Fréttatíminn - 12.08.2016, Side 34
34 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016
„Frá því að ég var lítil hefur fólk
reglulega spurt mig að því hvaðan
ég eiginlega sé. Þessi spurning er
alltaf jafn óvænt og skrítin fyrir mig
því ég er íslensk.
Fyrst fannst mér allt í lagi að
svara samviskusamlega og svala
þannig forvitni ókunnugra þar
sem ég lít ekki út eins og hinn hefð-
bundni Íslendingur, en svo fór ég að
sjá hlutina í nýju ljósi,“ segir Sanna
Magdalena Mörtudóttir. Sanna
vinnur nú að mastersverkefni sínu í
mannfræði þar sem hún rannsakar
upplifanir fólks af því að alast upp
brúnt á Íslandi. Þegar Sanna talar
um brúna einstaklinga á hún við
fólk sem á eitt hvítt íslenskt foreldri,
með engan erlendan bakgrunn, og
eitt svart foreldri, sem á ættir að
Sanna Magdalena Mörtu-
dóttir hefur þurft að svara
spurningum forvitinna um
uppruna sinn og húðlit frá
því hún man eftir sér. Hún
svaraði samviskusamlega án
þess að hugsa þar til hún fór
að sjá hlutina í nýju ljósi.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Þarf alltaf að útskýra hver ég er
rekja til Afríkuríkis, eyja í Karíba-
hafinu eða Bandaríkjanna.
Vill vera kölluð brún
„Á ensku hefur þetta verið kallað
mixed race, en það er vandasamt
að nota orðið af blönduðum kyn-
þætti því það er búið að afbyggja
kynþáttahugmyndina og því erfitt
að tala um kynþáttaflokkanir þegar
talað er um blandaða einstaklinga.
Það eru til margir tónar af litarhætti
en mér finnst umræðan oft vera
þannig að fólk sé annaðhvort hvítt,
svart eða brúnt. Mér finnst ég ekki
vera svört og þess vegna kalla ég
mig brúna, þó mörgum finnst ég
vera svört. En það er merkilegt að
fólki finnst ég vera svört þegar ég á
eitt svart foreldri og annað hvítt. Ég
væri aldrei kölluð hvít þrátt fyrir að
vera jafn hvít og ég er svört!“
„Mér finnst orðið svertingi ekki
fallegt því það er eins og stimp-
ill, eða merkimiði, dálítið eins og
maður sé bara það, svertingi. En ef
þú segir að manneskja sé svört þá
ertu að segja að hún sé með svart-
an húðlit og mér finnst það betra,
því við tölum um hvítt og svart fólk.
Ekki svertingja og hvítingja. En ég
vil frekar vera kölluð brún,“ segir
Sanna sem hefur nú þegar talað
við nokkra einstaklinga vegna
rannsóknarinnar. „Mig langar að
halda áfram að rannsaka upplifan-
ir fólks og svo langar mig að opna
fyrir þessa umræðu í íslensku sam-
félagi. Það er svo mikilvægt að tala
um þessi mál því þau geta valdið
svo mikilli sjálfsmyndarklípu. Fók-
usinn hefur verið á innflytjendur
og hælisleitendur, sem er gott, og
hvernig þeir geta upplifað sig utan-
gátta í íslensku samfélagi en það eru
fleiri hópar hérna sem upplifa að
þeir tilheyri ekki landinu sem þeir
hafa alla tíð búið í. Við þurfum líka
að ræða það.“
Flókin fjölskyldusaga
Sanna segir sína upplifun af því
að alast upp brún á Íslandi fyrst
og fremst hafa mótast af forvitni
fólks sem geri ráð fyrir því að hún
sé ekki Íslendingur. „Mér finnst
krakkar ekki spá mikið í þetta, það
er miklu frekar fullorðið fólk sem er
upptekið af því að vera að skilgreina
mann. Ég lenti sem betur fer aldrei
í neinni stríðni sem krakki og það
eru í raun bara tvö leiðinleg atvik
sem ég man eftir sem hægt er að
tengja við húðlitinn minn. Eitt at-
vikið er úr grunnskóla en þá kallaði
strákur á eftir mér „hey negri, ég
skeit á þig á áðan“ og svo var einu
sinni stelpa að hreyta í mig ljótum
orðum á skemmtistað og banna mér
að sitja með sér við borð.“
„Þegar ég var yngri að alast upp
í Reykjavík sagði ég fólki að ég væri
héðan, en að pabbi væri frá Afríku
og mamma frá Íslandi og þess vegna
væri ég brún. Pabbi er frá Tansaníu
en þegar ég var barn leit ég á Afríku
sem eina heild og vissi ekkert um
Tansaníu. Mamma og pabbi kynnt-
ust í London en hættu saman þegar
ég var ungbarn. Ég hef aldrei verið í
neinu sambandi við hann en ég er í
góðu sambandi við fjölskyldu hans
sem býr í London,“ segir Sanna og
rekur þar með hluta sögunnar sem
hún hefur svo oft þurft að þylja upp.
„Spurningin um upprunann er ekk-
ert einföld því hún krefst þess að ég
útskýri flókna fjölskyldusögu sem
er ekkert auðvelt fyrir mig. Auðvit-
að veit ég að fólk meinar þetta ekki
illa en þetta gerir mig samt alltaf
meðvitaða um að þó að ég líti á mig
sem Íslending, þá gera aðrir það
ekki alltaf.“
Ókunnugir snerta hárið
Sanna segist alla tíð hafa haft áhuga
á fólki og mannlegum samskiptum
og því hafi mannfræðin verið eðli-
legt val. Hún heillaðist af fræðun-
um í menntaskóla og ákvað að fara
beinustu leið í HÍ og læra fagið. „Í
mannfræðinni lærir maður að setja
spurningamerki á bak við hluti sem
virðast eðlilegir. Allt í einu fór ég
að hugsa um það af hverju ókunn-
ugt fólk gengur upp að mér til að
spyrja hvaðan ég sé eða til að snerta
á mér hárið,“ segir Sanna sem hef-
ur oft lent í því að ókunnugir gangi
upp að henni til að snerta á henni
hárið. „Svo lendi ég oft í því að fólk
tali ensku við mig og svo þegar ég
svara á íslensku horfir fólk hissa á
mig og hrósar mér fyrir að tala góða
íslensku. Af hverju ætti ég ekki að
gera það ef ég er íslensk?“
Í BA ritgerðinni sinni fjallaði
Sanna um hugtakið negri og hvern-
ig það hefur þróast í sögulegu sam-
hengi. „Maður er alltaf að heyra
orðið negri í rapplögum og sjón-
varpsþáttum en samt veit maður
„Sjálfri finnst mér negri
ljótt orð og nota það
aldrei þrátt fyrir að
skilja það sem hipp-hopp
heimurinn er að gera.“
„Það er svo mikilvægt
að skoða hvernig hvítur
húðlitur hefur verið gerð-
ur að viðmiði og hvernig
ýmislegt í samfélaginu
viðheldur þessu viðmiði.
Eitt dæmi upplifi ég sjálf
þegar ég fer í apótek
að kaupa farða og það
standa mér margir ljósir
tónar til boða en bara
einn dökkur. Annað eru
húðlitaðar sokkabuxur,
sem eru auðvitað ekkert
húðlitaðar.“ Myndir | Rut