Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 37

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 37
LÆKNAblaðið 2016/102 453 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R að í kosningum innan þess gildi reglan einn maður – eitt atkvæði. En þótt þetta sé að sínu leyti nokk- uð skýr afstaða kallar hún á töluverðar breytingar sem að mati nefndarmanna þarf að ræða vel og vandlega á vettvangi samtakanna áður en ákvarðanir verða teknar. Og þar er að ýmsu að hyggja. Það fyrsta sem kemur upp er staða aðildarfélaga LÍ en hún er æði misjöfn. Aðild að LÍ eiga annars vegar svæðafélög og hins vegar sérgreinafélög. Af þessum félögum er eitt sem ber ægishjálm yfir öll hin. Læknafélag Reykjavíkur er lang- fjölmennasta svæðisfélagið innan LÍ og raunar elsta félagið, eldra en Læknafélag Íslands. Sérgreinafélögin eru yfirleitt mun yngri og misjöfn að gerð og uppbyggingu. Félög heimilislækna og lyflækna eru væntanlega þau stærstu en þau eru ein- göngu fagfélög og framselja vald sitt til að gera kjarasamninga til Læknafélags Íslands. Það gera raunar flest sérgreinafé- lögin, að undantöldu Skurðlæknafélaginu sem tók samningsvaldið í sínar hendur fyrir nokkrum árum. Rafrænt jafnvægi atkvæða? LR er eins og áður segir langfjölmennasta aðildarfélag LÍ og hefur meðal annarra verkefna á sinni könnu að semja við rík- isvaldið um verðskrá þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðinga. Fjölmennið tryggir félaginu líka úrslitavald á aðalfundi LÍ og þar með yfir stjórnarkjöri í heildarsamtök- um lækna. Eða eins og Magnús Páll orðaði Læknar hlýddu stilltir hver á annan, fundurinn stóð í fjóra tíma á fimmtudeginum og í átta á föstudeginum. Kristófer Þorleifsson geðlæknir og Stefán Yngvason bæklunar- læknir. Jón Baldursson bráðalæknir fór sér að engu óðslega og Björn Gunnarsson svæfingalæknir á Akranesi stýrði mál- þingi um breytingar á innviðum LÍ og LR af mikilli festu. það í ræðu sinni: „Við gætum í raun látið LR um að afgreiða aðalfund LÍ.“ Þar með barst umræðan að hinu at- riðinu sem nefndin varð sammála um sem er að stefna að því að allir læknar hafi eitt

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.