Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 78

Fréttatíminn - 12.08.2016, Síða 78
Mikið úrval af notuðum og nýjum skólabókum Nú er búið að setja upp skiptibókamarkaðinn fyrir framan verslun Pennans Eymundsson í Smáralind og er þar oft handagangur í öskjunni þegar framhaldsskólarnir byrja. Eygló Birgisdóttir verslunarstjóri segir að það sé alltaf jafn mikil stemning þegar skiptibókamarkaðurinn fer í gang. Verslunin hefur verið stækkuð til muna. Þar er nú meira vöruúrval en áður og glæsilegt nýtt kaffihús Tes & kaffis. Unnið í samstarfi við Pennann Eymundsson Þetta er einn skemmtilegasti tími ársins og hér er mikið stuð,“ segir Eygló Birgisdóttir, verslun- arstjóri í Pennanum Eymundsson í Smáralind. Nú er runninn upp sá árstími þar sem skólar fara að hefjast á ný eftir sumarfrí og því fylgir að kaupa nýjar námsbækur. Í Pennanum Eymundsson er venju samkvæmt stór og veglegur skiptibókamarkaður fyrir framan verslunina í Smáralind. „Við erum reyndar allt árið um kring með skiptibókamarkað en á þessum tíma er hann sérstaklega stór. Nú erum við frammi á gangi með mikið úrval af notuðum og nýjum bókum,“ segir Eygló. Hún segir að úrvalið sé mikið og gott enda sæki nemendur nær allra skóla á framhaldsskólastigi til þeirra. „Það koma allir hingað enda er það miklu ódýrara. Það er auðvitað aðal málið að finna eins mikið af notuðum bókum og hægt er. Það getur munað mikið um það. Það er alltaf jafn mikil stemn- ing þegar við erum komin fram á ganginn. Þá vitum við að skólarnir eru að fara að byrja.“ Miklar breytingar hafa verið gerðar á Pennanum Eymundsson í Smáralind að undanförnu. Búðin hefur verið stækkuð til muna og nú er bæði meira vöruúrval og glænýtt kaffihús Tes & kaffis hef- ur bæst við þar sem hægt er að setjast niður í rólegheitum með kaffibolla og tímarit eða bók sér við hönd. „Já, við vorum að stækka búð- ina og höfum í kjölfarið getað aukið úrvalið í flestum vöruflokk- um. Nú í haust erum við með mik- ið úrval af skólatöskum. Svo erum við með ofboðslega gott úrval af ferðatöskum, sjálfsagt eitt besta úrvalið á landinu,“ segir Eygló kokhraust. „Barnadeildin hefur verið stækkuð til muna og bækurnar þurfa auðvitað alltaf sitt pláss. Þá erum við alltaf að auka úr- val okkar af gjafavöru. Þar erum við með allt upp í heimsklassa hönnunarvöru frá Vitra.“ Eygló segir þó að rúsínan í pylsuendanum við stækkun versl- unarinnar hafi verið að við bætt- ist kaffihús Tes & kaffis. „Það er óskaplega notalegt að geta sest niður og gluggað í blöðin og nýj- ustu bækurnar. Fólk hefur tekið þessu ótrúlega vel. Okkur finnst gott þegar fólk vill stoppa hjá okkur, okkur finnst það notalegt.“ Þannig að bókabúðin virðist enn lifa góðu lífi? „Já, heldur betur. Fólk vill fá bækurnar sínar. Það vill fletta þeim og snerta á þeim. Þetta er ekkert að fara. Það er eitthvað kósí við bækur og þannig viljum við hafa það áfram,“ segir Eygló Birgisdóttir í Pennanum Eymundsson í Smáralind. Skólatöskur. Fjölbreytt úrval er af skóla- töskum í verslun Pennans Eymundsson í Smáralind. Kaffi. Nýlega var opnað kaffihús frá Te & kaffi í Pennanum Eymundsson í Smáralind. …skólar og námskeið kynningar 18 | amk… FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 2016 Skemmtilegur tími. Eygló Birgisdóttir, verslunarstjóri í Pennanum Eymundsson í Smára- lindinni, segir að tími skiptibókamarkaðarins sé einn skemmtilegasti tími ársins. Mynd | Rut Gott úrval. Skiptibókamarkaðurinn er fyrir framan verslun Pennans Eymundsson í Smáralind. Þar eru bækur fyrir nær alla skóla á framhaldsstigi. Mynd | Rut Notalegt. Kaffihús Tes & kaffis var nýlega opnað í verslun Pennans Eymundsson í Smáralind. Þar er hægt að glugga í bækur og blöð yfir kaffibolla. Mynd | Rut Fjölbreytt úrval gjafavöru. Í Pennanum Eymundsson í Smáralind er fjölbreytt úrval gjafavöru, allt frá tækifærisgjöfum upp í vinsælar hönnunarvörur. Mynd | Rut Stærri verslun. Verslun Pennans Eymundsson í Smáralind var nýlega stækkuð og nú er þar meira vöruúrval en áður. Mynd | Rut

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.