Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Síða 29

Læknablaðið - 01.10.2016, Síða 29
LÆKNAblaðið 2016/102 445 því hefur aðgerðum þar sem fjarlægja þarf augað fækkað.2,4 Í dag eru aðskotahlutir í aftari hluta augans í flestum tilfellum fjarlægð- ir í glerhlaupsaðgerð og þá er ýmist notast við töng eða segul.4 Aðskotahlut úr málmi og lífrænum efnum er mikilvægt að fjarlægja. Agnir úr málmi valda oxunarálagi á vefi augans og frumudauða. Sé aðskotahlutur úr steini eða lífrænu efni eru aukn- ar líkur á sýkingu.3 Gler og plast eru hlutlaus efni og hafa ekki sambærilega fylgikvilla í för með sér og kemur til greina að láta þá vera og fylgja sjúklingi náið eftir.5,6 Vegna sýkingarhættu er mælst til þess að sjúklingar fái breið- virk sýklalyf um munn/æð og einnig í formi augndropa fyrir og eftir aðgerð. Algengustu sýkingarvaldar eru gram-jákvæðar bakt- eríur, kóagúlasa-neikvæðir stafýlókokkar og streptókokkar.4 Síðkomnir fylgikvillar eftir fjarlægingu aðskotahlutar úr aftari hluta augans eru sýkingar, himnumyndun yfir sjónhimnu (ep- iretinal membrane), sjónhimnulos og örmyndun (proliferative vitre- oretinopathy). Þessir fylgikvillar valda verulegu sjóntapi hjá allt að 8% þeirra sem fá aðskotahlut inn í augað og undirgangast gler- hlaupsaðgerð.2 Horfur með tilliti til sjónskerpu fara eftir áverkanum, hvaða vefir augans skaddast og hvort sjúklingur fái einhverja síðkomna fylgikvilla.1,4,7 Heimildir 1. Ehlers JP, Kunimoto DY, Ittoop S, Maguire JI, Ho AC, Regillo CD. Metallic intraocular foreign bodies: characteristics, interventions, and prognostic factors for visual outcome and globe survival. Am J Ophthalmol 2008; 146: 427-33. 2. Erakgun T, Egrilmez S. Prognostic factors in vitrectomy for posterior segment intraocular foreign bodies. J Trauma 2008; 64: 1034-7. 3. Kanski JJ, Bowling B. Clinical Ophthalmology: A Systematic Approach. Elsevier Health Sciences, UK 2011. 4. Yeh S, Colyer MH, Weichel ED. Current trends in the management of intraocular foreign bodies. Curr Opin Ophthalmol 2008; 19: 225-33. 5. Al-Thowaibi A, Kumar M, Al-Matani I. An overview of penetrating ocular trauma with retained intraocular foreign body. Saudi J Ophthalmol 2011; 25: 203-5. 6. Greven CM, Engelbrecht NE, Slusher MM, Nagy SS. Intraocular foreign bodies: Management, prognostic factors, and visual outcomes. Ophthalmology 2000; 107: 608-12. 7. Choovuthayakorn J, Hansapinyo L, Ittipunkul N, Patikulsila D, Kunavisarut P. Predictive factors and outcomes of posterior segment intraocular foreign bodies. Eye (London) 2011; 25: 1622-6. T I L F E L L I M Á N A Ð A R I N S Vísinda- og þróunarstyrkir Úthlutun 2016-2017 Vísindasjóður Félags íslenskra heimilislækna (FÍH) úthlutar styrkjum til vísinda- og þróunarverkefna á sviði heilsugæslu einu sinni á ári. Lögð er áhersla á að styrkja rannsóknir í heimilislækningum, um heimilislækningar og á forsendum heimilislækninganna sjálfra. Sjóðurinn veitir einnig sérstaka starfsstyrki til slíkrar vinnu. Umsóknir um úthlutun fyrir styrkárið 2016-2017 þurfa að berast sjóðnum fyrir 20. október næstkomandi. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Umsóknum ber að skila rafrænt til Margrétar Aðalsteinsdóttur (margret@lis.is), hjá Læknafélagi Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, ásamt rannsókn- ar- og fjárhagsáætlunum eða framgangsskýrslu ef um endurumsókn sama verkefnis er að ræða. Umsóknareyðublað er að finna á innra neti heimasíðu Læknafélagsins, lis.is, undir Tenglar. Starfsstyrkir geta verið allt frá 1 til 12 mánaða í senn. Upphæð starfsstyrks miðast við fasta upphæð sem svarar til dagvinnulauna styrkþega og er þá tekið mið af menntun og starfsaldri, þó aldrei hærri en sem svarar dagvinnulaunum yfirlæknis í heilsugæslu. Sé styrkþegi starfandi á heilbrigðisstofnun innan heilsugæslunnar leggur stjórn Vísindasjóðsins til að styrkurinn verði greiddur beint til þeirrar stofnunar. Á móti komi að forsvarsmenn stofnunarinnar sjái til þess að styrkþegi haldi áfram starfi sínu, óbreyttum launum og réttind- um, en fái jafnframt tíma til að sinna rannsóknarstörfum á dagvinnutíma. Sjóðurinn veitir að jafnaði starfsstyrki til verkefna sem krefjast minnst tveggja mánaða vinnu eða meira. Við mat á umsóknum er lögð áhersla á að rannsóknarverkefnið sé á forsendum heilsugæslunnar. Sé um vísindaverkefni að ræða er einnig lögð áhersla á tengsl rannsakenda við heimilislæknisfræði Háskóla Íslands eða aðra akademíska háskólastofnun í heimilislækningum. Nánari upplýsingar veitir Emil L. Sigurðsson (emilsig@hi.is) Stjórn Vísindasjóðs FÍH

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.