Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 23
LÆKNAblaðið 2016/102 439 skoðun og fráblástursmæling. Tæplega helmingur hópsins hafði fundið fyrir áreiti í efri hluta öndunarfæra eftir að hafa verið út- settur fyrir ösku og fjórðungur í augum. 28 af 207 sögðust hafa teppusjúkdóm í lungum og þriðjungur þeirra fann fyrir meiri einkennum tengdum útsetningu fyrir öskunni. Flestir upplifðu meiri óþægindi þegar askan var nýfallin. Fráblástursmælingar hjá þátttakendum 40 ára og eldri voru bornar saman við samanburð- arhóp og reyndist lungnastarfsemi vera betri hjá þessum hópi en samanburðarhópi með minni viðsnúningi loftflæðis. Þá voru færri reykingamenn í hópnum en í viðmiðunarhópi. Undir 10% hóps- ins lýsti einkennum streitu, þunglyndis eða kvíða. Þannig veikt- ist enginn alvarlega, enginn var lagður inn á sjúkrahús og engin dauðsföll urðu. Notkun á hlífðargleraugum og grímum fyrir vit þegar fólk var utanhúss var verndandi gagnvart áreiti í augum og efri hluta öndunarfæra Hin rannsókn Hanne Krage Carlsen og félaga gekk út á að kanna hvort það að upplifa að vera nálægt eldgosi stuðlaði að aukinni tíðni líkamlegra eða geðrænna einkenna.33 Til að kanna þetta svöruðu Sunnlendingar spurningalistum um heilsufar 6-9 mánuðum eftir eldgosið og til samanburðar voru Skagfirðingar. Um var að ræða 1148 Sunnlendinga og 510 Skagfirðinga. Meiri líkur voru á að hafa fundið fyrir einkennum hjá rannsóknarhópi heldur en samanburðarhópi mánuðinn áður en spurningalistarn- ir voru fylltir út. Algengara var að þeir væru með þyngsli fyrir brjósti, hósta, uppgang, augnertingu og geðræn einkenni. Þegar horft var til baka síðustu 12 mánuði voru öndunarfæraeinkenni eins og hósti og uppgangur algengari hjá rannsóknarhópi en samanburðarhópi þótt tíðni lungnasjúkdóma eins og astma væri svipuð í báðum hópum. Helmingi fleiri í rannsóknarhópi höfðu tvö eða fleiri einkenni frá nefi, augum eða efri öndunarfærum. Og þeir voru einnig líklegri til að hafa geðræn einkenni. Um flest þessi atriði gilti skammtasvörunarmynstur þannig að þeir sem voru mest útsettir fyrir ösku höfðu meiri einkenni en þeir sem voru minna útsettir. Gerð var rannsókn á tengslum loftmengunar á Reykjavíkur- svæðinu við komur á bráðadeild Landspítala árin 2007 til 2012.34 Loftmengunin fór yfir heilsufarsmörk 115 daga af 2191 á rann- sóknartímanum og í 20 daga af tímabilinu var hún talin stafa af gosösku. Há gildi loftmengunar vegna eldfjallaösku tengdust ekki marktækt komum á bráðadeild og var matið 4,8% (95% öryggis- mörk (ÖM): 0,6; 9,2%) á dag útsetningar í líkani sem tók ekki tillit til annarra þátta og var 7,3% (95% ÖM: −0,4; 15,5%) í líkani sem tók tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á loftmengun. Þannig álykt- uðu höfundar að rannsóknin benti til þess að eldfjallaaska væri hættulegri en önnur tegund loftmengunar en rannsóknin skæri ekki endanlega úr um það og frekari rannsókna væri þörf. Áhrif Grímsvatnagos 2011 á heilsufar manna Gosið í Grímsvötnum 2011 var tætigos og stóð í 9 daga. Kvikan var basísk. Rúmmál loftborinnar gjósku var um 0,7 rúmkílómetrar og hún barst að mestu til suðurs.35 Rannsóknarhópur í Svíþjóð kannaði dánartíðni á landsvæði í Svíþjóð eftir Grímsvatnagosið 2011.36 Askan úr því eldgosi barst til norðurhluta Evrópu og var greinanleg í miðhluta Svíþjóðar. Í rannsókninni voru borin saman landsvæði þar sem ösku varð vart og svæði þar sem engin öskumengun varð. Fylgst var með dánar- tíðni í fjóra mánuði eftir eldgosið árið 2011. Sérstaklega voru skoð- aðar síðasta vika maí og fyrsta vika júní þegar öskunnar varð mest vart. Engin aukning varð á heildardánartíðni á rannsóknartíman- um. Það varð aukning á dánartíðni á tímabilinu þegar öskunnar varð vart og sérstaklega einn dag (31. maí) en munurinn var ekki tölfræðilega marktækur. Þannig fengust ekki fullnægjandi niður- stöður en stungið upp á því að gera frekari rannsóknir eða setja saman fleiri rannsóknir til að ná marktækum niðurstöðum. Eldgos í Holuhrauni 2014-2015 Gosið í Holuhrauni er stærsta flæðigos á Íslandi síðan í Skaftár- eldum 1783-1784 og stóð í 6 mánuði.25 Hraunið sem upp kom var um 1,6 rúmkílómetrar og flatarmálið um 84 ferkílómetrar. Kvikan var óvenjulega gasrík af basalti að vera og alls er talið að um 11 megatonn af brennisteinsdíoxíði hafi losnað úr kvikunni á gostím- anum, 5-6 Mt (megatonn) af koldíoxíði og allt að 280 Mt af vatns- gufu.25 Mynd 6 sýnir líkan af dreifingu brennisteinsdíoxíðs í gos- inu. Vetnisklóríð var lítið og vetnisflúoríð mældist ekki. Eftir skammvinnt gos á 0,6 km langri gossprungu norður af Dyngjujökli 29. ágúst hófst megingosið á sama stað tveim dög- Mynd 6. Dreifing brenni- steinsdíoxíðs frá gosinu í Holuhrauni. Líkan af dreifingu brennisteinsdíoxíðs frá gosinu í Holuhrauni þá 6 mánuði sem gosið stóð, samkvæmt niðurstöðum frá 8 mælistöðum.25 Myndin sýnir hversu mörg prósent klukku- stunda á þessu tímabili voru með SO2 í andrúmslofti yfir heilsumörkum (SO2-magn yfir 350 míkrógrömm í rúmmetra) á hverju svæði. Við Mývatn voru 2% eða 86 klukkustundir yfir heilsu- mörkum, meðal annars sam- fleytt í 17 klukkustundir.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.