Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 „Það hefur verið svo mikill áhugi á íslenskri tónlist hjá útlendingum lengi að mér fannst nánast skrítið að þetta væri ekki til staðar,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, tónlist- arblaðamaður og stundakennari við HÍ, sem hefur frá því í vor stundað enn eitt starfið, sem tónlistarleið- sögumaður. „Konan mín er að vinna í ferða- mannabransanum og hefur séð þetta túrhestaf lóð gerast hér í Reykjavík. Við fórum að velta því fyrir okkur hvernig væri hægt að verða sér út um einhverjar aukatekj- ur því mann vantar auðvitað alltaf pening. Ég lifi og hrærist í þessum tónlistarheimi, hér og úti, og hef at- vinnu af því og þannig varð þessi hugmynd til, bara uppi í skýjunum. Þetta bara small, enda hljómar þetta svo vel, Reykjavík Music Walk.“ Músíkganga Arnars hefst á tákn- rænan hátt við Hörpuna og fer um höfnina, gamla Vesturbæinn, Grjóta- þorpið og að Fríkirkjunni. „Þetta er klukkutíma ganga þar sem ég bendi á gömul æfingarhús- næði og tónleikastaði og tengi inn í söguna um íslenska popp-og rokk tónlist. Ég tala til dæmis um Airwa- ves við Fríkirkjuna en Sigurrós hélt svakalegan konsert þar árið 2000. Maður hamrar auðvitað á því sem fólk vill heyra en það er um Björk og Sigur Rós. Þetta eru það stór nöfn að ef þú getur nefnt þau og bent í leiðinni þá standa bara augu allra á stilkum.“ Arnar segir 99,9% kúnna sinna vera ferðamenn og langflesta koma frá Bandaríkjunum og Kanada. „Þetta eru túrhestar en líka eiginlega alltaf miklir tónlistaráhugamenn sem býr alltaf til mjög skemmti- lega stemningu. Ég valdi mér auð- vitað kolrangt fag upp á peninga að gera, háskólakennari og tónlistar- blaðamaður. En þetta er skemmti- leg og fín aukavinna sem tengist ástríðunni, allt sem ég geri tengist tónlist, hvort sem það er í skrifum eða kennslu og þetta er rökrétt fram- hald af því. Fæstir trúa á drauga Ferðabransinn lokkar Draugar, músík, Hrunið og krókaleiðir Reykjavíkur Síðustu misseri hefur allskonar fólk sogast inn í ferðabransann og fólk á vappi um bæinn með túrhesta í eftirdragi verður æ algengari sjón. Fréttatíminn tók nokkur þeirra tali. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistar- blaðamaður og stundakennari við HÍ, sem hefur frá því í vor starfað sem tónlistarleiðsögumaður. Valdi mér kolrangt fag Sögukennarainn Óli Kári hefur sagt ferðamönnum draugasögur í níu ár. Mynd | Rut „Það fyrsta sem ég segi í göngunni er að ég hafi aldrei séð draug en að ég, og allir sem ég þekki, þekki ein- hvern sem hafi séð draug,“ segir sögukennarinn Óli Kári Ólason sem hefur frá árinu 2007 rekið Haunted- walks.is. „Þetta er mjög þægilegt sumar- starf, að ganga um bæinn og tala um drauga, álfa, tröll og huldufólk. Ég legg mikla áherslu á staðinn þar sem Dillonshús stóð áður en það var flutt á Árbæjarsafnið, á bílastæðinu á horni Túngötu og Suðurgötu. Það voru rosalegir reimleikar í þessu húsi og eru víst enn, eftir að það var flutt. En svo er Steinunn Sveins- dóttir aðalnúmerið í göngunni hjá mér. Hún bjó á Rauðasandi og var dæmd fyrir morð árið 1805. Hún var dysjuð á Skólavörðuholtinu en það hefur sést til hennar ansi víða um bæinn. Gangan endar svo í Hólavallakirkjugarði þar sem Steinunn var jörðuð.“ Óli segir mikinn minnihluta ferða- mannanna trúa á drauga. „Lang- flestir eru bara að leita að sögulegum fróðleik. Það hefur reyndar einstaka sinnum komið fólk sem sér drauga og þá breytist gangan dálítið mikið, það breytir aðeins stemningunni í hópnum. Það furðulegasta sem ég hef samt lent í er þegar það mætti bara einn maður í göngu og sá mað- ur var mjög sérstakur. Hann vildi standa svo nálægt mér að það var eiginlega eins og hann væri að reyna að sleikja á mér nefið. Hann virti engin persónuleg mörk og kunni greinilega ekkert inn á reglur um persónulegt rými. Það fer auðvit- að eftir menningarsamfélögum en vanalega ferðu ekki mikið nær en einn metra að fólki. Þessi maður var allan tímann svona 10 cm frá and- litinu á mér. Mig langaði ekkert til að standa svona nálægt honum, né nokkrum manni ef út í það er farið. Þetta er sennilega erfiðasta ganga sem ég hef gengið. Ég var allan tí- mann að reyna að finna hluti sem gætu komið upp á milli okkar, eins og brunahana, ljósastaura eða rusla- fötur. Þessir tveir tímar liðu mjög hægt.“ Músíkgangan: Harpan, Búllan, Ránargata, Grjótaþorpið og Fríkirkjan: um 1 km. Draugagangan: Fischersund, Grjótaþorpið, Dillonshús, Hall- grímskirkja, Fógetagarðurinn, Alþingisgarðurinn, Ráðhúsið og Hólavallakirkjugarður: Um 1,2 km. „Ég hafði unnið í 17 ár sem út- gáfuritstjóri hjá Læknablaðinu sem var ljómandi starf. En svo var að því komið að annað hvort héldi ég bankabókinni í lagi eða geðheils- unni,“ segir Birna Þórðardóttir sem valdi geðheilsuna og hefur síðan unnið við að skipuleggja gönguleið- ir um miðborgina. „Ég hef aldrei verið mjög vinsæl á vinnumarkaði svo ég vissi að ég þyrfti að búa eitthvað til sjálf. Ég fór að hugsa og datt í hug að þeir staðir sem standa upp úr hjá mér eru þeir sem ég hef fengið tækifæri til að kynnast í gegnum heimafólk, eins og Belfast, París og Rómarborg. Staðir eiga sér sögu en það er þegar tilfinningarnar mæta sögunni sem hún verður áhugaverð. Ég hef alltaf sagt að miðborg verður ekki til í tómarúmi. Miðborg er saga, menn- ing og mannlíf.“ Birna fer ekki eftir neinu plani í sínum ferðum og engin ferð er eins. Fjöldi gesta í göngunni er heldur aldrei eins og hefur verið frá ein- um og yfir í hundrað manns. „Mér finnst alltaf skemmtilegra að ganga krókaleiðir heldur en að fara hina beinu braut, og mér finnst gam- an að fara í húsasund og kíkja í bakgarða og á eitthvað sem blasir kannski ekki daglega við og jafn- vel kemur á óvart þeim sem hafa búið hér alla sína ævi. Ég nýti mér ákveðin grunnatriði en svo reyni ég að laga mig að áhugasviðum gest- anna, það er svo miklu skemmti- legra en að tuða alltaf um sömu hlutina. Ég notfæri mér það að hafa gott samband við fólk sem starfar í miðbænum, hvort sem það er í hönnun, matargerð eða tónlist. Ég hef nú löngum sagt að ég feti í fótspor miðborgarkattanna því kettirnir þekkja alltaf bestu stað- ina, þeir fara þangað sem rjóminn er þykkastur. En það er því miður verið að henda svo miklu í burtu vegna græðgisvæðingarinnar inn- an ferðaþjónustunnar, sem sér því miður ekki fyrir endann á. Mér finnst alveg skelfilegt hvernig er komið fram við litlu fröken Reykja- vík.“ Einn af þeim stöðum sem Birna heimsækir í flestum sínum ferð- um er gamla hegningarhúsið við Skólavörðustíg. „Nían er mjög merkilegt hús. Fyrir utan Stjórn- arráðið, sem var byggt sem fang- elsi, þá þetta eina fangelsið á Ís- landi sem var byggt sem fangelsi, og það skapaði ægilegt vesen því það var byggt svo langt út úr bæn- um. Það var varla hægt að leggja það á heiðvirða lögreglumenn að leggja á sig þessa löngu leið með „delinquenta“ þarna upp eftir. Svo var hæstiréttur þarna og þingsalur og böll á loftinu,“ segir Birna sem hefur sína skoðun á framtíð Níunn- ar. „Ég vildi helst hafa þetta hús til umráða sjálf og bjóða þar upp á vatn og brauð, nú eða kampavín og kavíar fyrir þá sem vilja, á öðrum prís. Það þyrfti heldur ekki að vera svo dýrt að fá eitt stykki svipuhögg með kampavínsglasinu.“ ? Leiðin er aldrei eins Kettirnir þekkja bestu staðina „Mér finnst alveg skelfilegt hvernig er komið fram við litlu fröken Reykjavík.“ Mynd | Ómar Óskarsson

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.