Fréttatíminn - 12.08.2016, Blaðsíða 77
Reynst góður stökkpallur
út í lífið fyrir marga
Fjölbreytt nám og námskeið í Hringsjá sem hentar til að mynda þeim sem vilja fara út á vinnumarkaðinn eftir áföll
eða þeim sem fundu sig ekki í almenna skólakerfinu.
Unnið í samstarfi við Hringsjá
Hringsjá býður upp á nám og námskeið fyrir einstaklinga 18 ára og eldri sem vilja fara í
nám eða út á vinnumarkað eftir
hlé vegna sjúkdóma, slysa eða
annarra áfalla. Námið hentar
einnig þeim sem hafa ekki fund-
ið sig í almenna skólakerfinu og
þurft að hætta þar af ýmsum
ástæðum, eins og t.d. vegna
námserfiðleika.
Helga Eysteinsdóttir,
forstöðumaður Hring-
sjár, segir að framboðið
á námskeiðum sé mis-
munandi milli anna og fari
eftir eftirspurn. Námskeiðin
eru góður undirbúningur
fyrir námið í Hringsjá og henta
einnig þeim sem vilja koma á
stutt námskeið til að bæta við sig
þekkingu.
„Núna á haustönninni eru mörg
spennandi námskeið í gangi
hjá okkur og við bjóðum upp á
námskeið bæði á morgnana og
eftir hádegi. Námskeiðin miða
að því að þátttakendur læri og
tileinki sér bjargráð og færni í að
takast betur á við daglegt líf og
þær hindranir sem upp kunna að
koma,“ segir Helga.
„Við byrjuðum með námskeið
í Núvitund síðasta vor sem er
mjög vinsælt hjá okkur og höld-
Allir fá þann stuðning sem þeir þurfa
Arnór Ingi Rúnuson er einn þeirra sem hafa lokið námi í Hringsjá. Hann segist lengi hafa stefnt á að fara í nám en ekki
fundið sinn farveg fyrr en honum var bent á að fara í Hringsjá.
Unnið í samstarfi við Hringsjá
Ég er MS-sjúklingur og er mjög sjóndapur. Það var alltaf hræðsla við að fara að læra eitthvað. Sérstak-
lega þegar maður var kominn yfir
fertugt. En þegar maður er kom-
inn inn í Hringsjá eru allir jafnir.
Þar þurfa allir hjálp við eitthvað
og þeir fá þann stuðning sem þeir
um við áfram að bjóða upp á það.
Af nýjum námskeiðum má nefna
Sjálfsumhyggju þar sem fjallað
verður um hvernig viðmót okkar
í eigin garð hefur áhrif á okkur
til dæmis þegar við verðum fyrir
mótlæti eða gerum mistök. Sýn-
um við okkur hörku eða sýnum
við okkur jafnmikla hlýju og skiln-
ing eins og þegar ástvinur gerir
mistök? Það er mik-
ilvægt að sýna
okkur sjálfum
umhyggju en
það hefur
góð áhrif á
andlega líð-
an okkar.“
Hringsjá
býður upp á
þriggja anna
nám sem tekur
mið af kröfum at-
vinnulífs og skóla og fer kennslan
fram alla virka daga. Þegar fólk
byrjar í náminu er gert stöðumat
í íslensku, ensku og stærðfræði.
Það er til að sjá hvar hver og einn
er staddur áður en skólinn byrjar.
Þannig að sumir byrja í fornámi á
meðan aðrir fara beint í eininga-
nám.
„Í Hringsjá er fyrir hendi mikil
reynsla og þekking á fullorðins-
fræðslu. Hér starfar sérmenntað
starfsfólk með víðtæka reynslu
úr skólastarfi, atvinnulífi, listum
og félagsstarfi sem hefur óbilandi
trú á möguleikum hvers og eins til
þess að ná árangri,“ segir Helga
en samhliða kennslu er boðið
upp á sérfræðilega ráðgjöf og
ýmis stuðningsúrræði með það
markmið að efla færni, lífsgæði
og samfélagslega þátttöku nem-
enda.
Hringsjá hefur fyrir löngu
sannað mikilvægi sitt í því að
styðja einstaklinga til áfram-
haldandi náms og nýrra atvinnu-
tækifæra. Reglulega eru gerðar
árangursmælingar og í þeirri nýj-
ustu kemur fram að 81% útskrif-
aðra nemenda á síðustu árum
eru í námi eða starfi að hluta til
eða fullu og eru þær niðurstöður
í samræmi við fyrri árangursmæl-
ingar.
„Það er ánægjulegt að sjá að
88% útskrifaðra nemenda eru
sammála eða mjög sammála því
að sjálfstraust þeirra hafi auk-
ist eftir námið í Hringsjá og 92%
telja að endurhæfingin hafi skilað
þeim miklum eða frekar mikl-
um árangri. Þessar niðurstöður
hvetja okkur til að halda áfram á
sömu braut,“ segir Helga.
Sífellt hærra hlutfall útskrif-
aðra nemenda hefur farið í
frekara nám og Hringsjá hefur
haft mjög gott samstarf við aðrar
menntastofnanir sem hafa metið
einingarnar þaðan. „Þannig hefur
Hringsjá reynst góður stökkpallur
út í lífið fyrir marga.“
þurfa. Öll þín vandamál eru leyst
og það er unnið að því að þér líði
vel svo þú getir lært,“ segir hann.
Arnór lauk námi í Hringsjá
desember í fyrra og fór í kjöl-
farið í sölu- og markaðsnám í
NTV. „Þegar þú sérð að þú get-
ur lært verðurðu strax sterkari
og ákveðnari. Hringsjá kom mér
þangað. Það hefði ekkert verið
inni í myndinni að fara í nám eins
og í NTV nema fyrir að hafa verið
í Hringjsá. Hræðslan var svo mikil.
En þarna var ég komin með þenn-
an grunn og mér stóðu margar
dyr opnar.“
…skólar og námskeið kynningar17 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016
Góður stökkpallur Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár, segir að mikill meirihluti
nemenda segi að sjálfstraust þeirra hafi aukist í Hringsjá. Sífellt fleiri fara í frekara nám að
lokinni útskrift.
Mynd | Rut
Nýr veruleiki Arnór Ingi Rúnuson lauk námi frá Hringsjá í fyrra og leggur nú stund á sölu- og markaðsnám í NTV. Mynd | Rut
Arnór lauk námi í Hringsjá
desember í fyrra og fór í kjöl-
farið í sölu- og markaðsnám í NTV
Af nýjum
námskeiðum
má nefna
Sjálfsumhygg
ju.