Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 20

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 „Það eru tveir hlutir sem allir vita um Ísland. Það muna allir eft- ir Eyjafjallajökli og það muna all- ir eftir fjármálaundrinu,“ segir sagnfræðingurinn Magnús Sveinn Helgason sem bjó til göngu í kring- um Hrunið sem hann kallar Walk the Crash. „Ég fékk hugmyndina fyrir nokkru og ákvað að fara bera hana undir City Walk sem leist strax vel á. Við höfum tekið eftir því að það er allt öðruvísi kúnnahópur í þessari göngu en í City Walk túrn- um sem er almennur kynningartúr þar sem er fjölbreyttur hópur fólks með allskonar bakgrunn og stjórn- málaskoðanir. Í mínum túr eru fyrst og fremst menntaðir Banda- ríkjamenn og Bretar, mikið af há- skólafólki og úr fólki úr fjármála- geiranum.“ Íslenska fjármálaumhverfið, Hrunið og eftirleikur þess er ekki beint viðfangsefni sem einfalt er að miðla í tveggja tíma göngu en Magn- ús hefur nokkra reynslu af því eft- ir að hafa skrifað blaðagreinar á ensku um efnið, gert útvarpsþætti og kennt fjármálasögu á Bifröst. Hann segir áskorunina felast í því að miðla efninu á sem einfaldastan og aðgengilegastan máta. „Ég kann söguna afturábak og áfram en þetta er flókið og vand- meðfarið efni. Menn vita að hér varð Hrun og að bankamennirnir voru settir í fangelsi, en ekki mikið meira en það. Ég reyni að útskýra þetta eins og ég útskýri fyrir nem- endum sem vita ekkert fyrir. Ég leit- ast við að útskýra hvað gerðist á Ís- landi 2008, af hverju það gerðist og hvað hefur gerst síðan. Á sama tíma reyni ég að kynna menninguna, land og þjóð því það er eitthvað sem alla útlendinga þyrstir í að kynn- ast.“ Í göngunni fer Magnús á nokkra lykilstaði úr fjármálasögunni, eins og til dæmis um Hafnarstrætið. „Þar erum við með Landsbankann, Búnaðarbankann, fjárfestingafélag- ið og Eimskipafélagið, svo það má eiginlega segja að það sé hið sögu- lega Wall Street Íslands. Á þriðja áratugnum var til að mynda gerð fyrsta tilraunin til að stofna kaup- höll á Íslandi í Eimskipafélagshús- inu.“ „Þetta starf er lítil aukabúgrein, ekki nema nokkrir klukkutímar á viku, og því bara mjög skemmtileg tilbreyting. Ég hitti fólk sem hefur brennandi áhuga á því sem ég er að segja svo þetta er mjög gefandi, rétt eins og það er gefandi að koma stórum og flóknum viðfangsefnum til nemenda á skiljanlegan máta, án þess að þeir sóni út eða sofni. Það sónar engin út eða sofnar í þessari göngu. Enda er þetta mjög spennandi og áhugaverð saga.“ $ $ $ $ $ $ $ $ Leiðin: Austurvöllur, Arnarhóll, Tollhúsið, Hafnarstrætið, Grjóta- þorpið, Suðurgatan, Tjarnargat- an og Alþingishúsið. Hafnarstrætið er Wall Street Íslands Magnús Sveinn Helgason sagnfræðing- ur gengur um miðbæinn og segir frá Hruninu. Í gamla Búnaðarbankanum, þar sem nú er ferðamannaverslun, talar Magnús um einkavæðingu bankanna. ÁBYRGÐAR- OG ÞJÓNUSTUAÐILAR: Optical Studio Smáralind Optical Studio Keflavík OPTICAL STUDIO FRÍHÖFN LEIFSSTÖÐ E RT U Á L E I Ð T I L Ú T L A N D A ? KAUPAUKI Með öllum marg skiptum glerjum** fylgir annað par FRÍTT með í sama styrkleika. Tilvalið sem sól gleraugu eða varagleraugu. ** Lindberg umgjörð m/ Hoya Progressive glerjum, 1.6 Index. ** Margskipt gler á við Varilux, Multifocal, Progressive og tvískipt gler. Módel: Hrönn Johannsen Gleraugu: Lindberg

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.