Fréttatíminn - 24.06.2016, Page 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 24. júní 2016
1.000-5.000
ALLAR VÖRUR Á
KRÓNUR Í VERSLUN OKKAR,
EVANS SMÁRALIND
2 FYRIR 1
AF ÖLLUM VÖRUM
Greitt er fyrir dýrari
vöruna
Baðstrandartískan
Nauthólsvík/
Costa del Sol
Þeir eru margir Íslendingarnir sem skella sér á strendur landsins
þegar vel viðrar. Ylströndin í Nauthólsvík er vinsæll áfangastaður til að
baða sig og fara í sjósund, sérstaklega fyrir þá sem lengir eftir sólbaði á
Costa del Sol. Samfara því huga margir að sundfatakaupum yfir sum-
artímann en oft getur verið snúið að finna hin fullkomnu sundföt: Þau
verða að vera þægileg, sumarleg og í takt við tískuna.
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Ragn-heiður: Keypti bolinn í Undir-fataversl-
un Selenu
„Það er gott að
kaupa sundbol í
undirfataverslun-
um því þar eru góð
sundföt sem passa
á konur með stór
brjóst. Veruleiki
brjóstgóðra kvenna
er sá að það er vandi
að vera með brjóst í
stærð D ef þær vilja
líta vel út í baðfötun-
um. Mér líður vel í
sundbol sem pakkar
brjóstunum vel inn
og er í góðri lengd
því ef hann er ekki
í réttri lengd lítur
maður út eins og
öskupoki.“
Ágústa: Keypti sundbol-inn í The Glam Room í
Hafnarfirði
„Ég valdi þennan
sundbol því toppur-
inn er einfaldur.
Ég get sólað alla
bringuna í honum
en síðan finnst mér
líka gott að geta not-
að hann sem bol. Þó
rauður sé kannski
ekkert svakalega
„in“ í sundbolatísku
þá finnst mér litur-
inn klæða mig vel.
Það skiptir rosalega
miklu máli að velja
sér sundbol sem
manni líður vel í og
sem passar á mann.“
Bergljót: Keypti sund-bolinn rauða í Primark
í Bretlandi
„Ég keypti þennan
sundbol því hann er
ódýr og fallegur. Mig
langaði í sundbol
sem ég gæti verið
í þegar ég sæti á
sundlaugarbakkan-
um, á ströndinni eða
pottapartíi. Ég leita
alltaf að sundbol
sem eru tvöfaldur
að framan því þá
lítur hann betur út á
maganum og heldur
hlutunum á sínum
stað.“