Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 50

Læknablaðið - 01.10.2016, Page 50
466 LÆKNAblaðið 2016/102 Victoza 6 mg/ml stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna NovoNordisk. A 10 BX 07. SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS – Styttur texti SPC Innihaldslýsing: Einn ml af lausn inniheldur 6 mg af liraglútíði. Einn áfylltur lyfjapenni inniheldur 18 mg af liraglútíði í 3 ml. Ábendingar: Victoza er ætlað til meðferðar á fullorðnum með sykursýki af tegund 2 til að ná stjórn á blóðsykri sem: Meðferð með einu lyfi: Þegar mataræði og hreyfing eingöngu veita ekki fullnægjandi stjórn á blóðsykri hjá sjúklingum sem geta ekki notað metformin vegna óþols eða frábendinga. Samsett meðferð: Með blóðsykurslækkandi lyfjum til inntöku og/eða grunninsúlíni þegar þau, ásamt mataræði og hreyfingu, veita ekki fullnægjandi stjórn á blóðsykri. Skammtar og lyfjagjöf: Skammtar: Til að auka þol meltingarfæra er upphafsskammturinn 0,6 mg af liraglútíði á sólarhring. Eftir a.m.k. viku á að auka skammtinn í 1,2 mg. Búast má við því að sumir sjúklingar hafi ávinning af því að auka skammtinn úr 1,2 mg í 1,8 mg og með hliðsjón af klínískri svörun má auka skammtinn í 1,8 mg eftir a.m.k. eina viku til að bæta blóðsykurstjórnun enn frekar. Ekki er mælt með sólarhringsskömmtum sem eru stærri en 1,8 mg. Victoza má bæta við metformín meðferð sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og tíazólidíndíóni. Halda má áfram að gefa óbreyttan skammt af metformíni og tíazólidíndíóni. Victoza má bæta við meðferð með súlfónýlúrealyfi sem er þegar til staðar eða við samsetta meðferð með metformíni og súlfónýlúrealyfi eða grunninsúlíni. Þegar Victoza er bætt við meðferð með súlfónýlúrealyfi eða grunninsúlíni má íhuga að minnka skammt súlfónýlúrealyfsins eða grunninsúlínsins til að draga úr hættu á blóðsykurslækkun. Ekki er nauðsynlegt að sjúklingur fylgist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð Victoza. Við upphaf samsettrar meðferðar með Victoza og súlfónýlúrealyfi eða grunninsúlíni gæti á hinn bóginn reynst nauðsynlegt að sjúklingur fylgdist sjálfur með blóðsykri til að stilla af skammtastærð súlfónýlúrealyfsins eða grunninsúlínsins. Sérstakir sjúklingahópar: Aldraðir sjúklingar (>  65  ára): Ekki er þörf á skammtaaðlögun vegna aldurs. Reynsla af meðferð er takmörkuð hjá sjúklingum sem eru ≥ 75 ára. Skert nýrnastarfsemi: Ekki er þörf á skammtaaðlögun hjá sjúklingum með vægt eða miðlungsmikið skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun 60‑90 ml/mín. og 30‑59 ml/mín., talið í sömu röð). Engin reynsla er af meðferð hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi (kreatínínúthreinsun minni en 30 ml/mín.). Sem stendur er ekki hægt að mæla með notkun Victoza hjá sjúklingum með verulega skerta nýrnastarfsemi, þ.m.t. sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi. Skert lifrarstarfsemi: Skammtaaðlögun er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með vægt eða miðlungsmikið skerta lifrarstarfsemi. Notkun Victoza er ekki ráðlögð hjá sjúklingum með verulega skerta lifrarstarfsemi. Börn: Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Victoza hjá börnum og unglingum yngri en 18 ára. Engar upplýsingar liggja fyrir. Lyfjagjöf: Ekki má gefa Victoza í bláæð eða í vöðva. Victoza á að gefa einu sinni á sólarhring hvenær dagsins sem er, óháð máltíðum og það má gefa undir húð á kvið, læri eða upphandlegg. Skipta má um stungustað og tímasetningu án þess að aðlaga skammta. Hins vegar er mælt með því að gefa Victoza inndælingu á u.þ.b. sama tíma dags þegar búið er að finna hentugasta tíma dagsins. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is Markaðsleyfishafi: Novo Nordisk A/S, Novo Allé, DK‑2880 Bagsværd, Danmörk. Nánari upplýsingar um lyfið fást hjá umboðsaðila á Íslandi sem er Vistor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ, sími: 535 7000. Textinn var síðast samþykktur í maí 2016. Ath. textinn er styttur. Sjá nánar undir Lyfjaupplýsingar á vef Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is Pakkningastærð(ir): Tveir pennar í pakka. Hver penni inniheldur 3 ml lausn með 6 mg/ml. Hver penni er því 15 skammtar miðað við 1,2 mg/skammt eða 10 skammtar miðað við 1,8 mg/skammt. Afgreiðslutilhögun (afgreiðsluflokkun): R Verð (samþykkt hámarksverð 1. september 2016): 6 mg/ml, 3 ml x 2 pennar. 18.585 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: O. Merkt lyf. V ic to za e r sk rá se tt v ö ru m e rk i í e ig u N o vo N o rd si sk A /S . I S /V T /0 5 1 6 /0 2 7 4 Ný stjórn hefur verið skipuð í Félagi íslenskra lyflækna (FÍL) sem fagnar 70 ára afmæli sínu á þessu ári. Stjórnina skipa: Davíð O. Arnar, formaður, Sigurður Ólafsson, gjaldkeri, Gerður Gröndal, ritari, Friðbjörn Sigurðsson, meðstjórn- andi, Runólfur Pálsson, meðstjórnandi, Signý Vala Sveinsdóttir, meðstjórnandi og Örvar Gunnarsson, meðstjórnandi. Eitt af meginverkefnum félagsins hefur verið að skipuleggja vísindaþing annað hvert ár. FÍL styður við frekari eflingu lyf- lækninga á Íslandi og þróun framhaldsnáms í lyflækningum við Landspítala. Þá er stefnt að öflugra samstarfi við sérgreinafélög innan lyflækninga og að vera stjórnvöldum til ráðuneytis um mál- efni sem tengjast lyflækningum. Runólfur Pálsson, fyrrum formaður FÍL, er nýtekinn við sem forseti Evrópusamtaka lyflækna (European Federation of Internal Medicine). Samhliða því kunna að vera tækifæri fyrir lyflækna hérlendis að láta meira til sín taka á alþjóðlegum vettvangi en víða er vaxandi áhersla á hlutverk almennra lyflækningar í vestrænum samfélögum, ekki síst vegna stækkandi hlutfalls aldraðra með fjöl- þætt heilsufarsvandamál. Ný stjórn Félags íslenskra lyflækna

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.