Læknablaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 44
460 LÆKNAblaðið 2016/102
starfsfólks batna með byltingarkenndum hætti og vísindastarfið
eflast. Við ætlum að byggja hjúkrunarheimili til að bæta þjón-
ustu við elstu borgarana og til að auðvelda útskrift sjúklinga af
Landspítala.
3. Við viljum efla sérfræðilæknaþjónustu í hinu opinbera heilbrigðiskerfi og skapa heilbrigðisstarfsfólki starfsað-
stæður sem standast samanburð við Norðurlöndin. Við viljum
líka að sérfræðilæknar verði í fullu starfi á sjúkrahúsunum því
það er hagkvæmara og bætir heilbrigðisþjónustuna og öryggi
sjúklinga. Landspítalinn er sjúkrahús allrar þjóðarinnar. Þar er
flóknasta þjónustan veitt öllum landsmönnum en sérfræðingarnir
þar eiga líka að liðsinna heilbrigðisstofnunum um land allt því
stundum er betra að þjónustan sé í boði þar sem fólkið býr. Öfl-
ugir ríkisreknir spítalar eru lykillinn að besta heilbrigðiskerfi í
heimi.
Sjálfstæðisflokkur
1. Hlutfall af þjóðartekjum er tæplega besti mælikvarðinn á hver heilbrigðisútgjöld þurfi að vera. Þörf fólks á heil-
brigðisþjónustu minnkar ekki í efnahagsáföllum, ekki frekar en
hún eykst í góðæri. Sjálfstæðisflokkurinn jók heilbrigðisútgjöld
um 16% á kjörtímabilinu, 38 milljarða króna, sem er gríðarleg
breyting frá fyrra kjörtímabili og þannig hófumst við handa við
endurreisn heilbrigðiskerfisins. — Á þessu kjörtímabili komum
við ríkisfjármálunum í það lag að innistæða væri til frekari upp-
byggingar á hinu næsta. Það tókst og þess vegna er uppbygging
heilbrigðiskerfisins höfuðatriði kosningabaráttu okkar nú.
2. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt kapp á framkvæmda-áætlun um uppbyggingu Landspítalans og jafnframt
tryggt fjármögnun hans. Á þessum tíma er viðbúið að talsvert
álag verði á einstakar deildir spítalans, en við því verður brugðist
á hverjum tíma. Mikilvægt er að stytta legutíma sjúklinga meðal
annars með bættari mönnun sérfræðinga á Landspítala, áfram-
haldandi uppbyggingu hjúkrunarrýma, öflugri heimahjúkrun og
fjölgun endurhæfingarrýma. Þá verður að halda áfram að styrkja
heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað sjúklinga í heilbrigðiskerf-
inu og létta þannig álagi af LSH.
3. Þetta er langtímaverkefni sem snertir ekki einungis heil-brigðiskerfið. Við viljum efla þekkingargreinar og auka
fjölbreytni í atvinnulífi, ekki aðeins til þess að bæta verðmæta-
sköpun og nýtt mannauðinn betur, heldur til þess að gera Ísland
betra til þess að búa og starfa í. Byggja á undir faglegan metnað
og sjálfstæði, góðan starfsanda og tryggja bestu mögulegu starfs-
aðstæður. Markmiðið er að tryggja samkeppnishæfni íslenskrar
heilbrigðisþjónustu um starfsfólk.
Viðreisn
1. Fyrirsjáanlegt er að útgjöld munu aukast. Styrkja þarf heilsugæslu og öldrunarþjónustu vegna þess að nú færast
stórir árgangar á efri ár.
Það er mjög erfitt að miða við fast hlutfall þjóðartekna þegar
ákveðin eru útgjöld til málaflokka. Eðlilegt hlutfall í heilbrigð-
ismálum ræðst af aldursskiptingu, dreifingu fólks um landið,
breytilegum þjóðartekjum og mörgum fleiri þáttum. Ávallt þarf
að gæta þess að nýta fjármagn sem best útfrá hagsmunum al-
mennings. Eðlileg nálgun er að setja markmið um árangur sem
heilbrigðiskerfið á að ná, til dæmis um styttingu biðlista og gæði
þjónustunnar, og rétt almennings alls staðar á landinu til heil-
brigðisþjónustu. Útgjöldin eru þá niðurstaða en ekki markmið.
2. Stefna Viðreisnar er að uppbyggingu Landspítala við Hringbraut verði flýtt og lokið eigi síðar en árið 2022.
3. Með uppbyggingu Landspítala skapast mun betri aðstaða en nú og tækifæri til betra skipulags sem gerir spítalann
að eftirsókarverðari vinnustað. Mikilvægt er að bæta þjónustuna
út um land, t.d. með samvinnu sjúkrahúsa og fjárveitingum til
þess að bæta sérfræðiþjónustuna í öllum landshlutum.
Vinstrihreyfing in –
grænt framboð
1. Vinstri græn vilja að árið 2020 verði heildarútgjöld til heil-brigðismála 10,6% af vergri landsframleiðslu sem er sama
hlutfall og hjá Dönum árið 2015.
Vinstri græn munu leggja það til að fyrsta verkefni nýrrar rík-
isstjórnar verði að móta aðgerðaráætlun til næstu sex ára um það
hvernig þessum markmiðum verður náð og sú aðgerðaráætlun
liggi fyrir innan þriggja mánaða. Við þetta má bæta að innbyrðis
skiptingu opinberra fjárveitinga þarf að breyta sbr. svör við 3.
spurningu.
2. Vinstri græn telja það forgangsmál að byggja upp nýjan Landspítala við Hringbraut eins fljótt og kostur er. Hreyf-
ingin hefur lagt fram tillögur um byggingasjóð Landspítala sem
verði fjármagnaður með tímabundnum auðlegðarskatti og myndi
tryggja öruggt fjármagn til að ljúka byggingu nýs meðferðar-
kjarna og búa hann tækjum og öðrum búnaði.
3. Miðað við mannfjölda og fjölda læknismenntaðra á Ís-landi ætti ekki að vera almennur skortur á læknum. Hins
vegar hefur fjölgun lækna fyrst og fremst orðið á einkastofum
úti í bæ sem skýrist m.a. af því kerfi sem hefur verið byggt upp
í kringum Sjúkratryggingar Íslands þar sem æ fleiri aðgerðir og
læknisverk hafa færst frá sjúkrahúsum á einkastofur sérgreina-
lækna. Þessi þróun hefur verið gagnrýnd af ýmsum sérfræðing-
um, m.a. landlækni, en hún hefur grafið undan sjúkrahúsunum
sem hafa mætt niðurskurði allt frá 2003. Svarið hlýtur að vera að
efla annars vegar sérgreinalækningar inni á sjúkrahúsunum og
taka upp valfrjálst tilvísanakerfi samhliða styrkingu heilsugæsl-
unnar þannig að heilsugæslan fari raunverulega að virka sem
fyrsti valkostur. Að lokum má benda á að bygging nýs Landspít-
ala með viðunandi vinnuaðstæðum fyrir lækna er auðvitað
forsenda þess að hægt verði að bæta mönnunina á spítalanum.
S T J Ó R N M Á L