Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 37

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Síða 37
HÓLFIÐ - — C=Z=3 rjj Hjúkrunarkonur! Fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja bréfunum til okkar, þó að skammstöfun eða dulnefni sé notað sem undirskrift. Bréfin skuluð þið senda í póstliólf 5022, R.v.k. — Meö kserri kveðju. Ritstjórnin. Kæra pósthólf. Gagnrýni er talin vera mjög já- kvæður þáttur í að breyta hlutunum til batnaðar. Við heyrum að jafnaði í daglegu tali allt milli himins og jarðar gagn- rýnt. í hjúkrunarstétt er gagnrýni jafndaglegur viðburður og að setjast niður og hvíla lúin bein eftir eril- sama vakt. Vel á minnzt, þá er gagn- rýni oft aðalumræðuefnið, sem marg- ar hjúkrunarkonur eiga sameiginlegt, þegar þær koma saman sér til af- þreyingar. Persónulega hef ég ekkert á móti gagnrýni, tel hana nauðsynlega og allavega vísi í rétta átt. En sú gagn- i'ýni, sem við þekkjum innan okkar stéttar, er í allflestum tilfellum speg- ■lmynd af okkar eigin vandamálum, þekkingar- og menntunarskorti. Ég er viss um, að ef hver sæmi- lega þenkjandi hjúkrunarkona hugs- aði málið niður í kjölinn, þá væri hún mér sammála. Við þrösum um skipulagið á deild- ■nni, leiðinlega lækninn, sem sendir °kkur tóninn annað slagið, og síðast en ekki sízt kjaramálin. En ég spyr: Hve margar hjúkr- Unarkonur hafa reynt í raun og sann- leika að fara samningaleiðina, með Því að auka sína eigin þekkingu, í stað þess að lýsa stríði á hendur um- hverfinu? Jú, jú, ég veit um allan kennara- skortinn við H.S.Í. og að enginn ti'eystir sér til að taka að sér kennslu fyrir hjúkrunarkonur í starfi o. s. frv., en sjaldan heyrir maður um þann •nöguleika að hafa viðleitni til sjálfs- ’nenntunar, fyrst ekkert annað býðst ú staðnum. Hver manneskja, sem hefur klöngr- nzt 1 gegnum H.S.Í., hlýtur að geta æsið fleiri bækur á Norðurlandamáli en bara þær, sem kenndar eru við skólann, og ekki tala ég um allt það ’okaflóð, sem er á markaðnum fyrir P®1', sem telja sig lesa ensku. Möguleikarnir eru geysilegir, ef að- e‘ns snefill af vilja og áhuga væri íyrir hendi. Pegar rætt er um jafnviðkvæmt nial 0g kjaramálin, fer venjulega allt 1 háaloft. Varla er að furða það, því að ekki er útlitið glæsilegt. Ég þori þó að veðja, að ekki fleiri en 10% af okk- ar ágætu kollegasystrum hafa kynnt sér málið að einhverju leyti. Hin 90% hlusta á tröllasögur í býtibúrum, renna þeim niður möglunarlaust og segja næstu manneskju frá, með enn þá meiri eldmóði en fyrr. Hvað hefur allur þorri hjúkrun- arkvenna gert til að upphefja sitt stéttarfélag til forustu og einingar? Minna en ekki neitt. Þær bera jú félagsnæluna með pomp og pragt, en hve margar mæta á fundi? Hve margar vinna sér til vegs og virð- ingar sem einstaklingar í þjóðfélag- inu? Hve margar nenna að sækja „mini- námskeið" erlendis, borguð af rík- inu? (Á ég þar við alla glæsilegu styrkina, sem liggja óhreyfðir). Hve margar nenna að sinna trúnaðar- störfum í félaginu, jafnvel þótt til- beðnar séu? Já, lesandi góður, þetta er því mið- ur staðreyndin, þó að ég viti, að all- ur þorri ykkar fussi og sveii og komi með alls kyns afsakanir við þessum spurningum. Afsakanir eru, því verr, ekki til, því að ef svo væri, þá hefur sú sama manneskja ekki tíma né rétt til að kalla sig hjúkrunarkonu. Málin breytast ekki mikið með rifr- ildi og látum. Þau breytast ekki fyrr en stéttin í heild getur sýnt svart á hvítu, að hún sé þess virði að njóta almennrar virðingar, bæði í starfi og einkalífi. Hún verður að geta sýnt, að hún hefur vit á sínum eigin hagsmun- um. Þangað til verður allt óbreytt. Sömu aðstæður, sama lága kaupið. Ég skal fúslega viðurkenna, að íslenzka hjúkrunarstéttin hefur margt til síns ágætis, framar erlend- um starfssystrum okkar. Fámennið hefur jú alltaf sitt að segja. En aukin þekking á sínum eigin málum kemur fámenninu ekk- ert við, annað en að hægt væri með góðri samvizku að sýna hinum undir sængina á vel menntaðri stétt. Mér finnst tími til kominn, að hjúkrunarkonur vakni upp af sínum sæta draumi, og venjum okkur af þeim ósóma að koma sökinni á for- ystumenn félagsins, en lítum í eig- in barm og spyrjum sjálfar okkur, hvað við getum gert til úrbóta. Eins og fyrr segir, eru möguleik- arnir geysilegir, og óafsakanlegt er, hve lítið við höfum gert til að rétta hlutina við. En trúið mér, ekkert breytist fyrr en viðleitni í þessa átt er almenn. Ég skora á allar hjúkrunarkonur að endurskoða afstöðu okkar til fé- lagsins og stéttarinnar og gera til- raun til að bæta hag okkar með auk- inni kunnáttu og áhuga. Gagnrýnandi. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 67

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.