Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 68
Horfir á fyrirlestra í staðinn fyrir sjónvarpið Fjarlægðin frá Selfossi til Akureyrar að engu orðin Unnið í samstarfi við Háskolann á Akureyri Frímann Birgir Baldurs-son, varðstjóri hjá lög-reglunni á Suðurlandi hefur stundað sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri frá haustinu 2014. „Ég var búinn að reyna að fara í Háskóla Íslands en þar mætti ég ósveigjanleika sem hentaði mér illa þar sem ég var einnig í fullri vinnu með námi. Þegar ég hóf námið við HA komst ég því hvað þetta hentar mér vel. Ég stjórna því hvenær dagsins ég horfi á fyrirlestrana og þeir eru alveg þeir sömu og staðnem- arnir frá,“ segir Frímann. Hann er búsettur ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi en þrátt fyrir mikla fjar- lægð frá Akureyri er það síður en svo til trafala. „Þegar ég er svo staddur fyrir norðan „droppa“ ég bara við í tíma. Það er góð tilfinning að vita að ég er staddur á nákvæmlega sama stað í náminu og hinir nemendurn- ir og það skipt- ir raunar ekki máli hvort ég er staddur heima eða í skólanum,“ segir Frímann og bætir við að aðgengi að kennur- unum sé afar gott, þeir svari Ríkari kröfur til nemandans Sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri reynist vel. „Gott að geta „pásað“ kennarann.“ Unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri Kjartan Ólafsson, lektor við HA, hefur ýmsa fjöruna sopið hvað sveigjanlega námið við skólann varðar og man það vel þegar fjarnám- ið var að líta dagsins ljós. „Þegar ég byrjaði að starfa við Háskól- ann á Akureyri, árið 2000, vorum við og fleiri skólar í landinu að fikra okkur af stað með það sem við kölluðum þá fjarnám. Þá var upphaflega hugmyndin að nánast útvarpa til eða flytja fyrirlestra til nemenda sem voru fjarverandi. Ég man að mín fyrstu skref voru að flytja fyrirlestra í fjarfundabún- aði,“ segir Kjartan og rifjar einnig upp hvernig hljóð voru tekin upp á powerpointglærur. „Hugmyndin var sú, hjá okkur kennurunum á þeim tíma, var að sjálfsögðu vildu nemendur frekar vilja hlusta á okkur „live“ en að reiða sig á upp- tökur. Þróunin hefur síðan verið sú að gæðin á efninu er alltaf að verða betri. Núna eru skilin á milli þess hvað er staðnám og hvað er fjarnám miklu óljósari,“ segir Kjartan og bætir við að margt af því efni sem upphaflega var hugs- að fyrir fjarnema gagnist öllum nemendum. Því fari mun betur á því að tala um sveigjanlegt nám en fjarnám. Bera ábyrgð á eigin námi Með sveigjanlegu námi verður hugmyndin um það að skólinn ákveði hvernig efni nemandinn hefur aðgang að og sækir sér, úrelt. „Með þessu eru gerðar ríkari kröfur til nemandans, hann verður að bera sjálfur ábyrgð á því efni sem hann sækir sér. Sem dæmi má nefna eitt námskeið sem ég kenni, ef nemandi ætlaði að horfa á allar upptökur, hvort sem það eru fyrirlestrar eða ann- að stoðefni þá væri það eins og að horfa á allar 10 seríurnar af Friends frá upphafi til enda.“ Fjarnám er síður en svo annars flokks nám, að sögn Kjartans, þó að það hafi verið litið hornauga gegnum tíðina. „Sumum finnst að fjarnám hljóti að vera einhvers- konar verri útgáfa af námi, síðri kostur, en ef eitthvað er þá þýðir það að meira af efni er aðgengi- legt og meiri kröfur gerðar til nemandans sem verður að taka skynsamlegar ákvarðanir um það hvað hann notar og hvað ekki. Þegar ég var í námi þurfti mað- ur að ákveða hvað maður ætlaði að lesa af kennslubókinni, varð kannski djarfur og sleppti ein- hverjum köflum en þetta er orðið mun flóknara núna,“ segir hann. Gott að geta „pásað“ kennarann! Kjartan segir marga nemend- ur nýta sér sveigjanlega námið á mjög áhrifaríkan hátt. „Það er aðdáunarvert að sjá hvernig sumir nemendur nýta sér efnið. Auðvitað eru til og hafa alltaf verið til nemendur sem sinna náminu ekki vel og finnst hægt að sleppa því að mæta í tíma ef mikið er að gera eða veðrið bara vont og ætla sér að kíkja á tímann seinna. Þetta gengur ekki upp því þá safnast upp ókleift fjall. Svo sér maður á hinum endan- um nemendur sem eru að gera mjög mikið, eru að fylgjast mjög vel með efni úr tímum, hlusta á það sem kennarinn segir aftur og aftur, setja á pásu, garfa á netinu og fletta upp í bókinni. Fyrir okkur kennarana getur auðvitað verið pínu „frústrerandi“ þegar nemandi segir að það sé betra að hlusta bara á mig í upptök- unni því þá sé bara hægt að pása mig þegar ég er farinn að tala of hratt!“ Að sögn Kjartans hentar sveigj- anlega námið sérstaklega þeim nemendum sem geta tileinkað sér öguð vinnubrögð. „Svona nám gerir ríkulegri kröfur á nemend- ur um sjálfsaga, þeir verða að fylgjast reglulega með og vinna jafnt og þétt. Námsformið hentar nemendum sem ráða við þetta mjög vel.“ tölvupóstum og síma eftir fremsta mætti. Sveigjanleikinn hentar Frímanni vel eins og áður seg- ir og í stað þess að leggjast fyrir fram- an sjónvarpið þegar börnin eru komin í ró þá eyðir hann tímanum í að horfa á fyrirlestrana. Um miðbik annar eru síð- an staðarlotur og þá mæta allir nemendurnir á Akureyri og vinna verkefni. „Þá höfum við tækifæri til að hitta aðra nemendur og kennarana augliti til auglitis.“ Á Selfossi er starfrækt háskóla- setur og þar tekur Frímann öll próf á sama tíma og samnemend- ur hans þreyta þau fyrir norðan. „Ef það koma einhver vafaatriði þá er bara hringt í yfirsetumann- eskjuna fyrir norðan og það útkljáð.“ …skólar og námskeið 8 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Býr á Selfossi Frímann Birgir Baldursson, varðstjóri, býr á Selfossi en stundar nám við Háskólann á Aureyri. Sólborg. Glæsileg nýbygging HA var tekin í notkun 2013. Í tíma. Kjartan Ólafsson lektor er einn þeirra sem hefur tekið virkan þátt í að þróa sveigjanlega námið í HA. Háskólinn á Akureyri. Sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri gefur nemendum kost á að haga náminu eftir þörfum og óskum. Verkleg kennsla. Nemendur við raunvísindadeild í kennslustund. „Þá höfum við tækifæri til að hitta aðra nem endur og kennarana augliti til auglitis.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.