Fréttatíminn - 24.06.2016, Side 52
Þú leigir hjá okkur sendibíl
í stærð sem hentar fyrir þig, með
eða án lyftu, og keyrir sjálfur.
Hafðu samband í síma
566 5030 – Cargobilar.is
Ertu að flytja?
Vantar þig
sEndibíl?
alla föstudaga
og laugardaga
„Ég var með hanakamb þegar ég var í Hagaskóla
og gekk um með anarkistamerki um hálsinn.“
Halla Oddný Magnúsdóttir í viðtali við amk... á morgun
Ben Affleck mætti fullur í sjónvarpsviðtal
Stórleikarinn bölvar NFL í sand og ösku með tilþrifum
Gummi Ben líkt
og refur að makast
Það hlaut að koma að því segja
sumir. Fótboltalýsandinn Gummi
Ben er stjarna netheima þessa
dagana. Myndbrot af honum að
lýsa 94. mínútu í leik Íslands gegn
Austurríki á miðvikudaginn hefur
ferðast víða á samfélagsmiðlum.
Íþróttafréttamaður Telegraph
sagði að næst þegar hann óttast
refi að stunda kynlíf fyrir utan
gluggann sinn þá geti hann sof-
ið rótt, það sé einungis íslenskur
lýsandi þar á ferð. Dóri DNA sagði
það besta við lýsinguna vera
hversu óhugnanleg hún er, líkt og
verið væri að kveikja í manninum.
Á vefsíðunni Reddit var mynd-
skeiðið efst og „trending“, það er
engin furða enda ótrúleg innlifun
hjá manninum.
Saga Sig leikstýrir
myndbandi Glowie
Ljósmyndarinn Saga Sig ein-
beitir sér að leikstjórn og mynd-
bandagerð um þessar mundir.
Hún hóf störf hjá Sagafilm í lok
síðasta árs og leikstýrði með-
al annars nýju Kristals auglýs-
ingunni og tónlistarmyndbandi
fyrir Sylvíu Erlu við lagið Gone.
Hennar nýjasta verkefni er tón-
listarmyndband fyrir söngkonuna
Glowie og birtu þær báðar mynd-
ir á bak við tjöldin á Instagram.
Sumarlegur og nostalgískur fíl-
ingur.
Arna Ýr, Kylie
Jenner Íslands
Þau sem fylgja ungfrú Íslandi,
Örnu Ýri, á Snapchat (arnayr)
hafa eflaust heyrt talað um Tanja
lashes. Arna er
dugleg að leyfa
fylgjendum
sínum að
kíkja í snyrti-
budduna. Þar
dásamar hún
augnhárin sem
tískubloggarinn og netverslun-
areigandinn Tanja Ýr framleið-
ir. Augnhárin rokseljast í hverri
sendingu og þegar Tanja fer með
sendingu til Akureyrar standa
stúlkur í röðum eftir þeim.
Ekki var annað að sjá en að
stórleikarinn Ben Affleck (43)
hafi verið drukkinn í spjall-
þáttaviðtali á dögunum. Ben
var þvoglumæltur og sljór til
augnanna þegar hann spjallaði
við þáttastjórnanda Any Given
Wednesday, sem er íþrótta- og
poppmenningarþáttur á HBO
sjónvarpsstöðinni. Hann hrækti
út fúkyrðum um NFL, því þeir
settu Tom Bady í bann fyrir að
neita þeim um að láta þá fá sím-
ann sinn og notaði f-orðið hvorki
meira né minna en 17 sinnum í
þessu fimm mínútna viðtali.
Framkoma Ben varð til þess að
fólk fann sig knúið til að skilja eft-
ir fremur slök ummæli um hann
á samfélagsmiðlum. Einn áhorf-
andi sagði „Hann svitnar vodka“
og annar sagði „Fjárinn, fáðu
þér aðstoð við alkóhólisma. Þessi
tómu augu eru ógnvekjandi.“