Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Qupperneq 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Qupperneq 27
Athugasemdir við skattalagafrumvarpið Athugascmd við framkomið skattalaga- frumvarp á Alþingi, frá stjórn Hjúkrunarfélags Islands. 1 Tilefni af framkomnu frumvarpi um breyt- ingar á skattalögum, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir breytingum á núgildandi reglum um skattlagningu á tekjum giftra kvenna, leyfir stjórn Hjúkrunarfélags íslands sér að benda háttvirtum alþingismönnum á eftirgreind atriði: Með fyrirhuguðum breytingum, þar sem gert er ráð fyrir að í stað núgildandi reglna, sem heimila það, að helmingur af tekjum giftra kvenna sé frádráttarbær frá skatti, komi ákveð- in upphæð sem nemi hálfum persónufrádrætti hjóna, nú 188.000 kr., er bersýnilega verið að breyta skattalögum giftum konum mjög í óhag, einkum þeim er sinna föstum störfum, svo sem hj úkrunarkonum. Verður ekki séð hvaða mark- niiðum slíkt getur þjónað meðan ekki hafa verið lögfestar reglur um sérsköttun hjóna, þar sem eðlilegt tillit væri tekið til þess kostnaðar sem óhjákvæimlega er samfara því að gift kona vinni utan heimilis. Stjórn Hjúkrunarfélagsins telur fráleitan rök- stuðning fjrrir þessari breytingu, að hún muni hvetja giftar konur, meira en nú er, til vinnu utan heimilis, en vill benda á hið gagnstæða, að giftar konur telji sér ekki hag í að afla sér meiri tekna en sem nemi 188.000 kr., og þar sem hjúkrunarstéttin er nær eingöngu kvennastétt, gæti slíkt leitt til enn meiri vandræða en nú eru í starfrækslu sjúkrahúsa. Stjórn Hjúkrunarfélagsins væntir þess ein- dregið, að alþingismenn hafi þessi atriði í huga við meðferð þessa frumvarps á Alþingi. Virðingarfyllst, f. h. Hjúkrunarfélags Islands, María Pétursdóttir formaður. Ofanritað bréf var sent flutningsmönnum frumvarpsins, 7 aðilum í Fjárhagsnefnd neðri deildar Alþingis, ásamt undirskriftum 219 h júkrunarkvenna. Skattalagafrumvarpi á Alþingi mótmælt Að undanförnu hafa orðið miklar umræður í blöðum og á Alþingi um það neyðarástand, sem er ‘hér á landi, að vegna skorts á hjúkrunar- konum er ekki hægt að nýta öll þau sjúkrarúm, sem til eru í sjúkrahúsum, og nýjar deildir geta ekki tekið til starfa af sömu ástæðum. Leyfum við okkur að mótmæla því stjórnar- frumvarpi, sem nú liggur fyrir Alþingi, um breytingar á lögum um tekjuskatt, en í því er a. ákvæði, sem felur í sér verulega skerðingu á því, að 50% af tekjum giftra kvenna, sem vinna utan heimilis, séu undanþegin skatti, eins °g er í gildandi skattalögum. Við undirritaðar hjúkrunarkonur vörum við þeim alvarlegu afleiðingum, sem samþykkt þessa frumvarps hefði óhjákvæmilega í för með sér, því að með slíkri breytingu á skattalögum má telja fullvíst, að mikill fjöldi giftra hjúkrunar- kvenna, sem nú eru í starfi á sjúkrahúsunum, hætti alveg eða minnki vinnu sína verulega. Skorum við á alþingismenn að íhuga alvar- lega þá ábyrgð, sem þeir taka á sig með sam- þykkt þessa frumvarps — að það neyðarástand, sem nú er á sjúkrahúsunum, verði enn alvar- legra og óviðráðanlegra en áður. Undirritað af 219 hjúkrunarkonum. UM SUMARFRI Ur Lög og reglur er varöa ríkisstarfsmenn. 1. kafli — um orlof. 1- gr. Starfsmenn ríkisins skulu árlega fá °i’lof í 21 virkan dag og einskis í missa af föst- urn launum. Þeir starfsmenn, sem hafa 10 ára starfsaldur, skulu fá orlof í 24 virka daga. Starfsmönnum, sem eiga að baki lengri starfs- Mdur en 15 ár, skal veita orlof allt að 27 dögum. Starfsmenn, sem hafa skemmri starfsaldur en eitt ár, skulu fá orlof í 1 og % virkan dag fyrir hvern mánuð, sem þeir hafa starfað hjá ríkinu. Orlofsárið telst frá 1. júní til 31. maí næsta ár á eftir. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðu- neytinu lítur ríkið svo á, að samningsákvæði um 12 daga frí vaktavinnufólks vegna vinnu á stór- hátíðum gildi til síðustu áramóta. Af því leiðir, að vaktavinnufólk á 5 daga frí á þessu ári og greiðslu fyrir 2 og i/o dag á dag- vinnukaupi. Þar sem samningur Reykjavíkurborgar við H.F.l. gekk í gildi 1. febrúar 1971, eiga hjúkr- unarkonur starfandi samkvæmt þeim samningi 6 daga frí. Þessir frídagar eru: 17. júní, 1. mánudagur í ágúst, 1/2 aðfangadagur, jóladagur, 2. jóladag- ur, 1/2 gamlársdagur, og hjá Reykjavíkurborg nýársdagur 1971.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.