Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 49

Læknablaðið - 01.10.2016, Qupperneq 49
LÆKNAblaðið 2016/102 465 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R að skapferli þeirra og framferði allt breytt- ist við það að þeir komust til valda. Þessir menn voru Tony Blair forsætisráðherra Bretlands og Jónas Jónsson frá Hriflu sem meðal annars átti í útistöðum við íslenska geðlækna meðan hann gegndi embætti dómsmálaráðherra árið 1930. Þær hugsanir sem kviknuðu í huga undirritaðs voru þó um öllu nýrri atburði í íslenskum stjórn- málum sem sumir hverjir eru tæpast til lykta leiddir þegar þetta er ritað. En hvað sem því líður þá var gerður góður rómur að málflutningi gestanna og raunar fundinum öllum og fóru hinir norrænu gestir brosandi heim úr síðsum- arblíðunni, ögn fróðari um íslenska pólitík og heilbrigðismál. Þing lyflækna 2.-3. desember í Hörpu XXII. þing Félags íslenskra lyflækna verður haldið í Hörpu í Reykjavík dagana 2.-3. desember. Þema þingsins er lyflækningar framtíðarinnar. Á þinginu verður fjallað um sjúkrahús framtíðarinnar, göngudeildarþjónustu framtíðarinnar, einstaklingsmiðaða læknisfræði, notkun og misnotkun ópíata í lækn- isfræði svo og nýmæli i lyfjameðferð. Vísindarannsóknir verða kynntar með ágripum sem gefin verða út samhliða þinghaldinu og efni þeirra skýrt með veggspjöldum. Skilafrestur ágripa er til 20. október. Leiðbeiningar varðandi ágrip: Hámarkslengd ágripa miðast við 250 orð (titill ágrips og nöfn höfunda og stofnana ekki talin með). Ágrip skulu rituð á íslensku og er ætlast til að vandað sé til orðfæris og efnistaka. Lyfjaheiti skal rita með íslenskum rithætti. Innsending ágripa og skráning á þingið á heimasíðu Athygli ráðstefna. Skipulagningu þingsins annast Athygli ráðstefnur: birna@athygliradstefnur.is, tobba@athygliradstefnur.is Einnig er unnt að leita upplýsinga hjá stjórn Félags íslenskra lyflækna: Davíð O. Arnar formaður, davidar@landspitali.is Gerður Gröndal ritari, gerdurgr@landspitali.is Góð fundaaðstaða í Slipp- bíóinu á hótel Marina og einbeitingin ósvikin.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.