Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 36

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 36
452 LÆKNAblaðið 2016/102 A Ð A L F U N D U R L Í Á að breyta LÍ – og þá hvernig? Málþing á aðalfundi LÍ sammála um að ýmsu þurfi að breyta en að málið sé ekki nógu þroskað enn ■ ■ ■ Þröstur Haraldsson Á aðalfundi Læknafélags Íslands sem haldinn var 22.-23. september var haldið málþing um skipulag læknasamtakanna og er það hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem það mál er á dagskrá félagsins. Til- efnið var að þessu sinni álit nefndar sem skipuð var haustið 2014 til þess að gera tillögur um hvort ástæða sé til þess að breyta skipulaginu frá því sem nú er. Svar- ið sem nefndin gefur við því er eiginlega já, það er ástæða til að breyta – en með hvaða hætti er ekki alveg ljóst. Það kom fram í máli Björns Gunnars- sonar fundarstjóra að þetta væri ekki fyrsta álitið þar sem spurningunni um breytt skipulag hefði verið svarað á já- kvæðan hátt en hingað til hefði lítið orðið úr róttækum breytingum. Svo gaf hann formanni nefndarinnar, Magnúsi Páli Al- bertssyni, orðið. Í máli Magnúsar Páls kom fram að nefndin komst að þeirra niðurstöðu að viðfangsefnið væri fjórþætt. Í fyrsta lagi þyrfti að huga að heildarskipulagi læknasam- takanna, í öðru lagi stöðu aðildarfélaganna, í þriðja lagi fyrirkomulagi aðalfundar og síðast en ekki síst kosningum til stjórnar og annarra embætta. Í stuttu máli sagt varð nefndin sammála um tvennt: Læknafélag Íslands verði áfram aðalfélag íslenskra lækna og Orri Þór Ormarsson og Þorbjörn Jónsson formaður á fremsta bekk, - Sigurveig Pétursdóttir bæklunarlæknir, Ragnar Jónsson tryggingalæknir og Magnús Páll Albertsson bæklun- arlæknir. Myndir Védís. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra ávarpaði fundinn og slapp svo ekki frá púltinu næsta einn og hálfan tímann, - læknar spurðu hann spjör- unum úr, skömmuðu hann og hældu honum líka á hvert reipi.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.