Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 12. ágúst 2016
Ég elska fólkið
hérna og fólkið
elskar mig. Mér
finnst ég hafa
fundið nýtt
heimili með
Njarðvíkur-
liðinu, segir
körfuknattleiks-
konan Carmen
Thyson-Thomas.
Mynd | Rut
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
„Það eina sem Ameríkanar vita
um Ísland er að Ísland er grænt
og að Grænland er hvítt. Það er
það eina sem við heyrum í skóla
og fyrir utan það þá vissi ég ekk-
ert um landið þegar ég kom,“ segir
körfuknattleikskonan Carmen Thy-
son-Thomas sem flutti til Íslands árið
2014. Carmen er frá Philadelfiu en
spilaði með Syracuse-liðinu á sínum
háskólaárum en fór svo á samning í
Chile og síðar í Slóveníu. Hún leiddi
bæði liðin til sigurs sem fyrirliði.
„Mér leist vel á að koma hingað
þrátt fyrir að vita ekkert um landið
svo ég skrifaði undir samning við
Keflavík haustið 2014. Við unnum
hvorki bikarkeppnina né Dominos-
deildina það árið, en það munaði
litlu, segir Carmen sem nú er komin
í Njarðvíkurliðið og hefur þegar sýnt
svakalega takta. „Við tökum þessa
titla á næsta tímabili,“ segir hún og
hlær.
„Borgin mín er mun stærri en allt
Ísland svo ég vissi ekkert við hverju
ég ætti að búast. En ég elska að vera
hérna, algjörlega elska það. Ég elska
fólkið hérna og fólkið elskar mig.
Mér finnst ég hafa fundið nýtt heim-
ili með Njarðvíkurliðinu. Ég hlakka
svo mikið til að takast á við næsta
keppnistímabil en líka til að hjálpa
til við uppbygginguna hér og að vera
góð fyrirmynd fyrir ungu stelpurn-
ar. Svo þekkjumst við amerísku
stelpurnar líka allar, höngum mikið
saman og erum mjög nánar.“
„Ég bý í Njarðvík sem er stórkost-
legt, í dag. Ég man fyrsta daginn
sem ég kom hingað í tíu stiga hita
og rigningu í september og hugsaði
með mér hvernig í ósköpunum væri
hægt að búa hér! En ég kann svo vel
að meta þetta núna. Ég fer í göngu-
túra í öllum veðrum og nýt þess í
botn,“ segir Carmen sem hefur þar
að auki fundið ástina. „Kærastan
mín er einkaþjálfari í Keflavík og
þar sem Keflavík er lítill bær þá vita
flest allir að við erum saman. Og
mér finnst það fínt, ég fíla vel þessa
bæjarstemningu og ég verð bara að
segja að þetta er vinalegasta samfé-
lag sem ég hef kynnst.“
„Það eina sem ég sakna frá Banda-
ríkjunum er McDonald’s! Ég er Am-
eríkani og alin upp á skyndibita, ég
get ekki að því gert. En þegar ég er
að deyja þá fer ég út að grilla, í hvaða
veðri sem er.“
McDonald’s
það eina
sem ég sakna
„Borgin mín er mun stærri en allt Ísland svo ég vissi
ekkert við hverju ég ætti að búast. En ég elska að vera
hérna, algjörlega elska það.“
ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is
Orka náttúrunnar framleiðir og
selur rafmagn um allt land og sér
höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni.
Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að
bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
9
4
0
2
Enn meira rafmagn
í umferð í sumar
Orka náttúrunnar hefur opnað tvær hraðhleðslustöðvar á Akureyri. Stöðvarnar eru orðnar 13 talsins og
er meðal annars að finna á höfuðborgarsvæðinu, í Borgarnesi, á Selfossi og í Reykjanesbæ. Straumurinn
liggur svo sannarlega í vistvænni ferðamáta og ON er stolt af því að leggja sitt af mörkum í þessu
hljóðláta samgönguátaki.
ON selur hreina og endurnýjanlega íslenska orku til heimila og fyrirtækja um allt land og nú ganga sífellt
fleiri rafbílar fyrir orku náttúrunnar.
Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar