Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 28
444 LÆKNAblaðið 2016/102 Við augnbotnaskoðun sást stálflís hliðlægt í sjónhimnunni og blæðing í kring (mynd 2). Gatið á lithimnunni og óregla dýpra í hornhimnunni gefa til kynna að rof hafi orðið á auganu. Sárið var sjálflokandi og því ekki greinanlegur litarefnisleki. Sjúkling- ur hafði verið að meitla gamlan húsgrunn og járnflís skotist inn í augað. Lega, stærð og staðsetning hennar var staðfest með tölvu- sneiðmynd (mynd 3). Sjúklingur var lagður inn á vegum augnlækna, fékk rocephalin 2 g í æð og oftaquix augndropa í vinsta auga 6 sinnum á dag. Hann fór í aðgerð daginn eftir þar sem glerhlaupið var hreinsað og flísin fjarlægð (vitrectomia). Gerð voru laser-ör í kringum gatið sem flísin skildi eftir sig (mynd 4). Hann fékk einnig stífkrampabólusetn- ingu (boostrix). Tveimur mánuðum eftir slysið mældist sjón 1,2 á vinstra auganu. (mynd 5). Umfjöllun Augnslys eru algengasta orsök blindu hjá fólki á vinnualdri.1 Að- skotahlutur innan auga er til staðar í 17-41% af slysum þar sem rof verður á auga.2 Alvarleiki skaðans fer eftir stærð, lögun og gerð að- skotahlutarins, með hvaða hætti áverkinn á sér stað og hvaða vefir augans skaddast. Aðskotahluturinn getur verið staðsettur hvar sem er innan augans, allt frá forhólfi aftur í sjónhimnu eða æðu.3,4 Saga, skoðun og rannsóknir Sjúklingar gefa oft óljósa sögu af óhappinu en lýsa því gjarnan að þeim hafi fundist þeir fá eithvað upp í augað án þess að augljós Mynd 5. Mynd af augnbotni vinstra auga tveimur mánuðum eftir slysið. Tilfelli mánaðarins – svar ummerki sjáist um það á yfirborðinu. Þannig getur verið auðvelt að missa af greiningunni. Við nánari skoðun má greina lítið inn- gangssár en þessi sár geta verið sjálflokandi og þá sést ekki lit- arefnisleki (neikvætt Seidel ś test). Gat á lithimnunni getur verið eina ummerkið um að rof hafi orðið á auganu. Einkenni sjúklings og útlit skoðunar fer eftir áverkanum og hvar aðskotahlutur situr í auganu. Mekanísk áhrif þess þegar aðskotahlutur fer í gegnum augað geta verið sár og síðar örmyndun á hornhimnu, skýmynd- un á augasteini vegna skaða á augasteinshýði, glerhlaupslos, blæð- ingar í sjónhimnu og/eða glerhlaupi og sjónhimnulos.3 Vakni grunur um aðskotahlut í auga er tölvusneiðmynd af aug- um og augnumgjörð kjörrannsókn. Þar er unnt að meta andlits- bein, lögun augnknatta og ef aðskotahlutur sést, stærð og stað- setningu hans.4 Greinist ekki aðskotahlutur á tölvusneiðmynd en grunur er áfram sterkur, má gera segulómun af auga og augnum- gjörð en þá rannsókn má einungis framkvæma þegar búið er að útiloka aðskotahlut úr málmi.3 Meðferð Fyrsta meðferð sjúklings með grun um rof á auga er að setja skjöld yfir augað til að forðast utanaðkomandi þrýsting og vísa sjúklingi til augnlæknis. Meðhöndlunin í framhaldinu fer eftir tegund áverka, gerðar og stærðar aðskotahlutar og staðsetningu hans.4 Sé rof á auganu sem ekki hefur lokast af sjálfu sér er fyrsta markmið meðferðar að loka gatinu. Það fer eftir aðstæðum og ástandi sjúk- lings hvort aðskotahluturinn er fjarlægður í sömu aðgerð.1,4 Miklar framfarir hafa orðið í aðgerðum á aftari hluta augans og samfara Mynd 4. Augnbotnamynd af vinstra auga tekin daginn eftir að sjúklingur hafði hlotið meðferð. T I L F E L L I M Á N A Ð A R I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.