Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 24

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016 Þær Sunna, Arnhildur, Fanney og Þuríður eiga það allar sameiginlegt að vera ungar og sterkar. Þær eru sammála um að hér á landi sé konum velkomið að vera jafn sterkar og þær vilja og ekki sé litið niður á slíkt eins og erlendis þar sem konur eiga frekar að vera léttar og grannar. Það sé ein- faldlega niðurbrjótandi að æfa íþróttir þegar markmiðið er að skera niður frekar en að byggja sig upp. Konur á Íslandi þurfa ekki leyfi til að vera sterkar Birna Guðmundsdóttir birna@frettatiminn.is Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir salka@frettatiminn.is „Ég byrjaði að lyfta í kjölfarið á því að mamma byrjaði í kraftlyfting- um fyrir sex árum. Hún er formað- ur Kraftlyftingasambands Íslands í dag. Þó það séu bara sex ár síðan voru konur í kraftlyftingum miklu meira tabú þá, það mátti enginn sjá hana keppa og svona. Þegar mamma byrjaði í þessu fór hún út fyrir þægindarammann með því að keppa í keppnisgallanum sem er svolítið eins og sundbolur. Í dag myndi ég segja að allir vilji vera í þeim galla,“ segir Arnhildur. Fanney: Við Arnhildur erum búnar að vera bestu vinkonur síð- an við vorum tveggja ára og það er hundrað prósent mömmu hennar að þakka að við byrjuðum í þessu. Við vorum báðar í fimleikum en ég fór sjálf illa í bakinu og byrjaði því á endanum bekkpressu. Dóttirin byrjuð að æfa Sunna er atvinnumaður í MMA bardagaíþróttinni og hóf ferilinn fyrir aðeins þremur árum í Mjölni. „Maður var alltaf í íþróttum sem barn en þegar ég byrjaði í Mjölni varð ég strax „húkt“. Ég var samt alltaf í frekar hörðum íþróttum eins og fótbolta og íshokkíi.“ „Já, það var sama hjá mér,“ segir Þuríður. „Ég var lengi í fimleikum og síðan bara alls konar. Það er kannski ekkert skrítið því í Cross- Fit eru íþróttirnar svo blandaðar. Maður þarf að geta synt, hlaup- ið, lyft og veit aldrei fyrirfram í hverju verður keppt á CrossFit móti. Þetta snýst um að vera góður í öllu en ekki eitthvað geggjað góð- ur í einu.“ Eru íslenskar konur óvenju sterkar? „Maður æfir náttúrulega stíft, eins og fyrir CrossFit leikana. Ég er búin að æfa í fimm til sex tíma á dag síðan í febrúar.“ Fanney: „Ja, ég æfi fjórum sinn- um í viku.“ Sunna: „Mér sýnist konur bara vera svaka sterkar á Íslandi og það er mikill áhugi fyrir til dæmis bar- dagalistum hér á landi. Mjölnir er með prógram fyrir börn alveg nið- ur í fimm ára. Dóttir mín er byrjuð að æfa á fullu, gerði það strax og hún mátti, en hún er tólf ára.“ Hvers vegna eru þær svona sterkar? Sunna: Við höfum frelsi til að vera sterkar. „Já. Í útlöndum er litið niður á konur sem eru sterkar – að ég sé sterk – en það er hreinlega ekki neitt svoleiðis í gangi hér,“ segir Þuríður. „Ég held það sé því við eigum sterkar fyrirmyndir. Sterkar konur drífa sterkar stelpur áfram. Það var til dæmis alveg magnað að sjá Fanneyju vinna á heimsmeistara- mótinu tvisvar í bekkpressu. Svo merkilegt hvað þetta er eitthvað nálægt manni,“ segir Arnhildur. Þuríður: Ég held að flest all- ir CrossFittarar geti verið sam- mála mér um að Katrín Tanja og Annie Mist séu fyrirmyndir í þeim geira. Við erum að tala um að tvær íslenskar konur hafi sigrað á heimsmeistaraleikunum í Cross Fit, fjórum sinnum af níu skiptum. Fanney: Borghildur Erlingsdótt- ir, mamma Arnhildar er mín fyrir- mynd. Hún kom mér náttúrulega í þetta. Ég keppti við hana einu sinni og hún vann mig. Sunna: Gunnar Nelson er og hefur alltaf verið mín fyrirmynd. Hann er svo rólegur og með góða nærveru. Það er bara þannig. Kon- ur þurfa ekki alltaf að eiga kven- kynsfyrirmyndir. Það sama á við um karla. Oft betra að vera þungur en léttur „Það má líka bæta því við, með að vera sterk kona, að það er svo miklu skemmtilegra að æfa eitt- hvað til að verða betri, byggja sig upp og lyfta þyngra. Það er allt annað en að æfa eitthvað til að verða grennri og léttari. Það er bara niðurbrjótandi og í þversögn við að æfa eitthvað þar sem mað- ur vill byggja eitthvað upp,“ segir Þuríður. „Já, einmitt. Eins og fyrir okkur í lyftingum. Það er bara venjulegt að vera spurður: Hvað ertu þung í dag? Það eru ekki allir sem fíla það,“ segir Fanney og hlær. „Sama hér,“ segir Þuríður. „Stundum hringjumst við Arn- hildur á og önnur spyr: Hvað ertu þung? Já, ókei! „You are getting there!“ Rétt fyrir mót get ég orðið stressuð og þá verður mér óglatt „Það er svo miklu skemmtilegra að æfa eitthvað til að verða betri, byggja sig upp og lyfta þyngra en að æfa til að verða grennri og léttari.“ Þuríður Erla Myndir | Rut Arnhildur, Þuríður, Sunna Rannveig og Fanney, eru meðal sterkustu kvenna á Íslandi. KRINGLUNNI 2. HÆÐ | HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SELESTE UMGJÖRÐ Á: 1 kr. við kaup á glerjum

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.