Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Page 14

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Page 14
Bjnrni Bjamason. Bjarni Bjamason læknir, form. KrabbameinsféUigs íslands. Hæfni mannslíkamans til að mynda ónæmi gegn krabba- meini hefur verið rædd og rann- sökuð geysimikið á undanförn- um árum, og áhugi vísinda- manna á hugsanlegum ónæmis- aðgerðum gegn því fer mjög í vöxt. Ég sé af frásögnum af Al- þjóðakrabbameinsþinginu í Houston, Texas, s.l. vor, að þar hafa slíkar umræður verið of- arlega á baugi. Því miður varð ég af þeim og naga mig í hand- arbökin fyrir það. Þó held ég, að við Guðmundur Jóhannesson læknir höfum bætt okkur þetta upp að allmiklu leyti með því að sækja symposium yfir Im- munological aspects of cancer, sem var haldið á vegum Edin- borgarháskóla í okt. s.l. Þetta var í stuttu máli sagt mjög ánægjuleg för, enda var hennar minnzt á sérstakan hátt á árshátíðinni okkar hér í Krabbameinsfélaginu, og allt það, sem lýtur að þeim þætti ferðarinnar, var svo vel túlkað þar, að ég hef engu við það að bæta, og sný mér því umbúða- laust að hinum fræðilega hluta hennar. Þarna komu fram ýmsir — eða réttara sagt margir afburða- menn og einmitt ýmsir þeir sömu sem hæst bar á þinginu í Houston. Mest og lengst var Önœmi gegn rætt um ónæmi og ónæmisað- gerðir á tilraunadýrum. Allt, sem varðar fólk í þessum efn- um, er enn þá meira á huldu og skemmra á veg komið, þar sem ekki þykir viðurkvæmilegt, að minnsta kosti ekki enn sem komið er, að nota menn sem til- raunadýr. Flestar eru þessar ónæmis- rannsóknir mjög flóknar og kosta gífurlega vinnu. En marg- ar og margvíslegar aðferðir eru notaðar til að finna og sanna ónæmisviðbrögð í h'kömum til- raunadýra. Eitt af því, sem prófessor Klein frá Stokkhólmi kom inn á í sínu mikla inngangserindi um áhrif ónæmisáhrifa á vöxt mein- semda, var, að veirumyndaðar meinsemdir í naggrísum vaxa miklu hraðar en ella, þegar búið er að taka úr þeim hóstarkirtil- inn (thymus), og sýnir það, að ónæmisviðbrögð gegn æxlum eiga sér stað hjá þessum dýr- um, þótt þau nægi ekki til að eyða meininu. Sama kom fram hjá Allison, að brottnám hóstar- kirtils verður til þess að hraða æxlisvextinum í tilraunadýrum yfirleitt, en tilraunadýr, sem hafa verið sprautuð með ]ioly- oma-veirum, fá hins vegar engar meinsemdir, sé sprautað í þau lymphocytum, sem hafa verið gerðir áhrifanæmir (sensitized). Hins vegar hefur komið í ljós, að fólk, sem hóstarkirtill hefur verið tekinn úr vegna thyoma, virðist ekki hafa aukna tilhneig- ingu til að fá krabbamein. En sjúklingar, sem hafa fengið im- krabbameini munosuppressiv meðferð vegna líffæraflutnings, hættir til að fá illkynja meinsemdir, langt fram yfir það, sem gerist og vanalegt má teljast. Hætt er við, að þetta geti mjög dregið úr áhuga lækna framvegis á líf- færaflutningi. Doll skýrði frá því, að hann hefði leitað í sjúkraskýrslum 490 sjúklinga, sem hóstarkirtill hafði verið tekinn úr vegna thyoma. Hann náði í fullnægj- andi upplýsingar um 390 þeirra, og meðaltalstími frá skurðað- gerð var þá 12!/•> ár. Hann taldi krabbameinstíðni þessara sjúkl- inga ekki áberandi háa. Af þess- um 390 sjúklingum voru 5 dánir úr krabbameini. Doll sagði einnig frá því, að það hefði fyrst uppgötvazt 1963, að mikið agammaglobulinæmi fylgir hvítblæði, og seinna kom í ljós, að það fylgir flestum ill- kynja meinum, en kemur mjög misjafnlega fljótt eftir tegund- um meinsemdanna, sem um er að ræða. Það kemur undireins fram með medulloblastoma, en stundum mjög seint með maga- krabba. Þá sagði hann einnig frá því, að sjúklingar, sem geislaðir eru vegna kalkaðra staurliða og skekkibólgu í hrygg, fengju mjög aukna krabbameinstíðni, sem ykist stórum með hækkandi aldri. Bagshave talaði m. a. um æðabelgskrabba og taldi, að myndun hans kynni að byggjast á erfðaþáttum. Konur af A-, B- og O-blóðflokkum fá hann mjög 48 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.