Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Blaðsíða 34
Ritnefnd: Margrét Gústafsdóttir, Elín Einarsdóttir, Ólöf Guðmundsdóttir, Katrín Þórlindsdóttir.
Tæplega % hlutar náms hjúkrunarnema í Hjúkrunarskóla Is-
lands eru fólgnir í verklegu námi á sjúkradeildum. ör skipti eru
milli deilda, sem hver er með sínum starfsháttum og skipulagi.
Markmið þessarar stöðugu hreyfingar hjúkrunarnema á milli
deilda er að uppfræða þá í hjúkrun sjúklinga með mismunandi
sjúkdóma og veita þeim tækifæri til að fylgjast með gangi sjúk-
dóma ásamt hjúkrunar- og læknismeðferð.
Hver uppskera verklega námsins verður, er víst jafnmismun-
andi og deildirnar eru margar og nemarnir margir, sem staldra
við á þeim. Víst er, að það er undir hverjum og einum hjúkrunar-
nema komið, hversu mikið hann sér og lærir á hverri deild og ber
úr býtum að námi loknu. Sú er þó raunin, þegar síga tekur á
seinni hluta náms og deildunum fjölgar, sem hjúkrunarneminn
skilur að baki, að hann sér, æ skýrar, hversu mismunandi deildir
búa í haginn fyrir verklegt nám hans. Að sjálfsögðu er aðstaða
deilda til aðhalds í náminu mjög misgóð og veldur helzt um mis-
mikill starfsfólksskortur.
En hjúkrunarnemi rekur sig fljótt á, að það er ekki aðstaðan,
heldur viðhorf og velvilji sjúkrahúsanna og hverrar einstakrar
deildar þeirra til verklegs náms hjúkrunarnema, sem mestu
ræður, hversu drjúgan hluta hjúkrunarþekkingar hjúkrunarnemi
öðlast á hverjum stað.
Aðstöðu hjúkrunarnema á deildum ber oft á góma meðal þeirra,
og vill þá oft bera hæst það sem miður fer og verður seint upp-
talið, að okkar áliti, og margir ásteytingarsteinarnir, þó til séu
ófáar undantekningar.
Það er töluvert álag, sem fylgir þeirri tilhögun námsins að
skipta stöðugt um vinnustaði, vinnuaðstæður og andrúmsloft, ekki
sízt vegna þess, að deildin tekur ekki sem skyldi tillit til eða skilur
aðstöðu nýs hjúkrunarnema. Það vill gleymast, að nýr hjúkrun-
arnemi er einstaklingur með ákveðin sérkenni og persónuleg eig-
indi, misvel viðbúinn þeim áhrifum, sem hann kann að verða
fyrir á deild.
Hjúkrunarnemi er nýr starfskraftur og það heldur óöruggur
og skammvinnur starfskraftur. Hann á að hafa til að bera meiri
aðlögunarhæfni en nokkur annar starfskraftur deildarinnar. Þarf-
ir hjúkrunarnemans koma deildinni ekki við og eru hans einka-
mál. Æskilegt er að hjúkrunarnemi fari í tannlæknavitjanir eða
gangi í hjónaband meðan á bóklegum námstíma stendur. Ef hjúkr-
unarnemi veikist, er það tillitsleysi gagnvart deildinni — Hjúkr-
unarnemi getur komið til vinnu sjúkur á sál og líkama
R
A
D
D
I
R
H
J
U
K
R
U
N
A
R
N
E
M
A
64 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS