Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Qupperneq 22
Guðrún Marteinsson.
ENDURHÆFING LANGLEGU-
SJÚKLINGA Á SJÚKRAHÚSUM
Guðrún Marteinsson, aðstoðar-
forstöðukona Borgarspítalans.
Mig hefur lengi langað til að
segja lítillega frá þeirri reynslu,
sem ég fékk í hjúkrun langlegu-
sjúklinga, þegar ég vann við
Veterans Administrat Hospital,
Tucson, Arizona.
Eitt okkar miklu vandamála
í sjúkrahúsmálum er vöntun á
endurhæfingardeildum fyrir
sjúklinga með langvarandi sjúk-
dóma. Þetta getur verið fólk á
öllum aldri, en flestir eru þó
komnir á efri ár. Nú mun taka
langan tíma, sennilega mörg ár,
að fá fullnægjandi húsakynni,
nægilegt hjúkrunarlið og næga
sjúkraþjálfara. En þangað til
hjúkrunarheimili koma til sög-
unnar með sjúkraþjálfun, iðju-
þjálfun og fleira, sem nauðsyn-
legt er, þá er ótalmargt hægt að
gera fyrir þessa sjúklinga, ef
við leggjum okkur fram.
Fyrst vil ég nefna vandamál,
sem ætíð hefur verið eitt hið
erfiðasta, sem við höfum átt við
að stríða í hjúkrun langlegu-
sjúklinga, en það er ósjálfrátt
saur- og þvaglát.
í fyrsta lagi er þetta ástand
mjög tilfinnanlegt áfall fyrir
sjúklinginn. Hann missir allt í
einu getu til að stjórna hægð-
um og þvagláti. Það getur jafn-
vel orðið svo mikið andlegt áfall,
að sjúklingar eldist ,,um 10 ár“
og gefist bókstaflega upp. Þeir
hugsa sem svo: „Til hvers er
að reyna? Ég er hjálparvana,
alltaf blautur — alltaf ólykt af
mér“. Margir sjúklingar, sem
eiga við þetta að stríða, hafa
e. t. v. líka misst mál, virðast
mjög veikir, en hafa enn skýra
hugsun og mjög næmar tilfinn-
ingar.
1 öðru lagi er þetta geysilega
erfitt vegna legusárahættu. Þó
að við séum allar af vilja gerð-
ar að skipta jafnóðum, þá vit-
um við líka, að sumir sjúkling-
anna verða eitthvað að bíða, ef
um marga slíka hjálparvana
sjúklinga er að ræða á sömu
deild. Og þá er auðvitað voð-
inn vís. Húðin brennur undan
sterkum þvagefnum og kann þá
að tærast upp smátt og smátt.
Allar vitum við, hve erfitt er að
græða slíkt aftur og hve geysi-
legur tími fer í að búa um þessi
sár og hreinsa þau, fyrir utan
þær kvalir, sem sjúklingurinn
verður að þola við þetta.
I þriðja lagi er óstjórnlega
mikil vinna við að skipta dag og
nótt á þessum sjúklingum, setja
pípu, ef um hægðatregðu (ob-
stipation) er að ræða, en oft-
ast er lítt mögulegt að fá reglu
á hægðir með lyfjum eingöngu.
Er þá ýmist um að ræða harð-
lífi eða niðurgang. Og svo er
það línið, kostnaður og vinna
við allan þann aukaþvott, sem
af þessu hlýzt.
Þá er einnig hin þekkta lykt,
sem vill verða á þeim deildum,
þar sem margir slíkir sjúkling-
ar liggja. Þrátt fyrir mikið
hreinlæti og mikla umönnun við
þessa sjúklinga vill stundum
verða erfitt að losna alveg við
þessa lykt. Þetta gerir það að
verkum, að deildin fær á sig
óorð. Aðstandendur eiga bágt
með að skilja þetta — öllum er
þetta til ama.
Er ég starfaði á lyflæknisdeild
(50 sjúklingar — karladeild),
fékk ég tækifæri til að hlusta
á fyrirlestraflokk (4 daga), sem
haldinn var fyrir deildarhjúkr-
unarkonur: „Seminar on stroke
and its rehabilitation". Var þá
m. a. sagt frá endurhæfingu á
þörmum (bowel rehabilitation).
Við hlustuðum með athygli og
fórum strax að prófa þetta á
sjúkradeildum okkar í samráði
við og með fullu samþykki lækn-
anna á deildinni. Já, hvað get-
um við svo gert?
Við byrjuðum á því að fá
fyrir deildina 4 bekjustóla til
viðbótar við tvo, sem við áttum
fyrir. Við breyttum einni vakt
og fengum einn sjúkraliða til
að koma inn kl. 6 á morgnana
til að aðstoða sjúkraliðann og
hjúkrunarkonuna, sem voru á
næturvakt. Það var haldinn
fundur með öllu starfsfólki
deildarinnar, og var þá sagt frá
þjálfunaráætluninni, svo að all-
ir gætu skilið þetta og skilið
hvers vegna þetta væri nauð-
synlegt.
Morgunaðhlynning byrjaði kl.
6, og var þá næturvaktarhjúkr-
unarkonan með lista yfir þá
sjúklinga, sem höfðu ekki vald
á hægðum. Þeim gaf hún nú,
kl. 6, Dulcolax-staut. Það var
56 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS