Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Page 35
án þess að að sé gáð. Vissulega ætti hjúkrunarnemi að vera
sjálfur fær um að virða eigið ástand og það, hvort hann geti
gegnt starfa sínum til fullnustu. En skyldan kallar — það veldur
erfiðleikum á deild, ef nema vantar til starfa, sem og annan starfs-
kraft. Og nemi skyldi sízt auka á erfiðleika deildar. Ef til vill
mótast skyldurækni nemans og af eiginhagsmunum, löngun hans
til að ljúka námi á tilskildum tíma.
Þegar hjúkrunarnemi hefur störf á deild eru honum sýndir
óteljandi skápar og skúffur með þeim orðum, að hér sé þetta
geymt og þarna sé hitt geymt o. s. frv. Honum er kynnt það nauð-
synlegasta, sem til þarf, svo að hann geti leyst störf sín af hendi,
en of sjaldan leiðbeint um það, sem beinlínis varðar hjúkrun hvers
sjúklings, heldur fálmar hann sig áfram í blindni.
Það má gott heita, ef hjúkrunarnemi getur fálmað sig áfram.
Yfirleitt verður hann að hlaupa við fót í myrkri og verði honum
það á að reka sig á blindhorn, er stjakað harkalega við honum með
þeim orðum, að allir séu nemarnir eins, „ani áfi’am án þess að
gá að sér“. Og hjúkrunarneminn spyr sjálfan sig í undrun: „Hvers
vegna hefur þetta blindhorn ekki verið merkt, fyrst það veldur
svo mörgum árekstrum?"
Eftir nokkurra vikna eða mánaða veru á deild kveður hjúkrun-
arneminn og kvittar með þökk fyrir móttökurnar á einkunnaseðil,
og ræður mestu um útkomu seðilsins, hversu slétt og fellt starf
nemans og öll hans framkoma hefur verið. Tölurnar á einkunna-
seðlinum skyldu vera hjúkrunarnemanum viðmiðun og leiðarljós,
ef mat deildar á frammistöðu hjúkrunarnemans væri raunhæft
og sanngjarnt. En slíkt mat verður ekki lagt nema deild leggi
rækt við nemann.
Frá alda öðli hefur kærleikur til sambræðra kallað einstakl-
inga til þess starfa að hjálpa og hjúkra sjúkum. Mannkærleik-
urinn er og verður talinn frumskilyrði góðrar hjúkrunar. En þjóð-
félagið í dag heimtar menntun til hvers kyns starfa. örar fram-
farir læknavísinda heimta hjúkrunarkonur með þekkingu og
menntun.
Hlutverk hjúkrunarskóla er að svara þessum kröfum. Það er
flestra mál, að H.S.l. leitist við að gegna hlutverki sínu vel. Því
miður heyrast raddir þess efnis, hvaða þýðingu bókleg ítroðsla
skólans hafi eiginlega. Það er ekki létt verk fyrir skólann að stefna
að bættri hjúkrunarkennslu, þegar hjúkrunarnemar og hjúkrun-
arkonur eru svo stirð í taumi sem raun ber vitni. Svo ein-
kennilega sem það kann að láta í eyrum, virðist sá andi oft ríkj-
andi meðal okkar hjúkrunarnema og hjúkrunai’kvenna, að aukin
bókleg kennsla sé til þess eins ætluð að vera skrautblóm á barmi
skólans, og jafnvel okkar, en komi að litlu gagni í starfi.
Til að mynda heyrir hjúkrunarnemi, sem hefur störf á deild
ekki ósjaldan þessa setningu: „Ykkur er víst kennt þetta öðru-
vísi í skólanum". Vissulega er námið í skólanum aðeins undirstaða,
sem byggt er á í starfi, undirstaða, sem síðan mótast og breytist
eftir aðstæðum hverju sinni. Það skyldi þó engan undra, að blá-
nema, sem verður að tileinka sér nýja umbúnaðaraðferð allt að
því hvern dag, finnist á stundum hjúkrunarkonur og eldri nemar
breyta um of undirstöðuatriðum eftir eigin höfði.
Virðingarleysi gagnvart kennslu skólans grefur smám saman
undan trú nemans á tilgang og gildi kennslunnar og skapar leiða
hans gagnvart bóklegu námi, deildarkennslu og öðru slíku. Fræðsla
um sjúkdóma, einkenni, meðferð o. s. frv. sýnist hjúkrunarnem-
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 65