fleiri en eitt gos tekin saman sem eldar, til dæmis Kröflueldar 1975-1984. Hér á eftir eru tekin nokkur dæmi um eldgos og áhrif þeirra. Eldgos í Öræfajökli 1362 Eldgosið í Öræfajökli 1362 er stærsta súra þeytigosið sem orðið hef- ur á sögulegum tíma.18 Gosið varð í toppgíg fjallsins sem var fullur af ís. Megingjóskufallið var vikur og aska.19 Þykktarás gjóskulagsins frá 1362 stefnir til suðurs og stór hluti gjóskunnar barst á haf út. Rúmmál gjóskunnar nýfallinnar hefur verið metið sem 10 rúmkílómetrar.18 Þykkt gjóskulagsins við rætur fjallsins er frá 12 sentimetrum upp í 1-2 metra en er meiri í hlíðum fjallsins. Gjóskan barst víða. Fín aska barst norður í Mývatnssveit og vestur í Mýrdal. Hæð gosmakkar hefur verið metin 28-35 km með hliðsjón af hversu langt bergbrot bárust frá upptökum.19 Færa má rök að því að kúfur gosmakkarins hafi verið meira en 300 km í þvermál þegar gosið var í hámarki. Kornastærðargreiningar voru gerðar á gjóskusýnum úr tveim sniðum í um 11 km fjarlægð frá toppgíg, það er í byggð.19 Í gjósku Mynd 3. Eldgos á Íslandi frá ~870 til 2015. Þekktum eldgosum á sögulegum tíma er hér skipt niður á 20 ára tímabil (17 mynd 12 uppfærð). Heildarfjöldi gosa er ekki þekktur en sjá má að tíðni eldgosa er mismikil. Ekki má þó álykta að tíðni eldgosa fari vaxandi því upplýsingar fara batnandi eftir því sem nær dregur okkar tíma. Í nokkrum tilfellum eru fleiri en eitt eldgos, sem verða með stuttu millibili á sömu sprungurein, sýnd sem „eldar“, til dæmis Kröflueldar 1975-1984.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.