Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 14

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 City, f jármálahverfið í London, er ekki hlýlegt. Þröngar götur, köld stein-steypa, járn og gler og himinháir turnar gera það að verk- um að stórir hlutar hverfisins eru heldur óvistlegir. Háhýsunum fjölgar og hraðinn á skrifstofufólk- inu er mikill. Allir eru að flýta sér á eftir pundum og pensum. Í seinni heimsstyrjöld varð þetta fjármálahverfi fyrir miklum loft- árásum en síðan hófst uppbygging á stórum svæðum í City. Milli allra bankanna er menningarmiðstöð- in Barbican Centre sem seint verð- ur talin falleg, enda er hún talin dæmi um svokallaðan brútalisma í byggingarlist. Framtíðarhyggja sjöunda áratugarins skín í gegn: Þessum húsum var ætlað að standa þarna um aldur og eilífð. Og þarna í miðri harðneskjunni spretta þessa dagana falleg íslensk blóm. Þau hefur myndlistarmaður- inn Ragnar Kjartansson gróðursett í þessa harðneskju en sýning með verkum Ragnars var opnuð í Bar- bican um miðjan síðasta mánuð. Sýningin hefur vakið mikla athygli og hlotið mikið lof víða í erlendum fjölmiðlum. Neonverk Ragnars, Skandinavískur sársauki, tekur á móti gestinum þegar gengið er að þessari þungu og ljótu byggingu. Verkið er ein- faldlega þessi tvö orð, Scandinavian Pain, í bleikum neonstöfum, pass- ar einhvern veginn fullkomlega á þessum stað. Sársaukinn í heimin- um er nefnilega yrkisefni sem fáir listamenn snúa betur á en einmitt Ragnar Kjartansson. Í fyrsta verkinu inni á sýningunni taka við ungir menn sem hangsa þar í anddyrinu í lufsulegum skyrtum vikum saman. Þeir liggja á dýnum eða sitja í sófum og syngja og leika á gítara allan daginn, inn og út. Það er dáleiðandi tónlist, innblásin af litlu atriði úr kvikmyndinni Morð- sögu frá 1977 þar sem foreldrar Ragnars, Guðrún Ásmundsdóttir og Kjartan Ragnarsson, koma fram. At- riðið er sýnt á skjá en tilgangsleysið í tónlistargjörningi ungu mannanna er dásamlegt á meðan bjórflöskurn- ar hrúgast upp í kringum þá. Á sýningunni má líka sjá mörg eldri verka Ragnars. Þarna er til dæmis vídeóverkið The Visitors sem verður að teljast hans besta verk til þessa. Þessi marglaga tónlistargjörning- ur, sem tekinn var upp í yfirgefnu herrasetri, gengur í hringi á mörg- um skjám. Verkið virkar eins og gamall vinur þegar maður hittir það á ný. Og einmitt þannig eru góð listaverk, á náðir þeirra má leita aft- ur og aftur. Maður getur varla beðið eftir endurfundum. Í öðru vídeóverki, Samviskubiti, frá góðærisárinu 2007, tókst Ragnari að umbreyta sjálfum Ladda í ein- hverja eftirminnilegustu fígúru ís- lenskrar myndlistar á síðari árum. Þar ráfar þessi ástmögur þjóðar- innar um snævi þakta jörð með bónuspoka (það venjulegasta af öllu venjulegu) og skýtur úr haglabys- su út í alhvítt tómið, án sýnilegrar ástæðu. Í London virkar Laddi eins og sjálft breska konungsveldið, að liðast í sundur og bugast undan eig- in þunga. Ragnar Kjartansson leikur sér að klisjum úr vestrænni menningu. Þá menningarheild höfum við vilj- að flokka niður í stigveldi og fjalla um á skipulegan hátt í endalausum fræðigreinum og bókum, en Ragnar dregur allt sundur og saman. Verk- in eru full af leik en samt líka öf- ugsnúin hvað varðar virðingu lista- mannsins fyrir þessum efnivið sem aldirnar hafa skilið eftir sig. Það sem gerst hefur á undanförnum árum í ferli Ragnars Kjartanssonar má fyllilega líkja við ljóðræna um- breytingu. Ragnar hefur sprung- ið út. Hann er ekki lengur skrýt- in púpa, heldur orðinn fallegt og furðulegt fiðrildi með loðna og lit- ríka vængi. Himininn er hans, hvert hann flýgur veit enginn. Á tjörn milli þessara þungu húsa í Barbican Centre, þar sem Ragnar er í öndvegi fram í byrjun september, fljóta síðan tvær ungar kennslukon- ur á árabáti í nýjasta verki Ragnars. Þær eru í klæðnaði enskra kennslu- kvenna frá upphafsárum 20. ald- ar og varir þeirra mætast í eilífum kossi. Verkið er fallegt og áhrifa- ríkt á ljósmyndum enda konurn- ar tvær í hrópandi ósamræmi við umhverfi sitt, en verkið er betra á staðnum. Vatnaliljur fljóta á tjörn- inni, í bakgrunni er stúlknaskóli í einum af hörðu steinsteypuklump- unum á svæðinu og upp í hugann kemur samanburður við margt það besta sem myndlistarsagan hefur upp á að bjóða. Það er til marks um margslungin gæði sem leynast í hugarheimi og myndsýn Ragnars Kjartanssonar. Guðni Tómasson PRINS Í EYÐIMÖRK STEIN­ STEYPUNNAR Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Dreifing: Póstdreifing. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. SÆTA SVÍNIÐ // Hafnarstræti 1–3 / Sími 555 2900 / saetasvinid.is MIMOSA fylgir öllum aðalréttum í hádeginu á föstudögum. GASTROPUB ALLIR KOKTEILAR á hálfvirði á föstudagskvöldum frá kl. 22–24. HAPPY HOUR 15–18 ALLA DAGA Allir kokteilar, léttvín í glösum og bjór á krana á hálfvirði. lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.