Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2016, Síða 34

Læknablaðið - 01.10.2016, Síða 34
450 LÆKNAblaðið 2016/102 að meðhöndla um þriðjung þess fjölda en vitaskuld verður erfiðast að ná til þeirra síðustu.“ Kynskipting, viðhald og forvarnir Það hefur ótrúlega margt gerst og breyst á þessum tíma sem SÁÁ hefur starfað. Þeir sem leita sér meðferðar núna koma inn í allt annað umhverfi en var fyrir 40 árum. „SÁÁ starfrækir þetta fallega sjúkrahús, Vog, þar sem fólki er sýnd full virðing og veitt fagleg þjónusta. Hér starfa einungis læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sálfræðingar og áfengis- og vímuefnaráðgjafar. Við höfum reynt að koma til móts við marga mismunandi hópa og þróa úrræðin. Við vitum að lengri eftirfylgni skilar betri árangri eins og eðli- legt er með króníska sjúkdóma. Kynskipt- ing sjúklinga er orðin regla í starfseminni og sennilega er engin íslensk heilbrigðis- stofnun sem skiptir kynjunum upp eins mikið og við gerum. Hér eru svefngangar skiptir eftir kynjum, sérhópar og sérmeð- ferðir eftir aldri og kyni. Auk þess erum við með um 100 manns í viðhaldsmeð- ferð með metadon og buprenorphine við ópíóíðafíkn.“ Á hverju ári leita um 2200 manns sér meðferðar á Vogi en það þýðir að á hverj- um degi eru að meðaltali 6-7 innlagnir. „Hér er því mikið gegnumflæði og mörgu að sinna. Styrkurinn við SÁÁ er að með- ferðin er opin og aðgengileg. Hún er ekki einungis á forminu maður á mann sem er mjög dýrt og stendur því fáum til boða. Við bjóðum upp á hópmeðferð og fyrir- lestra, fólkið er hérna svo fagfólkið þarf ekki að bíða eftir þeim sem ekki mæta. Þetta er því gríðarlega hagkvæm leið og margir þurfa heldur ekki mikið inngrip til þess að finna fæturna og hefja bataferli sem vissulega getur gengið upp og ofan. Þetta er eins og með aðra króníska sjúk- dóma, fólk nær ekki tökum á sykursýki á tveimur vikum, það tekur flesta nokkra mánuði eða enn lengri tíma. Fyrsta atriðið er að stoppa neysluna svo hægt sé að koma við tækjum til þess að takast á við sjúkdóminn. Það vantar ekki hugmyndir og verk- efni sem við reynum að sinna eins og við getum, til dæmis stuðningi við aðstand- endur. Meðal þeirra eru börn og við erum með sálfræðinga í fullu starfi við að sinna börnum fíkla og alkóhólista á aldrinum 8-18 ára. Þetta eru forvarnir hjá þeim hópi sem er í mestri áhættu.“ Bara venjulegt fólk „En þrátt fyrir miklar framfarir og hugar- farsbreytingu þurfum við og sjúklingar okkar enn að takast á við ýmsa fordóma. Dæmi um þá eru að hingað leiti bara vondir ungir karlmenn. Margar eldri kon- ur sem eru illa farnar af neyslu áfengis eða lyfja eiga erfitt með að yfirstíga þá skammartilfinningu sem fylgir því að leita sér aðstoðar á Vogi. Fólk með fíknsjúkdóm, eða áfengis- og vímuefnafíkn, er venjulegt fólk. Hingað kemur bara venjulegt fólk með fíknsjúk- dóm, heiðvirðir og glæpamenn, gamalt fólk og ungt, sumir fljúgandi vel gefnir, aðrir ekki, fólk í fullri vinnu eða ekki, allt litrófið, rétt eins og í öðrum sjúklingahóp- um. Það er því bæði fordómafullt og eyði- leggjandi að tína til einhverja undirhópa. Neysla áfengis og annarra vímuefna er í sjálfu sér ekki sjúkdómur heldur almenn hegðun. Sjúkdómurinn er hins vegar alvarlegur, hefur mjög mismunandi af- leiðingar og þróun, allt frá tímabundnum persónulegum erfiðleikum í varanlegan skaða og örorku. Inngripin eru því að sama skapi allt frá stuttu inngripi í viðvar- andi og endurtekna líkn. Það er eins og í flestum öðrum langvinnum sjúkdómum. Fíknsjúkdóminn þarf áfram að draga út úr afkimum skammar og fordóma og halda innan heilbrigðisþjónustunnar þar sem hann á heima. Eins og með aðra langvinna kvilla þarf oft fjölbreytta félagslega þjón- ustu samhliða, eins og veitt er í velferðar- kerfi okkar. En ég vil árétta, að fólk með fíknsjúkdóm er venjulegt fólk, sem þarf þjónustu heilbrigðiskerfisins áfram og enn frekar,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir yfir- læknir á Vogi. V I Ð T A L NÝ MEÐFERÐ VIÐ LANGVARANDI HJARTABILUN Entresto dregur úr sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum samanborið við enalapril, samkvæmt PARADIGM-HF rannsókninni1 HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN Á HJARTADAUÐA (CARDIOVASCULAR DEATH) EÐA FYRSTU SJÚKRAHÚSINNLÖGN VEGNA HJARTABILUNAR SBR. VIÐ ENALAPRIL *ARR 4,7% HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN Á FYRSTU SJÚKRAHÚSINNLÖGN VEGNA HJARTABILUNAR, SBR. VIÐ ENALAPRIL *ARR 2,8% HLUTFALLSLEG ÁHÆTTUMINNKUN Á HJARTADAUÐA (CARDIOVASCULAR DEATH) SBR. VIÐ ENALAPRIL *ARR 3,1%PARADIGM-HF var fjölþjóðleg, slembiröðuð, tvíblind samanburðarrannsókn hjá 8.442 sjúklingum með langvinna hjartabilun (NYHA flokkar II-IV) og skert útfallsbrot (útfallsbrot vinstri slegils [LVEF] ≤40%, síðar breytt í ≤35%). * ARR = Hrein áhættuminnkun (absolute risk reduction). Ábending: Til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum við langvarandi hjartabilun með einkennum og skertu útfallsbroti.2 Heimildir: 1. McMurrey JJV, Packer M, Desai AS, et al. for PARADIGM-HF Investigators and Committees. Angiotensin-neprilysin inhibition vs. enalapril in heart failure. N Engl J Med. 2014; 371(11):993-1004. 2. Samantekt á eiginleikum Entresto, Lyfjastofnun, www.serlyfjaskra.is Entresto, 24 mg/26 mg, 49 mg/51 mg og 97 mg/103 mg, filmuhúðaðar töflur. Novartis. ATC flokkur: C09DX04. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Innihaldslýsing: Entresto 24 mg/26 mg filmuhúðaðar töflur: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 24,3 mg sacubitril og 25,7 mg valsartan (sem sacubitril valsartan natríumsaltfléttu). Entresto 49 mg/51 mg filmuhúðaðar töflur: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 48,6 mg sacubitril og 51,4 mg valsartan (sem sacubitril valsartan natríumsaltfléttu). Entresto 97 mg/103 mg filmuhúðaðar töflur: Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 97,2 mg sacubitril og 102,8 mg valsartan (sem sacubitril valsartan natríumsaltfléttu). Ábendingar: Entresto er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúk- lingum við langvarandi hjartabilun með einkennum og skertu útfallsbroti. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Ráðlagður upphafsskammtur Entresto er ein 49 mg/51 mg tafla tvisvar á sólarhring, nema í þeim tilvikum sem lýst er hér fyrir neðan. Tvöfalda á skammtinn eftir 2-4 vikur þannig að hann verði markskammturinn sem er ein 97 mg/103 mg tafla tvisvar á sólarhring, eftir því sem sjúklingurinn þolir. Ef sjúklingar finna fyrir vandamálum varðandi þolanleika (slagbilsþrýstingur ≤95 mmHg, lágþrýstingur með einkennum, blóðkalíumhækkun, truflun á starfsemi nýrna) er ráðlagt að aðlaga samhliða lyfjagjöf, draga tímabundið úr skömmtum eða hætta meðferð með Entresto. Í PARADIGM HF rannsókninni var Entresto gefið ásamt annarri meðferð við hjartabilun, í staðinn fyrir ACE hemil eða aðra angíótensín II viðtakablokka. Reynsla hjá sjúklingum sem ekki eru á meðferð með ACE hemli eða angíótensín II viðtakablokka eða eru á litlum skömmtum af þessum lyfjum er takmörkuð. Því er ráðlagt að upphafsskammturinn sé 24 mg/26 mg tvisvar á sólarhring og skammtar auknir hægt (tvöfaldaðir á 3-4 vikna fresti) hjá þeim sjúklingum. Ekki skal hefja meðferð hjá sjúklingum með þéttni kalíums í sermi >5,4 mmól/l eða slagbilsþrýsting <100 mmHg. Íhuga skal upphafsskammtinn 24 mg/26 mg tvisvar á sólarhring hjá sjúklingum með slagbilsþrýsting ≥100 til 110 mmHg. Entresto á ekki að gefa samhliða ACE hemli eða angíótensín II viðtakablokka. Vegna hugsanlegrar hættu á ofnæmisbjúg við samhliða notkun með ACE hemli má ekki hefja meðferð með því fyrr en að minnsta kosti 36 klst. eftir að meðferð með ACE hemli er hætt. Aðgengi valsartans sem er í Entresto er meira en valsartans sem er í öðum töflum sem eru á markað. Ef skammtur gleymist skal sjúklingurinn taka næsta skammt á venjulegum tíma. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir: Hjá öldruðum skal skammturinn vera í samræmi við nýrnastarfsemi. Skert nýrnastarfsemi: Ekki er þörf á að breyta skömmtum hjá sjúklingum með vægt (áætlaður gaukulsíunarhraði [eGFR] 60 90 ml/mín./1,73 m2) skerta nýrnastarfsemi. Íhuga skal upphafsskammtinn 24 mg/26 mg tvisvar á sólarhring hjá sjúklingum með miðlungsmikið skerta nýrnastarfsemi (eGFR 30-60 ml/mín./1,73 m2). Þar sem mjög takmörkuð klínísk reynsla liggur fyrir hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (eGFR <30 ml/mín./1,73 m2) skal gæta varúðar við notkun Entresto og ráðlagður upphafsskammtur er 24 mg/26 mg tvisvar sinnum á sólarhring. Engin reynsla er hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóm á lokastigi og notkun Entresto ekki ráðlögð. Skert lifrarstarfsemi: Ekki er þörf á a breyta skömmtum við notkun Entresto hjá sjúklingum með vægt skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur A). Takmörkuð klínísk reynsla er hjá sjúklingum með miðlungsmikið skerta lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur B) eða AST/ALT gildi meira en tvöföld eðlileg hámarksgildi. Gæta skal varúðar við notkun Entresto hjá þessum sjúklingum og ráðlagður upphafsskammtur er 24 mg/26 mg tvisvar á sólarhring. Ekki má nota Entresto hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi, gallskorpulifur eða gallteppu (Child Pugh flokkur C). Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Entresto hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi. Lyfjagjöf: Til inntöku. Entresto má taka með mat eða án. Gleypa verður töflurnar með glasi af vatni. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Samhliðanotkun með ACE hemlum. Ekki má gefa Entresto fyrr en 36 klst. eftir að meðferð með ACE hemli er hætt. Þekkt saga um ofnæmisbjúg í tengslum við fyrri meðferð með ACE hemli eða angíótensín II viðtakablokka. Arfgengur eða frumkominn ofnæmisbjúgur. Samhliðanotkun með lyfjum sem innihalda aliskiren hjá sjúklingum með sykursýki eða sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi (eGFR <60 ml/mín./1,73 m2). Verulega skert lifrarstarfsemi, gallskorpulifur eða gallteppa. Annar og síðasti þriðjungur meðgöngu. Pakkningastærð(ir) og hámarks smásöluverð sept. 2016 (www.lgn.is): Entresto 24/26 mg, 28 stk, 13.435 kr.; Entresto 49/51 mg, 56 stk, 25.750 kr.; Entresto 49/51 mg, 168 stk, 70.593 kr.; Entresto 97/103 mg, 56 stk, 25.750 kr.; Entresto 97/103 mg, 168 stk, 70.593 kr. Ávísunarheimild og afgreiðsluflokkar: Z R. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: Einstaklingsbundin greiðsluþátttaka, sjá vinnureglu Sjúkratrygginga Íslands á www.sjukra.is vegna lyfjaskírteinis. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm Limited, Frimley Business Park, Camberley GU16 7SR, Bretlandi. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535-7000. Textinn var síðast samþykktur 16. júní 2016. Ath. textinn er styttur. Sjá nánari upplýsingar í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. EN T 2 01 6/ 08 -3 8/ IS Fundir öldungadeildar á haustönn 2016 5 . október flytur Sigurjón Arason dósent í matvælaverkfræði og deildarstjóri vinnsluþróunardeildar Matís erindi um þróun mælitækja í fiskiðnaði og til lækninga. 2. nóvember flytur Óttar Guðmundsson læknir erindið: Kynlíf í Íslendingasögunum. 7. desember flytur Ari Jóhannesson læknir erindið: „Svo mæla seglin hvítu“ - Hugleiðingar um lækningar og skáldskap. Fundir öldungadeildar eru fyrsta miðvikudag hvers mánaðar og hefjast kl. 16, en á undan fundi, kl. 15.30, er boðið upp á kaffi og vínarbrauð.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.