Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 77

Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 77
Reynst góður stökkpallur út í lífið fyrir marga Fjölbreytt nám og námskeið í Hringsjá sem hentar til að mynda þeim sem vilja fara út á vinnumarkaðinn eftir áföll eða þeim sem fundu sig ekki í almenna skólakerfinu. Unnið í samstarfi við Hringsjá Hringsjá býður upp á nám og námskeið fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem vilja fara í nám eða út á vinnumarkað eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Námið hentar einnig þeim sem hafa ekki fund- ið sig í almenna skólakerfinu og þurft að hætta þar af ýmsum ástæðum, eins og t.d. vegna námserfiðleika. Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hring- sjár, segir að framboðið á námskeiðum sé mis- munandi milli anna og fari eftir eftirspurn. Námskeiðin eru góður undirbúningur fyrir námið í Hringsjá og henta einnig þeim sem vilja koma á stutt námskeið til að bæta við sig þekkingu. „Núna á haustönninni eru mörg spennandi námskeið í gangi hjá okkur og við bjóðum upp á námskeið bæði á morgnana og eftir hádegi. Námskeiðin miða að því að þátttakendur læri og tileinki sér bjargráð og færni í að takast betur á við daglegt líf og þær hindranir sem upp kunna að koma,“ segir Helga. „Við byrjuðum með námskeið í Núvitund síðasta vor sem er mjög vinsælt hjá okkur og höld- Allir fá þann stuðning sem þeir þurfa Arnór Ingi Rúnuson er einn þeirra sem hafa lokið námi í Hringsjá. Hann segist lengi hafa stefnt á að fara í nám en ekki fundið sinn farveg fyrr en honum var bent á að fara í Hringsjá. Unnið í samstarfi við Hringsjá Ég er MS-sjúklingur og er mjög sjóndapur. Það var alltaf hræðsla við að fara að læra eitthvað. Sérstak- lega þegar maður var kominn yfir fertugt. En þegar maður er kom- inn inn í Hringsjá eru allir jafnir. Þar þurfa allir hjálp við eitthvað og þeir fá þann stuðning sem þeir um við áfram að bjóða upp á það. Af nýjum námskeiðum má nefna Sjálfsumhyggju þar sem fjallað verður um hvernig viðmót okkar í eigin garð hefur áhrif á okkur til dæmis þegar við verðum fyrir mótlæti eða gerum mistök. Sýn- um við okkur hörku eða sýnum við okkur jafnmikla hlýju og skiln- ing eins og þegar ástvinur gerir mistök? Það er mik- ilvægt að sýna okkur sjálfum umhyggju en það hefur góð áhrif á andlega líð- an okkar.“ Hringsjá býður upp á þriggja anna nám sem tekur mið af kröfum at- vinnulífs og skóla og fer kennslan fram alla virka daga. Þegar fólk byrjar í náminu er gert stöðumat í íslensku, ensku og stærðfræði. Það er til að sjá hvar hver og einn er staddur áður en skólinn byrjar. Þannig að sumir byrja í fornámi á meðan aðrir fara beint í eininga- nám. „Í Hringsjá er fyrir hendi mikil reynsla og þekking á fullorðins- fræðslu. Hér starfar sérmenntað starfsfólk með víðtæka reynslu úr skólastarfi, atvinnulífi, listum og félagsstarfi sem hefur óbilandi trú á möguleikum hvers og eins til þess að ná árangri,“ segir Helga en samhliða kennslu er boðið upp á sérfræðilega ráðgjöf og ýmis stuðningsúrræði með það markmið að efla færni, lífsgæði og samfélagslega þátttöku nem- enda. Hringsjá hefur fyrir löngu sannað mikilvægi sitt í því að styðja einstaklinga til áfram- haldandi náms og nýrra atvinnu- tækifæra. Reglulega eru gerðar árangursmælingar og í þeirri nýj- ustu kemur fram að 81% útskrif- aðra nemenda á síðustu árum eru í námi eða starfi að hluta til eða fullu og eru þær niðurstöður í samræmi við fyrri árangursmæl- ingar. „Það er ánægjulegt að sjá að 88% útskrifaðra nemenda eru sammála eða mjög sammála því að sjálfstraust þeirra hafi auk- ist eftir námið í Hringsjá og 92% telja að endurhæfingin hafi skilað þeim miklum eða frekar mikl- um árangri. Þessar niðurstöður hvetja okkur til að halda áfram á sömu braut,“ segir Helga. Sífellt hærra hlutfall útskrif- aðra nemenda hefur farið í frekara nám og Hringsjá hefur haft mjög gott samstarf við aðrar menntastofnanir sem hafa metið einingarnar þaðan. „Þannig hefur Hringsjá reynst góður stökkpallur út í lífið fyrir marga.“ þurfa. Öll þín vandamál eru leyst og það er unnið að því að þér líði vel svo þú getir lært,“ segir hann. Arnór lauk námi í Hringsjá desember í fyrra og fór í kjöl- farið í sölu- og markaðsnám í NTV. „Þegar þú sérð að þú get- ur lært verðurðu strax sterkari og ákveðnari. Hringsjá kom mér þangað. Það hefði ekkert verið inni í myndinni að fara í nám eins og í NTV nema fyrir að hafa verið í Hringjsá. Hræðslan var svo mikil. En þarna var ég komin með þenn- an grunn og mér stóðu margar dyr opnar.“ …skólar og námskeið kynningar17 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Góður stökkpallur Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár, segir að mikill meirihluti nemenda segi að sjálfstraust þeirra hafi aukist í Hringsjá. Sífellt fleiri fara í frekara nám að lokinni útskrift. Mynd | Rut Nýr veruleiki Arnór Ingi Rúnuson lauk námi frá Hringsjá í fyrra og leggur nú stund á sölu- og markaðsnám í NTV. Mynd | Rut Arnór lauk námi í Hringsjá desember í fyrra og fór í kjöl- farið í sölu- og markaðsnám í NTV Af nýjum námskeiðum má nefna Sjálfsumhygg ju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.