Fréttatíminn - 12.08.2016, Qupperneq 69
Unnið í samstarfi við Framtíðina
Framtíðin er námslánasjóð-ur sem hóf rekstur í febr-úar 2015. Um er að ræða eina lánasjóðinn sem veitir
námsmönnum framfærslu og/eða
skólagjaldalán til viðbótar við LÍN
og vakti stofnun hans gríðarlega
athygli af þeim sökum, að sögn
Ellerts Arnarsonar, stjórnarmanns í
sjóðnum. „Markmið Framtíðarinnar
er að lána efnilegum námsmönn-
um á öllum aldri sem vilja fjárfesta í
vönduðu námi, á Íslandi eða erlend-
is,“ segir Ellert.
Nú eru um 15 mánuðir liðnir síðan
Framtíðin var kynnt leiks og segir
Ellert að viðbrögð námsmanna hafi
ekki látið á sér standa. „Viðskipta-
vinir Framtíðarinnar eru fjölbreyttur
hópum sem stundar meðal annars
nám í lögfræði, verkfræði, við-
skiptafræði, tölvunarfræði og tann-
lækningum. Lánað hefur verið til
náms í níutíu mismunandi náms-
greinum og til náms við fimmtíu
háskóla,“ segir Ellert og bætir við
að hlutfall lántaka sem stunda nám
Lánalausn þegar LÍN sleppir
Framtíðin veitir námslán til viðbótar við lán frá LÍN.
erlendis sé 40% og að Framtíðin
hafi lánað til náms við virta háskóla
á borð við Columbia, Oxford, NYU
og London School of Economics.
Ellert segir að gróflega megi
skipta umsækjendum hjá Fram-
tíðinni í tvo hópa. „ Annars vegar
er um að ræða einstaklinga sem
fara utan í dýrt nám og taka lán
hjá Framtíðinni til viðbótar við LÍN
og hins vegar einstaklinga sem
snúa aftur í nám eftir að hafa ver-
ið á vinnumarkaði. Vegna tekju-
skerðingar á lánum LÍN á þessi
hópur oft á tíðum ekki rétt á lánum
frá sjóðnum. Tekjuskerðingin kemur
einnig niður á þeim sem vilja vinna
samhliða námi,“ segir Ellert.
Framtíðin lánar þó ekki eingöngu
til hefðbundins háskólanáms heldur
er sjóðurinn jafnframt í samstarfi
við skóla sem bjóða upp á ýmis
konar sérhæft nám. „Ég nefni sem
dæmi flugakademíu Keilis um lán til
atvinnuflugnáms og samstarf við
Endurmenntun Háskóla Íslands um
lán til valinna námskeiða þar,“ segir
Ellert.
Umsóknarferlið fer fram á
rafrænan hátt í gegnum
umsóknarvef Framtíðarinnar
(https://umsokn.framtidin.is/)
og fá umsækjendur svör um
lánveitingu innan örfárra daga.
Framtíðin veitir bæði verðtryggð
og óverðtryggð lán og hefst
afborganaferlið ekki fyrr en 6
mánuðum eftir námslok. Nánari
upplýsingar um lán sjóðsins,
eins og vaxtakjör, skilmála og al-
gengar spurningar, má nálgast á
vef Framtíðarinnar,
www.framtidin.is.
Umsóknarferlið
…skólar og námskeið9 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
„Ég hef mikinn áhuga á fyrirtækjarekstri og er uppfullur af hug-
myndum sem mig langar að hrinda í framkvæmd. Ég stefni á að hefja
rekstur við eitthvað spennandi á næstu 5 árum. Lífið er stutt og tæki-
færin eru endalaus. Þakka ykkur fyrir að aðstoða mig við að grípa þau.“
„Ég er á námslánum frá LÍN en sótti um
lán frá Framtíðinni til að brúa bil sem
skapaðist við að flytja til útlanda og fara
af launum yfir á námslán. Þannig tekst mér að
koma yfirdráttarheimildum og kreditkortum á
núllpunkt og get stundað námið áhyggjulaust.“
„Eins og staðan er núna stefni ég á að
ljúka þriðja árinu við vélaverkfræðideild á
næsta ári. Í kjölfarið stefni ég á að vinna í nokkur
ár sem véla- eða iðnaðarverkfræðingur og halda
loks í mastersnám í vélaverkfræði, MBA eða
fjármálastærðfræði/verkfræði. Skólinn sem ég
stunda nám við er ofarlega á mörgum „rank-
ing“ listum og er vélaverkfræðideildin ein sú
eftirsóknaverðasta í skólanum. Ég leitaði á ykkar
náðir svo ég gæti klárað þessa gráðu með sóma.
Takk kærlega fyrir allt.“
„Með hjálp
Framtíðarinn-
ar hefur þetta verið
mér mögulegt og
ég er því ævinlega
þakklát.“
„Mig langar
að hrósa ykk-
ur fyrir þetta fram-
tak ykkar. Sá mér
leik á borði, þar sem
ég á ekki rétt á láni
frá LÍN en langar að
bæta við mig M.Sc.
gráðu í stærðfræði.“
„Nú er ég ein
af þeim fjöl-
mörgu háskólanem-
um sem er með of
háar tekjur, miðað
við frítekjumark LÍN,
þar með skerðast
þau námslán mín
allverulega og hef
ég verið að leita að
lausn vegna þess.“
Mastersnemi
á Íslandi í viðskiptafræði.
Mastersnemi
í læknavísindum í Svíþjóð.
Bachelornemi
í verkfræði í Kanada.
Mastersnemi
í lögfræði í Sviss.
Mastersnemi
í stærðfræði í Englandi.
Nemandi
í MBA námi við Háskólann í
Reykjavík.