Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1971, Qupperneq 42
ORLOFSHEIMILI HFÍ AÐ
= != MDNAÐARNESI
STAFHOLTSTUIMGNAHREPPI. MÝRASÝSLU
Húsið er leigt með húsgögnum og eftirtöldum lausamunum:
S djúpir og 8 grunnir diskar, 8 hnífapör, 8 bollapör, 8 vatnsglös, 12 teskeiðar, rjómakanna og syk-
urkar, 2 matarföt, kartöfluskál, sósuskál, glerskál, ausa, 2 sleifar, fiskspaði, 2 búrhnífar, dósahnífur,
buffhamar, upptakari, pottaskafa, rifjárn, eggjaskeri, ostaskeri, þeytari, mjólkurkanna, kaffikanna,
steikarpanna með loki, pönnukökupanna, 3 matarpottar, suðuhella, ísskápur, 10 herðatré, gólfskrúbbur
og sópkústur á sköftum, gólfklútur, borðklútur, afþurrkunarklútur, skúringarfata, W.-C. bursti, sjúkra-
kassi, 3 öskubakkar, skurðbretti, gólfmotta, sorppokagrind með fægiski'iffu, 8 ullarteppi, 8 yfirsængur
og 8 koddar.
Leigjendur þurfa að hafa með sér handklæði og sápur.
Leigjandi ber ábyrgð á öllum búnaði hússins meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til
þess að bæta tjón, sem verða kann af hans völdum, eða þeirra, sem dveljast á hans vegum í húsinu á
leigutíma.
Við brottför fer fram úttekt á lausamunum hússins.
Leigjandi skal ganga vel um hús og umhverfi, ræsta húsið daglega og við brottför, taka lin af rúm-
um, brjóta það saman og skila því til umsjónarmanns, og sjá um að hver hlutur sé á sinum stað.
Húsið skal rýmt eigi síðar en kl. 12,00 brottfarardag, og nýir leigutakar geta reiknað með að taka
við leiguhúsi sínu eftir kl. 15,00.
Notkun sérbílastæða við orlofshúsin er eingöngu heimil dvalargestum, og eru þeir beðnir að draga
úr bílaumferð eins og kostur er.
Lesið vel leiðbeiningar þær, sem festar eru upp í húsunum, og skylt er að halda þær.
Snúið ykkur til umsjónarmanns við komuna.
Upplýsingar um verzlunaraðstöðu og mötuneyti BSRB fást hjá bandalagsfélögunum.
Sumarbústáðurinn er þegar að mestu leig'Öur fyrir sumariÖ 1971.
Nánari upplýsingar veitir skrifstofa H.F.Í.
TILKYNNING FRÁ
, Frá 1. júní n.k. verður sumarhúsið Kvennabrekka til
SUMARHUSNEFND leigu að nýju. Upplýsingar á skrifstofu H.F.Í. eða hjá
nefndarkonum.
72 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS