Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 28
444 LÆKNAblaðið 2016/102
Við augnbotnaskoðun sást stálflís hliðlægt í sjónhimnunni og
blæðing í kring (mynd 2). Gatið á lithimnunni og óregla dýpra
í hornhimnunni gefa til kynna að rof hafi orðið á auganu. Sárið
var sjálflokandi og því ekki greinanlegur litarefnisleki. Sjúkling-
ur hafði verið að meitla gamlan húsgrunn og járnflís skotist inn í
augað. Lega, stærð og staðsetning hennar var staðfest með tölvu-
sneiðmynd (mynd 3).
Sjúklingur var lagður inn á vegum augnlækna, fékk rocephalin
2 g í æð og oftaquix augndropa í vinsta auga 6 sinnum á dag. Hann
fór í aðgerð daginn eftir þar sem glerhlaupið var hreinsað og flísin
fjarlægð (vitrectomia). Gerð voru laser-ör í kringum gatið sem flísin
skildi eftir sig (mynd 4). Hann fékk einnig stífkrampabólusetn-
ingu (boostrix). Tveimur mánuðum eftir slysið mældist sjón 1,2 á
vinstra auganu. (mynd 5).
Umfjöllun
Augnslys eru algengasta orsök blindu hjá fólki á vinnualdri.1 Að-
skotahlutur innan auga er til staðar í 17-41% af slysum þar sem rof
verður á auga.2 Alvarleiki skaðans fer eftir stærð, lögun og gerð að-
skotahlutarins, með hvaða hætti áverkinn á sér stað og hvaða vefir
augans skaddast. Aðskotahluturinn getur verið staðsettur hvar
sem er innan augans, allt frá forhólfi aftur í sjónhimnu eða æðu.3,4
Saga, skoðun og rannsóknir
Sjúklingar gefa oft óljósa sögu af óhappinu en lýsa því gjarnan að
þeim hafi fundist þeir fá eithvað upp í augað án þess að augljós
Mynd 5. Mynd af augnbotni vinstra auga tveimur mánuðum eftir slysið.
Tilfelli mánaðarins – svar
ummerki sjáist um það á yfirborðinu. Þannig getur verið auðvelt
að missa af greiningunni. Við nánari skoðun má greina lítið inn-
gangssár en þessi sár geta verið sjálflokandi og þá sést ekki lit-
arefnisleki (neikvætt Seidel ś test). Gat á lithimnunni getur verið
eina ummerkið um að rof hafi orðið á auganu. Einkenni sjúklings
og útlit skoðunar fer eftir áverkanum og hvar aðskotahlutur situr
í auganu. Mekanísk áhrif þess þegar aðskotahlutur fer í gegnum
augað geta verið sár og síðar örmyndun á hornhimnu, skýmynd-
un á augasteini vegna skaða á augasteinshýði, glerhlaupslos, blæð-
ingar í sjónhimnu og/eða glerhlaupi og sjónhimnulos.3
Vakni grunur um aðskotahlut í auga er tölvusneiðmynd af aug-
um og augnumgjörð kjörrannsókn. Þar er unnt að meta andlits-
bein, lögun augnknatta og ef aðskotahlutur sést, stærð og stað-
setningu hans.4 Greinist ekki aðskotahlutur á tölvusneiðmynd en
grunur er áfram sterkur, má gera segulómun af auga og augnum-
gjörð en þá rannsókn má einungis framkvæma þegar búið er að
útiloka aðskotahlut úr málmi.3
Meðferð
Fyrsta meðferð sjúklings með grun um rof á auga er að setja skjöld
yfir augað til að forðast utanaðkomandi þrýsting og vísa sjúklingi
til augnlæknis. Meðhöndlunin í framhaldinu fer eftir tegund
áverka, gerðar og stærðar aðskotahlutar og staðsetningu hans.4 Sé
rof á auganu sem ekki hefur lokast af sjálfu sér er fyrsta markmið
meðferðar að loka gatinu. Það fer eftir aðstæðum og ástandi sjúk-
lings hvort aðskotahluturinn er fjarlægður í sömu aðgerð.1,4 Miklar
framfarir hafa orðið í aðgerðum á aftari hluta augans og samfara
Mynd 4. Augnbotnamynd af vinstra auga tekin daginn eftir að sjúklingur hafði hlotið
meðferð.
T I L F E L L I M Á N A Ð A R I N S