Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 1

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 1
frettatiminn.is ritstjorn@frettatiminn.is auglysingar@frettatiminn.is 45. tölublað 7. árgangur Föstudagur 12.08.2016 34 1824 Óhollusta fyrir veganista 46 44 Allt að gerast 30-60% AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM ÚTSALAN ER HAFIN S. 555 7355 | www.selena.is Selena undirfataverslunBláu húsin Faxafeni 20 SÍÐNA AUKABLAÐ UM SKÓLA OG NÁMSKEIÐ FÖSTUDAGUR 12.08.16 SNAPCHAT-STJARNA OG FYRIRMYND ÍSLENSKRA STÚLKNA KATRÍN EDDA Mynd | Rut KOMDU ÞÉR Í RÚTÍNU EFTIR FRÍIÐ LAILA LÆTUR DRAUMANA RÆTAST HEITUSTU TRENDIN Í HAUST Í bókinni Á mannamáli tók Þórdís Elva saman hve oft krafist hefur verið gæsluvarðhalds yfir grunuðum kynferðisbrotamönnum. Hún telur að beita eigi úrræðinu miklu oftar. Mynd | Víðir Guðmundsson 2 Kynferðisbrot Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfund- ur gagnrýnir að pilturinn, sem grunaður er um að hafa nauðgað tveimur 15 ára stelpum, hafi ekki verið settur í gæsluvarðhald strax þegar fyrra málið kom upp. Yfirvöld hafi ekki beitt þeim úrræðum, sem þó eru fyrir hendi. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Það lítur út fyrir að enn eitt dæm- ið hafi bæst í íslenska réttarsögu, þar sem konur – eða í þessu tilviki fimmtán ára stúlkur – verða fyr- ir ofbeldi vegna þess að yfirvöld nýttu ekki þau úrræði sem þó eru fyrir hendi, og komu ofbeldis- mönnunum í gæsluvarðhald. Þetta nýja mál gæti verið dæmi um slíkt. Í bókinni Á mannamáli skrifaði ég kafla um linkind yfirvalda við að beita gæsluvarðhaldsúrræðinu gegn grunuðum kynferðisafbrota- mönnum. Baráttan gegn kynferð- isofbeldi er og verður erfið og því er svo mikilvægt að nýta þau úr- ræði sem við þó höfum,“ segir Þór- dís Elva Þorvaldsdóttir. Einn þyngsti nauðgunardómur sem fallið hefur á Íslandi var yfir hinum svokallaða kjötaxarmanni sem hlaut í tvígang fimm ára dóma fyrir nauðgun, árin 2006 og 2007, en í öðru tilvikinu misþyrmdi hann brotaþolanum með kjötexi á meðan á nauðguninni stóð. Þórdís Elva fjallaði um málið í grein sem birtist í Stundinni í haust. „Þegar hann greip til kjötax- arinnar var þegar búið að dæma hann sekan í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrir stórfelldar líkams- árásir á tvær konur og hrottalega naugðun á annarri þeirra. Þriðju konunni hefði auðveldlega mátt bjarga ef maðurinn hefði setið í gæsluvarðhaldi. Þjáningar henn- ar skrifast á reikning íslenskra yf- irvalda.“ Þórdís Elva bendir á að þar sem maðurinn hafi ekki verið hnepptur í gæsluvarðhald hafði hann tækifæri til að fremja þriðja brotið. „Og það er ástæða til að rifja upp hið hörmulega mál frá árinu 2000, sem kom upp í Keflavík, þar sem sakborningur í nauðgunarmáli myrti vitni í málinu; bestu vinkonu brotaþola. Þótt lögregla hefði undir höndum myndbandsupptöku, eins haldbæra sönnun og þær gerast, var maðurinn samt ekki hneppt- ur í gæsluvarðhald. Því hafði hann tækifæri til að fremja morð stuttu síðar. Þetta eru dæmi um voðaverk sem koma hefði mátt í veg fyrir. Þetta mannslíf skrifast á reikning yfirvalda sem kusu að nota ekki þau úrræði sem þó voru fyrir hendi.“ Í lögum segir að vista megi menn í gæsluvarðhaldi þegar almanna- hagsmunir eru í húfi. „Telja yfirvöld að hagsmunir kvenna og hagsmunir almennings sé aðskildir með ein- hverjum hætti? Teljast konur ekki til almennings, ef það flokkast ekki til almannahagsmuna, að hneppa menn sem beita konur svona gríðar- lega alvarlegu ofbeldi, í varðhald?“ Það er auðvelt að vera vitur eft- ir á og segja að pilturinn, sem nú er grunaður um tvær nauðganir á barnungum stúlkum, hafi augljós- lega verið svo hættulegur að hann ætti að vista í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. En ég vil bara sjá að gæsluvarhaldsúr- ræðinu sé beitt á skilvirkari hátt í kynferðisbrotamálum almennt. Ég skora á stjórnvöld að endurskoða þetta.“ Linkind yfirvalda illskiljanleg Lögreglumenn hefðu viljað piltinn í gæsluvarðhald Kynferðisbrot Brúnir Íslendingar Stöðugt spurðir hvaðan þeir séu Kraftakonur í heimsklassa Svekkjandi að vera of létt fyrir mót Litríkir leiðsögu- menn í Reykjavík Elta ketti og vísa á drauga Telur að krefjast hefði átt gæsluvarðhalds þegar 19 ára piltur var sakaður um nauðgun í fyrra sinnið. Leslie Jones óvænt stjarna ólympíuleikanna Lýsingar hennar slá í gegn KRINGLUNNI ISTORE.ISSérverslun með Apple vörur DJI vörurnar fást í iStore iStore Kringlunni er viðurkenndur sölu- og dreifingaraðili DJI á Íslandi Inspire 1 v.2.0 Tilboð 309.990 kr. Verð áður 379.990 kr. Phantom 4 Tilboð 219.900 kr. Verð áður 249.990 kr. Phantom 4 + 1 aukarafhlaða Frá 239.990 kr. Phantom 4 + 2 aukarafhlöður Frá 259.990 kr.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.